72 miljarða króna skip á tilraunaslóð með yfir fjögur þúsund manns.

Skipstjórinn kvartaði sáran að skerið sem hann sigldi á upp í fjörunni, skyldi ekki vera á sjókortum. 

Þá var hann að sigla 800 metrum suður af réttri leið inn á höfnina á þessari eyju Giglió.

Aðeins skipslengdinni frá sjáanlegum kletti en skipið er 290 metra langt. 

Það er einhvers konar brjálsemi að sigla skipi af slíkri stærð á ókunnar slóðir upp við land.

Og reyna svo að kenna um ófullkomnum sjókortum í sjálfu Evrópubandalaginu.

Eða ljúga því að þeir í Brussel hafi ekki gefið út nægjanlegt magn af siglingareglum. 

Sem hann, Ítalinn sjálfur, hefði auðvitað farið eftir í hvívetna. 

Nema hvað. 


mbl.is Skipstjórinn hnepptur í varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband