Auðvitað skemmtilegt en fráleit fjárfesting.

Siglufjöður er afar fallegur bær og þetta er skemmtilegur viðbótarmöguleiki í vegakerfinu.

Einhver hluti af þessari umferð hefur vissulega verið nýjabrum. 

Rétt eins og þjóðflutningurinn, hringinn í kringum landið, árið 1974 er brýrnar komu yfir Skeiðarársand. 

Engu breytir hins vegar að hér um að ræða dýrustu lífgunarframkvæmd Íslandssögunnar.

Glæpsamleg sóun á almannafé í bæjarfélag sem á enga framtíð nema sem sumarhúsabyggð. 

Ævarandi minnisvarði um nautheimska stjórnmálamenn okkar.  

Frá 1. janúar árið 1998 til 1. janúar árið 2011 fækkaði íbúum Siglufjarðar um rúmlega 26%

Úr 1.633 íbúum í 1.206 og er fækkunin á aldursbilinu 0 til 42 ára. 

Það er þveröfug aldursþróun miðað við t. d. Akureyri þar sem unga fólkinu fjölgar. 

( Talnaupplýsingar: Hagstofan.is )  

  


mbl.is Hálf milljón um Héðinsfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, en Viggó.....!

Þetta má bara ekki segja.  Svona upplýsingum er best komið undir stól.

Það er nú bara þannig..:)

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 20:55

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Sigurður Kristján.

Ögmundur ætti að láta spretta upp stólnum sínum í ráðuneytinu.

Þar er örugglega eintakið hans Kristjáns saumað inn í sessuna.   

Viggó Jörgensson, 15.1.2012 kl. 00:32

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Undarleg skoðun að ef eitthvað bæjarfélag fer hnignandi þá á bara að kæfa það og breyta í sumarbústaðabyggð.

Vonandi gera þessi göng það að verkum að samgöngur verða auðveldari. Siglfyrðingar geta unnið á nærlyggjandi bæjum vegna ganganna og nú er Siglufjörður ekki eins einangraður og bærinn hefur heldur betur lifnað við eftir að göngin komu.

Við skulum öll vona að það verði viðsnúningur á þessum tölum í framtíðinni.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.1.2012 kl. 09:30

4 identicon

Ætli Ísland skuldi ekki Siglfirðingum þessi göng og talsvert meira en svo fyrir stöðugt peningaflæði burt frá staðnum í formi skatta í áratugi. Siglufjörður var einn þeirra bæjarfélaga sem hélt Íslandi uppi í um áratug en lítið varð eftir af peningunum þar.

Skattamismunur Norðurlands Eystra var ca. 10 milljarðar á ári um miðjan síðasta áratug, þ.e. svæðið skapaði 10 milljörðum meira í skatta en komu til baka til svæðisins í formi framkvæmda eða reksturs hjá hinum opinbera. Það jafngildir ca. einum Héðinsfjarðargöngum á ári sem tekið er út af svæðinu og flutt til höfuðborgarsvæðisins, ég held að Norðlendingar séu ekkert að fara að skammast sín fyrir að taka eitthvað af þessum peningum til baka í framkvæmd sem er bráðnauðsynleg fyrir svæðið.
Næsta skref við utanverðan Eyjafjörð ætti svo að vera að bora ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur svo umferð þar á milli þurfi ekki að fara um eitt mesta snjóflóðasvæði landsins lengur.

Gulli (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 09:54

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

@Gulli. Á síldarárunum voru það nú mestmegnis stöndugir aðilar að "sunnan" sem settu upp síldarplönin um norðan- og austanvert landið. Þessir sömu karlar áttu síldarplön í flestum plássum frá Siglufirði austur á firði. Starfsfólkið kom svo hvaðanæva að í uppgripavinnuna. Síldarverksmiðjurnar sjálfar voru ríkisins.

Íbúarnir fengu næga vinnu sem var auðvitað lyftistöng fyrir viðkomandi pláss, en hagnaðurinn fluttist síðan til þess sem lagði til fjármagnið, hvert svo sem lögheimili hans var.

Kolbrún Hilmars, 15.1.2012 kl. 14:32

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sleggjan og Hvellurinn.

Ég hef ekki þetta sjónarmið að það eigi að kæfa Siglufjörð.

SIGLFIRÐINGAR HAFA SJÁLFIR GREITT ATKVÆÐI MEÐ FÓTUNUM.

Unga fólkið flykkist burt án þess að spyrja mig álits.

Viggó Jörgensson, 15.1.2012 kl. 17:34

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo hefðurðu greinilega ekki komið mikið á Siglufjörð.

Ef þú heldur að þessi þróun snúist við.

Það vantar atvinnu. Hvaða vit er í að aka inn á Akureyri hvern dag.

Sólin hverfur eftir miðjan dag á sumrin og hreinlega alveg að vetri.

Skítakuldi og myrkur á veturna. Úldin bræðslulykt á sumrin.

Síðast þegar ég kom þarna sagði unga fólkið mér

- það var allt á sjoppunni -

að það ætlaði alls ekki að búa á Siglufirði í framtíðinni.

Viggó Jörgensson, 15.1.2012 kl. 17:41

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og ég svona jákvæður sagði:

"Hvað er þetta krakkar mínir þetta lagast allt þegar göngin koma"

En þá æstust þau bara upp og sögðu að göng myndu sko engu breyta.

Þau færu burt, BURT, B U R T...

Viggó Jörgensson, 15.1.2012 kl. 17:45

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ísland skuldar Siglufirði ekki neitt Gulli.

Þeir Siglfirðingar sem þá áttu hlut að máli

eru nánast allir fluttir burt.

Með sömu rökum skuldum við göng til Trékyllisvíkur.

Þú ert kannski þar?

Viggó Jörgensson, 15.1.2012 kl. 17:49

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og fáðu svo Gulli minn,

einhvern til að hjálpa þér að skilja

það sem Kolbrún segir sem ég þakka innlitið.

Viggó Jörgensson, 15.1.2012 kl. 17:51

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir það, Viggó. Ef þarf, þá get ég líka útskýrt fyrir Gulla hvernig það gekk fyrir "innfædda" að keppa við "peningamennina að sunnan". :)

Kolbrún Hilmars, 15.1.2012 kl. 18:49

12 identicon

hafiði kannað aðra möguleika einsog t.d siglufjarðarvegur mun hverfa eftir eitthver ár út í sjó,hvaða leið eiga siglfirðingar að fara þá p.s hafiði reynt að keyra siglufjarðarveg að vetri til, og eg veit ekki betur enn að þessi göng björguðu mannslífi nokkrum dögum eftir að þau opnuðu þar sem það er fljótlegra að fara göngin til akureyrar heldur enn að fljuga frá flugvelli sem er að hruni komin og maður metur mannslíf ekki að fjár og 14 milljarða verkefni skila um 8 milljörðum strax í ríkisjóð greinilegt að og í sambandi við börnin þá er orðin fjölgun á sigó og ólafs eða fjallabyggð einsog það kallast eftir að göngin komu þar sem fólk getur loksins sótt framhaldskólanám þar enn nei sleppum þessu öllu rugli og hendum meiri pening í að borga fyrir uppbyggingu á höfuðborgarsvæðini það er svo mikið að atvinnu að fá þar nefnilega

tittur (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband