11.1.2012 | 19:15
Jú að við borgum þeim 13 - 15 miljarða á ári í félagsgjöld.
Fyrir nokkruð síðan komu fréttir um að Íslendingar ættu að greiða 7 miljarða á ári til ESB.
Í dagvistargjöld, á ári, til Brussel fyrir að passa Össur og aðra pottorma í Samfylkingunni.
Fyrir stuttu var það svo leiðrétt. Við eigum að borga 13 til 15 miljarða á ári til Evrópusambandsins.
Við eigum að borga, með þeim, útrásina þeirra til Austur Evrópu.
En nei takk Össur og Jóhanna.
Þessa peninga ætlum við Íslendingar að setja í sjúkrahúsin okkar og uppbyggingu hérlendis.
ESB ekki að sækja um á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
Athugasemdir
Það getur ekki verið verra fyrir okkur að vera með, þó ekki væri nema til að skipta um GJALDMIÐIL, en vesalings krónan kostar u.þ.b. 30 miljarða í rekstri á ári sem er svolítið meira en 13-15.
Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 19:29
Alveg kostulegt. Það er stutt síðan Össur lýsti því yfir að við yrðum nettó greiðendur í ESB. SAMT vill fólk fá að gægjast í pakkann... sjá hvað við "fáum" að borga mikið!
Svo eru ummæli Marðar líka þess virði að staldra við:
"Almennt er þetta þannig að við erum að ganga inn í klúbbinn og í honum gilda reglur klúbbsins og í þeim málum sem varða tollabandalagið og innri markaðinn þá hlítum við þeim lagaramma sem Evrópusambandið hefur og það eru engar undanþágur í því."
En svo er það alltaf viðkvæðið að það sé bara eeeeeekkert vandamál að fá undanþágur, hægri og vinstri! Sjávarútvegur, landbúnaður... you name it! Mörður er samur við sig!
Ófeigur (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 19:54
Krónan kostar Kristinn.
Við hefðum getað losað okkur við krónuna fyrir löngu síðan.
Og haft hér 10 -20 % atvinnuleysi síðasta mannsaldur.
Er það þjóðfélagið sem Íslendingar vilja???
Og hvað kostar það???
Viggó Jörgensson, 11.1.2012 kl. 20:22
Rétt Ófeigur.
Þetta fólk veit bara alveg nákvæmlega ekkert um eðli Evrópusambandsins og sögu þess.
Þar eru engan undanþágur sem hægt er að treysta.
Með einu pennastriki getur Evrópudómstólinn breytt öllu sambandinu og öllum reglum þess.
Og hefur gert það oftar en einu sinni.
Leynt og ljóst stefnir ESB í að verða Bandaríki Evrópu og löndin þar eru að verða eins og fylki í BNA.
Í BNA eiga þau öll fylkin 2 fulltrúa í Öldungadeildinni.
Í ESB ráða kanslari Þýskalands, forseti Frakklandsforseti og forsætisráðherra Breta öllu.
Hin gömlu nýlenduveldin fá að segja sitt álit en aðrir eiga að þegja og gera það líka.
Það sést vel í umræðum um evruna sem Bretar eru ekki með.
Það hittast þau kanslari Þýskalands og forseti Frakklands bara tvö.
ÞAU TVÖ RÁÐA ÖLLUM MÁLUM EVRUNAR.
Viggó Jörgensson, 11.1.2012 kl. 20:29
En hafið þið spáð í hvað gersti daginn þann sem íslenska þjóðinn segir skýrt og skorinort "NEI" við þessu ESB brölti öllu saman. (Mín spá c.a. 75-80% muni segja NEI). Hvað mun gerast þá, daginn eftir eða næstu vikuna á eftir, (annað en Össur grenjar úr sér glyrnurnar og Jóhann fer í ennþá meiri fýlu en vanalega). Getum við treyst því að þar með sé málinu LOKIÐ af okkar hálfu. Verðum við orðin allt of innvinkluð í ESB reglugerðir. Munum við bakka til baka og setja aftur Íslenskt reglukerfi. Spáið aðeins í þetta.
Dexter Morgan, 11.1.2012 kl. 20:31
Dexter það verður þá, þegar við drögum Jóhönnu, Steingrím og Össur fyrir landsdóm.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 20:41
Þarna kemurðu einmitt Dexter að stóra punktinum sem þeir þurfa að hugleiða sem halda að það sé lítið mál að "kíkja í pakkann" og ganga svo frá borði eins og ekkert sé. Innleiðingin hlítur að verða þegar fullkláruð og komin í framkvæmd, varanleg og endanleg.
Afturábakaksturinn yrði vart fýsilegur kostaði sitt og líklegast óframkvæmanlegur.
K.H.S., 11.1.2012 kl. 20:55
við verðum nettó greiðendur um sirka 1-2 milljarða. Ef við mínusum EES greiðslurnar frá. Þær greiðslur sem við erum að borga nú þegar.
Á móti spara heimilin í landinu hundruði milljarða á ári í lægri vexti og enga verðtryggingu.
Valið er augljóst.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 22:38
Já Sleggjan valið er augljóst en ekki inn í ESB, heldur utan þess
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 00:16
Dexter.
Við erum á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli EES samningsins.
Og erum aðilar að svokölluðu fjórfrelsi.
Við höfum skuldbundið okkur til að lögleiða hérlendis, samræmda evrópska löggjöf á þeim sviðum. (Frjáls flutningur vinnuafls, vöru, þjónustu og fjármagns).
En við þurfum sjálf (Alþingi, stjórnvöld) að samþykkja það allt saman.
Í ESB löndunum rennur ESB rétturinn sjálfkrafa inn í lög þeirra landa.
Við getum hvenær sem er hætt að innleiða þessar reglur í íslenskan rétt en erum þá þar með að rifta samningnum.
Þau lönd sem komin eru inn í ESB eiga sjáanlega ekki leið til baka í reyndinni.
Sumt af löggjöfinni frá ESB er ágæt viðbót við íslenskan rétt og siðaði okkur að ýmsu leyti.
Annað er alveg yfirgengilegt pappírsflóð þar sem engin botnar neitt í neinu, samanber reglurnar um bankastarfssemi, hrun, tryggingar o. s. frv.
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 00:29
Og Dexter og Kári.
Við höfum sætt okkur við þessar lagareglur sem eru jú frá löndum með sams konar þjóðfélög og menningu eins eins er hérlendis.
Við höfum hins vegar ekki skilið það allt saman og þýðingu þessara reglna í öllum tilfellum. Samanber enn og aftur bankareglurnar.
En flestar þessar lagareglur eru orðnar íslenskar og í fæstum tilfellum er ástæða til að henda þeim í heilu lagi.
En að fækka þeim og einfalda þær væri kannski málið.
Þegar það eru 80 blaðsíður um festingar á baksýnisspeglum bifreiða, þá er kannski ástæða til að athuga sinn gang.
Og hvað ætli séu mörg þúsund blaðsíður af reglum sem snerta brjótstapúða? Og hverju björguðu þær í þessu franska PIP máli?
Fimm blaðsíður hefðu átt að duga, þar sem síðasta greinin hefði boðið fölsurum upp á ævilangt fangelsi, punktur.
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 00:37
Sleggjan og hvellurinn.
Það er ekkert, alls ekkert, sem kemur í veg fyrir að erlendir bankar hafi komið hingað síðan 1994.
OG BOÐIÐ UPP Á LÁGA VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU
Af hverju heldur þú að þeir komi þó að við værum í ESB????????????????????
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 00:39
Sleggjan og Hvellurinn
Hvaða EES greiðslur ertu eiginlega að tala um að við borgum nú þegar????
Þetta eru tölur úr fjárlögunum hans Steingríms:
(Aftast fjárhæðir í miljónum króna.)
1.70 Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA 115,6
1.71 Eftirlitsstofnun EFTA, ESA 178,4
1.72 EFTA-dómstóllinn 58,1
1.73 Þróunarsjóður EFTA 530,0
Talað er um að hækka síðasta liðinn um 250 miljónir eða meira.
Þetta er um miljarður króna.
Hvernig geta 13 til 15 miljarðar mínus 1 miljarður komið út?
"...við verðum nettó greiðendur um sirka 1-2 milljarða..."
Í Guðs bænum hjálpaðu mér að skilja þetta.
Og þá skal ég skrifa nóbelsnefndinni í Stokkhólmi um að þú fáir nóbellinn í hagfræði strax á næsta ári.
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 01:10
sæll Viggó ég hjó eftir því að þú skrifaðir að gömlu nýlenduherrarnir stjórni þessu öllu saman! þar er ég sammála og hef oft hugsað um það hvaða mun fólk sér á hvernig ríki eru hertekinn! í gamla daga þá sigldu menn á skútum um heimsins höf og hertóku ýmis ríki, eyjar og landshluta í öðrum heimsálfum "þóttust svo eiga þessi lönd eftir það" núna eru þeir að reyna aðra aðferð með því að semja við heimskt fólk (einsog Össur og Jóhönnu) til þess einfaldlega skrifa undir "LANDNÁMIÐ" allt löglegt hvílíkur brandari ef hugsað er til enda! þeir þurfa ekki einu sinni að ræsa út herinn til þess að berja á þessum vitleysingum "því þeir skrifa bara undir" svo sitja þeir í veislum og hlæja af þessum takmörkuðu lítilmögnum heimsins. ég er sammála um það að þegar "VIÐ 'ISLENDINGAR ERUM BÚNIR AÐ HAFNA ESB ÞÁ DRÖGUM VIÐ ÖSSUR, STEINGRÍM OG JÓHÖNNU FYRIR LANDSDÓM OG ÞAU VERÐI DÆMD FYRIR "LANDRÁÐ"
svo óska ég ykkur öllum að árið 2012 verði farsælt og sérstaklega að þessi banvæna stjórn fari frá sem allra fyrst
snorri (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 01:40
Þetta segir allt sem segja þarf: http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html
Mér finnst stjórnræðið vera komið út fyrir allan þjófabálk. Ekki vil ég hin 93,5 prósentin
Andri (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 04:33
Erlendir bankar hætta sér ekki hérna inn til Íslands vegna þess að hér ríkir gríðarlegur óstöðugleiki með okkar örmynt.
Lestu hagsögu Íslands drengur. Maður tárast við lesturinn.
En við ESB fáum við gjaldmiðil sem virkar í alþjóðarsamfélaginu og við fáum stöðugleika. Þá fyrst geta erlendir bankar hætt sig inn til Íslands.
Svo er Ísland hávaxtamynt. Það er bara þannig og hefur alltaf verið. Ef erlendir bankar koma til Íslands meðan hér er notuð krónan þá geta erlendur bankarnir ekki boðið evruvextir á krónu. Það gengur ekki þannig fyrir sig.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:27
Viggó
Þú gleymir að reykna með styrkjunum sem við fáum til baka. Þessvegna er talað um NETTÓ greiðslur. Þú ert fastur í BRÚTTÓ pælingu.
Í nýlegri skýrslu utanríkisráðuneytisins er lagt mat á útgjöld vegna aðildar að ESB.
Í henni kemur fram að erfitt sé að leggja mat á raunkostnað við aðild að ESB, þar sem niðurstaða varðandi ýmsa þætti á tekjuhliðinni verður ekki ljós fyrr en að loknum samningum. En sé miðað við hlutfall Finna af þjóðartekjum má gera ráð fyrir að nettóútgjöld Íslands við aðild yrðu rúmlega 3 miljarðar króna sé árið 2009 lagt til grundvallar.
Til samanburðar má nefna að nettóútgjöld Íslands vegna EES-samningssins nema 3,5 miljörðum að frádregnum u.þ.b. 1,5 miljarði sem er sú upphæð sem hefur skilað sér til baka frá Evrópusambandinu. Þannig myndu nettóútgjöld Íslands við aðild að ESB aukast um 1 milljarð sé miðað við að nettóútgjöld Íslands yrðu svipuð og hjá Finnum.
Þessi niðurstaða er í samræmi við úttekt sem endurskoðendaskrifstofan Deloite & Touche vann fyrir utanríkisráðuneytið árið 2003, á kostnaði við aðild að ESB. Þar kom fram að áætlaður kostnaður við aðild væri á bilinu 1,4 til 4,2 miljarðar króna á ári.
Í niðurlagi skýrslunnar kom fram að:
"Ef Ísland gerðist aðili að ESB án þess að þau ríki sem nú hafa fengið samþykkta inngöngu væru aðilar myndu greiðslur Íslands til ESB verða á bilinu 6,6 til 8,5 milljarðar króna á ári. Á móti kæmu framlög úr sjóðum ESB að fjárhæð 4,3 til 5,2 milljarðar króna. Gera má ráð fyrir að greiðslujöfnuður Íslands við ESB yrði þá neikvæður um 1,4 til 4,2 milljarða króna á ári."
Í ofangreindum útreikingi er ekki lagt mat á hin efnahagslegu áhrif af inngöngu í ESB og upptöku nýs gjaldmiðils. Hægt er að fullyrða að verulegur efnahagslegur ávinningur muni hljótast af því að leggja niður minnsta sjálfstæða gjaldmiðil í heimi og fara yfir í fulla þátttöku í myntsamstarfi Evrópuríkjanna.
http://www.kannski.is/answer.php?id=146
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:30
Finnar sögðu nei í kosningu, en það var ekki tekið mark á því í Brussel-kofanum reykfyllta.
Lýðræði er nefnilega bannað í ESB.
Ef á að fara inn í þetta spillingar-bandalag, þá fáum við ekki einu sinni að drekka vatn úr næstu lækjarsprænu, án þess að ESB sekti okkur fyrir. Heitt og kalt vatn verðum við látin kaupa dýru verði úr krananum heima hjá okkur, og svo fara þeir Brussel-strákarnir með orkuna ókeypis úr landinu.
Bótaþegar geta étið Vaðlaheiðargöng (lífeyrissjóðinn sinn) ef þeir verða svangir! Hverjum í Brussel er ekki sama um sveltandi gamalmenni og sjúklinga á Íslandi?
Til hamingju með framsýnina ykkar já-sinnar! Ætlið Þið að borga árlegan aðgöngumiðann fyrir mig? Það er gott að einhver telur sig hafa það vel launaða vinnu og heilsu, að geta borgað herlegheitin fyrir okkur öll! Eru peninga-loforðin á minnismiða í rassvasanum hjá Össuri Skarphéðinssyni, með veð í vatninu á Íslandi?
Kapp er best með forsjá, en það er talið gamaldags að hugsa þannig. Það var líka talið gamaldags að vara við bankahruninu, sem var reynt í nokkur ár fyrir hrun.
Afneitun er leiðarvísirinn að tortímingu restanna á velferðarkerfinu á Íslandi!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2012 kl. 08:33
Þetta er einfaldlega kolrangt hjá þér Anna.
Step your game up.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:35
Snorri þú ert algerlega með þetta.
Gleður mig að þú sért ekki farinn til Noregs þannig að enn sé eftir skynsamt fólk í landinu.
Eða ertu nokkuð farinn???
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 13:36
Frábært Andri, kærar þakkir.
Stjórnkerfið okkar er að köfnun komið út af rúmlega 2.500. gerðum.
En með inngöngu í ESB myndu einhverjar 35.000. bætast við brúttó.
(Eitthvað er vonandi úr gildi með nýrri útgáfum, svo hjálpi oss allir heilagir. )
Þar kæmu þá loksins kannski nýju störfin hennar Jóhönnu
að þúsundir skrifstofuþrælar færu að flækja þessu um hálsinn á okkur.
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 13:46
Sleggjan og Hvellurinn.
Ég er oft búinn að snýta mér, og þurrka um augun, yfir hagsögu Íslands.
Þú ert hins vegar að tala um að við rennum hreinlega inn í annað ríki eða ríkjasamband.
Það er að við afsölum öllum okkar efnahagsmálum til ríkjasambands.
Þær væri svo sem gott og blessað ef því væri svo stýrt eftir okkar hagsmunum.
En á því er bara engin von.
ESB er stýrt miðað við hagsmuni Þýskalands en ekki Grikkja, Portúgala eða hvað á Íslendinga.
Það er bara alveg galinn hugmynd að okkar hagsmunir væru þar í einhverju fyrirrúmi.
Til að trúa því þarftu hreinlega að vera jafn galinn og Össur, hverju Guð forði.
Okkur lá svo á að verða nýrík og komast út úr torfkofanum að við vorum hreinlega sólgin í lán.
Á meðan svo var, og er, þá verða vextir auðvitað háir.
En við héldum þó atvinnustiginu uppi (ekkert atvinnuleysi) með þessu háttalagi.
Ef hér á að breyta alveg um kúrs í þjóðfélaginu og setja upp kommúnistastýringu á hagkerfinu
þar sem okkur verður skammtaður skítur úr hnefa af þeim í Brussel, með 20% atvinnuleysi.
Þá þarf þjóðin bara að ákveða slíka stefnubreytingu alveg sérstaklega.
Betra að við bærum gæfu til að breyta okkur eyðsluhugsunarhætti sjálf.
En það er kannski borin von? Ég held samt ekki.
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 13:58
Það er 3,7% atvinnuleysi í ESB og Evrulandinu Hollandi.
Við stjórnum okkar efnahagsmálum sjálf þó að við verðum í ESB.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 14:04
Sleggjan og Hvellurinn.
Kærar þakkir fyrir þessa sendingu úr pottum Össurar.
Ég trúi ekki einu orði úr einhverjum skýrslum sem Össur lætur ljúga upp í ráðuneytinu, verður bara flökurt.
Ef þær eru svo staðfestar af endurskoðunarskrifstofu
-sem viðstöðulaust skrifaði, árum saman, upp á að allt væri í lagi með ársreikninga bankanna -
þá fer ég hreinlega að selja upp.
Ætla samt að lesa þetta yfir, þakka þér, en ég tek samt strax eftir einu.
Ef það væri rétt að rétt að fyrir 3,5 miljarða nettó, fengjum við
"...allt fyrir ekkert..." eins og menn skildu réttilega túlkun Jóns Baldvins á ESS viðskiptakjörunum,
þá sé ég ekki að við ættum að bæta miljarði við til að afsala okkur sjálfstæðinu til ESB.
Í ferðalag sem enginn veit hvar endar???
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 14:10
Sleggjan og Hvellurinn.
Þessar atvinnuleysisupplýsingar þínar eru svipað áreiðanlegar og bullið í Össuri.
Atvinnuleysið í ESB er að meðaltali 9,8%
Spáni 22,90 % atvinnuleysi
Grikklandi 18,80
Litháen 15,30
Lettlandi 14,80
Írlandi 14,60
Slóvakía 13,70
Portúgal 13,20
Eistlandi 11,30
Búlgaríu 10,90
Ungverjalandi 10,70
Póllandi 10,00
Frakklandi 9,80
Kýpur 9,10
Ítalíu 8,60
Bretlandi 8,30
Slóveníu 8,20
Danmörku 7,80
Svíþjóð 7,40
Finnlandi 7,40
Rúmeníu 7,30
Belgíu 7,20
Tékklandi 6,70
Möltu 6,40
Þýskalandi 5,50
Hollandi 4,90
Lúxemborg 4,90
Austurríki 4,00
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 14:33
Það er algerlega fráleitt að við stjórnum efnahagsmálum okkar sjálf
ef við erum komin inn í ESB og búin að taka upp evru.
Hvern grefilinn fékkstu í morgunmat ???
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 14:36
Og ég tek fram að þessar atvinnuleysistölur eru frá júní, ágúst og september í fyrra.
Ef atvinnuleysið í Hollandi er komið úr 4,9% í 3,9%
þó óska ég ykkur Össuri til hamingju með það.
Viggó Jörgensson, 12.1.2012 kl. 14:41
Krónan okkar er í lagi ef hagstjórnin er í lagi en það liggur vandinn. Kjördæmapot, hrepparígur, flokkadráttur, öfundsýki, minnimáttarkennd, tískubólur og dægurmálasveiflur, vanhæfir flokksgæðingar, órökvísar og tilviljunarkenndar ákvarðanir o.fl. hefur of oft verið ríkjandi í fjármálastjórn landsins og þessu þarf að breyta. Þetta breytist ekkert þó við göngum í ESB. Byrjum að taka okkur taki og vinna í okkar málum sjálf. Þetta lagast ekki nema að við viljum það sjálf.
EBbi kóngur mun ekki né getur ekki breytt eðli þjóðar.
Jóhannes (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 11:47
Hárrétt Jóhannes.
Skelltu þér í framboð við þurfum fólk sem skilur þetta.
Viggó Jörgensson, 13.1.2012 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.