11.1.2012 | 03:08
Sýnir hvað við stöndum tæpt.
Við Íslendingar höfum átt frábæra tæknimenn og verkfræðinga.
Í þennan örstutta tíma frá því að einhver tækni kom hingað til lands.
Og þar til nú að þeir eru flestir fluttir, eða að flytja, til Noregs.
Verkfræðingar okkar, og tæknifólk, hafa verið alveg í fremstu röð á heimsvísu.
Í mannvirkjagerð, raforkumálum, hitaveitu, hafnarmannvirkjum, virkjanagerð og samgöngum.
Við hugsum ekki mikið út í það en símkerfið hefur verið með því besta í heiminum hérlendis.
Og það var á meðan kerfið var í opinberi eigu en versnaði við einkavæðingu eins og fleira.
Lengst af höfðu verkfræðingar okkar úr nægu fé að spila til að hafa það sem gert var, af bestu mögulegu gerð.
Kærar þakkir til ykkar í Noregi fyrir vel unnin störf í okkar harðbýla landi.
Nú hafa ljósin blikkað hér á höfuðborgarsvæðinu í allt kvöld og fram á nótt.
Og þá er ótalið hvar rafmagnið fór hreinlega af kerfinu.
Og þrátt fyrir að ekki skuli efast um að þessi tengivirki séu af allra bestu gerð.
Sýnir þessi bilun kvöldsins hversu tæpt þjóðfélagið stendur gagnvart náttúruöflunum hér uppi á heimsenda.
Gott að stjórnmálamenn hafa aldrei reynt að skilja neitt í verkfræði.
Þá sætum við hér sambandslaus í myrkri og kulda með frosið í karmrinum.
Nóg samt að þeir hafi reynt sig við hagfræðina í hundrað ár.
Ísing og selta olli trufluninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.