Nýtt Ísland, hrópuðu þau Jóhanna og Steingrímur með Kristján Möller í bakrödd.
Þetta mál er aðeins eitt af þúsund um spillingu þeirra sjálfra sem hafa aðeins aukið spillinguna ef eitthvað er.
Enn eru margir tugir einbreiðra brúa á sjálfum hringveginum.
Það var ekkert annað en þjófnaður á almennafé að borga göng til Siglufjarðar fyrir 15 miljarða kr.
Og víst eru brekkurnar slæmar á Vaðlaheiði en ágætur vegur að öðru leyti.
Það er ótal margt sem er á undan í forgangsröðinni í vegagerð landsmanna.
Þar sem landsbyggðaþingmenn ganga um með gripdeildum til að kaupa sér þingsæti.
Gagnrýnir framgöngu stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2012 kl. 19:28 | Facebook
Athugasemdir
Þetta hefur verið svona í áratugi og verður svo um ókomna tíð nema við gerum eitthvað í því! Það sorglega við þetta dæmi er að mér stendur á sama því að göng koma sér vel fyrir byggðina austan Vaðlaheiðar og þar bý ég einmitt!
Sigurður Haraldsson, 9.1.2012 kl. 00:37
Sæll Siggi.
Ég skil vel að þú viljir göngin þarna Siggi, og þau koma einn góðan veðurdag, enda hluti af hringveginum.
En það er bara svo margt annað á undan í röðinni.
Fyrir sléttu ári síðan voru 41 einbreiðar brýr á sjálfum hringveginum samtals 3,8 kílómetrar að lengd.
Mjög víða eru vegir algerlega herfilegir í samanburði við veginn austur frá Akureyri.
Nær að byrja á öflugri vegriðum þar í viðbót við þau sem komin eru.
Viggó Jörgensson, 9.1.2012 kl. 01:38
Lunginn af öllum hættulegustu meiðslunum og dauðsföllunum eru á svokölluðum C vegum Siggi.
Þetta er tengivegir, landvegir, héraðsvegir þar sem um er að ræða tveggja akreina veg
7 til 10 metra breiður með slitlagi eða malarlagi.
Skoðaðu nú sem dæmi, fyrir okkur báða, þessa skýrslu sem er frá árinu 2002
Og segðu okkur hvað af þessu er komið í lag.
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/slysastadir-nordurland-austurland-pdf/$file/slysastadir-nordurland-austuland.pdfViggó Jörgensson, 9.1.2012 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.