7.1.2012 | 19:30
Skemmtilegur alltaf.
Oft hló ég upphátt við lestur viðtalsins við Jón Baldvin Hannibalsson.
Hann er bráðskemmtilegur og lýsir stjórnmálasviðinu skilmerkilega eins og hann sér það.
Í gegnum ljóstýruna af gömlum sænskum lampa sem farinn er að ósa nokkuð.
Jón Baldvin sér því ekki lengur að það voru reglurnar frá ESB sem gerðu hrunið mögulegt.
En Jón Baldvin viðurkennir hreinskilnislega að Samfylkingin sé ónýtt vörumerki.
Fyrir næstu kosningar eigi íslenskir jafnaðarmenn, einn ganginn enn, að fá sér nýja kápu og jakkaföt.
Nýtt framboð jafnaðarmanna sé handan við hornið.
Og enn einu sinni forðast Jón Baldvin sinn beiska bikar.
Að Íslendingar eiga einfaldlega ekki samleið með ESB hvað sem síðar verður.
Jón Baldvin er því einnig í þeirri afneitun sem hann segir stjórnmálamenn vera í.
Og það er rétt hjá Jóni Baldvin að heiðarlegir sjálfstæðismenn lentu í vondum félagsskap.
Fyrst með honum sjálfum og Alþýðuflokknum þegar þeir gleyptu allar ESB reglurnar.
Svo með Framsóknarflokknum sem eyðilagði þá vönduðu einkavæðingu sem sjálfstæðismenn hugðu á.
Það er líka rétt hjá Jóni Baldvin að Framsóknarflokkurinn er ekki annað en fjárglæfrasamtök.
Og að bændur og samvinnumenn lentu í höndunum á fjárglæframönnum er yfirtóku flokkinn þeirra.
Og að Samfylkingin er ónýt - stefnan reyndar líka en á það minntist hann ekki blessaður.
Og að skúra þarf í Valhöll.
Og að þau í VG eru eins og geðklofa fólk. Sækja um ESB aðild sem þau eru á móti.
Styðja ríkisstjórnarstefnu sem þau eru á móti.
Það er von að maðurinn flytji, oft á ári, til Andalúsíu.
Forsetinn heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2012 kl. 19:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.