31.12.2011 | 12:18
Enda bara leikrit til að koma Jóni Bjarnasyni frá.
Viðræður forystu ríkisstjórnarinnar, við Hreyfinguna, voru eingöngu leikrit.
Til að láta að því liggja að ríkisstjórnin gæti sótt þangað þingstyrk.
Rétt á meðan þau væru að hrinda Jóni Bjarnasyni niður stigann í stjórnarráðinu.
Já og Árna Páli á eftir.
Fyrir þessu bragði féllu nytsamir sakleysingjar úr stjórnarliðinu.
Svo sem Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og fleiri.
Sem var í lófa lagið að hindra þessar breytingar Samfylkingarinnar.
Eins og hver annar hundur liggur Steingrímur á hlaðinu fyrir utan Samfylkingarkotið.
Veltir sér um hrygg, geltir og dillar rófunni í von um klór eða klapp.
En fær aldrei neitt nema skammir og spörk í afturendann.
Og lætur sér vel líka eins og aðrir með vitsmuni á við hund.
Engar frekari viðræður við Hreyfinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.