25.12.2011 | 13:27
Jól inni og úti.
Mjög fallegt úti við í Reykjavík, frábærar aðstæður til útivistar.
Best ef einhver nennir að draga mann á sleða eða snjóþotu.
Neyðist samt til að ganga eitthvað ef marka má bumbuna sem er nærri eins stór og umbúðahrúgan á stofugólfinu.
Byrja því daginn á hollri göngu, með ruslið út í tunnu.
Ég legg mig svo aðeins og hvíli mig svo vel á eftir.
Ég greip til sérstækra ráðstafanna þessi jólin, út af þessu með aukakílóin.
Engu síðra ráð en ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum.
Tók rafhlöðuna úr baðvoginni.
Nýfallinn jólasnjór í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.