Árni Páll er vaxandi stjórnmálamaður.

Hann er hættur að lepja upp hundsvitið úr Jóhönnu og Össuri.

Það var einmitt Össur sem lýsti því yfir að hann sjálfur næði ekki hundsviti á bankamálum.

Og er eini stjórnmálamaðurinn í Evrópu sem fullyrðir að allt sé í stakasta standi með evruna.

Frú Jóhanna gerir svo þetta tæplega hundsvit Össurar að sínu.

Bara að það sé ekki of mikið.       


mbl.is Guðfríður Lilja segir Árna Pál njóta trausts ólíkra aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veist þú það Viggó, að þú hefur svo sannarlega rétt fyrir þér. Ég sem er kratahatari og alls ekki alltaf sammála Árna Páli. En batnandi mönnum er best að lifa. En Jóhanna og Össur verða meira og meira sínum flokki til minnkunnar.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 14:08

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

En alltaf skal þessi stjórn velja versta kostinn.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.12.2011 kl. 14:10

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér Jóhanna

nema þetta að Árni Páll kom úr Alþýðubandalaginu.

Og sér með auknum þroska lýgina úr austri.

Viggó Jörgensson, 20.12.2011 kl. 14:33

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Að Össur fari með málið Ragnar?

Sammála þér í því.

Viggó Jörgensson, 20.12.2011 kl. 14:35

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Gætu Sjálfstæðismenn ekki notast við Árna Pál??

Vilhjálmur Stefánsson, 20.12.2011 kl. 15:49

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hann væri þá ekki sá fyrsti sem færðist

frá vinstri til hægri með aldrinum.

Sjálfstæðismenn myndu kalla það þroska.

Þó að sá þroski hafi ekki sést á síðasta landsfundi.

Landsfundarmenn kannski orðnir ofþroskaðir.

Ekki ætla ég að kveða upp úr um það.

Hitt liggur þó í augum uppi að þau hafa ekkert þroskast

Steingrímur, Össur og Jóhanna.

Alveg hlandvitlaus í sínum stjórnmálum eins og þegar þau byrjuðu.

Og verri ef eitthvað er.

Viggó Jörgensson, 20.12.2011 kl. 16:59

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni Páll er búinn að ákveða að standa með sínum hugsjónum, en ekki svikulum öflum kerfis, og fyrir það fær hann meðbyr og stuðning frá heiðarlega stritandi almenningi.

Árni Páll er heiðarleg persóna, og það er gífurlegur skortur á slíkum persónum í stjórnsýslunni, bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.12.2011 kl. 19:47

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Árni Páll er afkomandi séra Árna Þórarinssonar prófasts á Snæfellsnesi.

Sá var heimilisprestur minnar ættar og séra Árni Pálsson síðar.

Bráðskemmtilegt fólk er lætur skemmtisögurnar ekki gjalda sannleikans.

Verra þegar sagnafólkið ruglast svo á gamni og alvöru.

Viggó Jörgensson, 21.12.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband