20.12.2011 | 12:48
Er hægt að beita dómstóla þrýstingi?
Lögmennirnir segja aldeilis fréttirnar.
Að hægt sé, með árangri, að beita dómstóla þrýstingi?
Það á einmitt ekki að vera hægt.
Hér er ekki kviðdómur, úr hópi almennings, í sakamálum.
Kviðdómendur sem hægt væri að hafa áhrif á, með fjölmiðlaumræðu, áður en í kviðdóm er valið.
Hér eru embættisdómarar sem ekkert hlusta á slíkar upphrópanir í fjölmiðlum.
Eða þannig á það að vera. Lögmennirnir mættu segja okkur meira viti þeir dæmi um annað.
Hérlendis er aðeins dæmt eftir sýnilegum sönnunargögnum, framburði vitna og ákærðu.
Hvað hafa þá saklausir menn að óttast?
Hitt er svo annað mál að þjóðin mun fjalla um svokallað bankahrun um langa framtíð.
Eða þar til allt verður komið upp á borðið.
Segja mál að linni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.