19.12.2011 | 16:41
Að tæma bankanna að innan.
Því hefur verið fleygt að einhverjir eigendur bankanna.
Hafi sjálfir tæmt bankanna að innan.
Til sín og sinna félaga.
Hvað á að kalla svona lánveitingu?
Hinum prúða og leiðitama pilti Lárusi fer nú kannski að renna í grun.
Af hverju launin voru í hærra lagi.
-----------
..Rannsóknarnefndin telur...
...að Baugur, FL Group og Fons
hafi fengið óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá Glitni banka hf.
að því er virðist í krafti eignarhalds síns...
(Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis).
Tíu milljarða króna lán án trygginga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Facebook
Athugasemdir
Seðlabankinn lánaði 800 milljarða í víkjandi lánum til stóru bankanna fyrir hrun, auk þess sem að ríkið og seðlabankinn eru búin að veita Arion og Íslandsbanka 217 milljarða í lausafjárfyrirgreiðslu og ábyrgjast víkjandi skuldabréf fyrir NBI og lána Arion og íslandsbanka 60 milljarða en EFTA hefur aldrei gefið heimild neinu af þessu vegna þess að stóru bankarnir voru og eru fjárfestingarbankar miðað við áhættugruninn sem þeir nota. Auk þess þá verður ekki skilið á milli gömlu og nýju bankanna fyrr en í júní í sumar svo það er undarlegt að nýju bankarnir séu að sýna fram á hagnað á skuldbréfum sem þeir eiga ekkert í. Það er líka undarlegt að þeir voru látnir nota áhættugrunn sem fjárfestingarbankar en samkvæmt neyðarlögum þá átti að færa útlán og innlán yfir í viðskiptabanka. Því eru embættismenn ekki kærðir.
valli (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 21:41
Eigum eftir að sjá margar ákærur enn, valli.
Og margt þar á eftir.
Viggó Jörgensson, 19.12.2011 kl. 22:05
Svo á ekki að sakfella höfuðpaurinn á bak við allt plottið, Karl Wernersson og föður hans Werner Rasmusen, sem breyttu eignarhaldi Svartháfs, til að geta fengið lán upp á milljarða hjá Glitni og settu bankann á hausinn. Þeim er ekki gert að greiða krónu til baka og yfirvöld sjá til þess, að ekki verði hróflað við fyrirtækjum Karls Wernerssonar, Lyf og heilsu og Apótekaranum. Hann á að fá að halda þeim, sem og bótasjóði Svóvár (12 milljörðum), sem hann stal. Skattgreiðendur skulu greiða tjónið, sem þessi maður hefur valdið þjóðinni að mati Steingríms J. Og enn halda heilalausir Íslandingar að verzla í Lyf og heilsu, Apótekaranum og Skipholtsapóteki, þótt þeir viti að þeir séu að styrkja Karl Wernersson með því. Svo getur þetta sama fólk mætt niður á Austurvöll og barið búsáhöldin sín, til að mótmæla hrunamönnum. Íslendingum er sko ekki við bjargandi. Þeir hefðu betur tilheyrt Dönum áfram.
Stefán (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 22:44
Þarna voru a.m.k. tveir sitjandi þingmenn djúpt involveraðir: Bjarni Benediktsson og Tryggvi Þór Herbertsson.
Líklega kemur fáum á óvart að þeir sitja báðir á þingi fyrir SjálfstæðisFLokkinn, annar er meira að segja formaður hans.
Forveri Bjarna var Geir H. Haarde, en eins og er alkunna var eiginkona hans í stjórn FL Group, einum stærsta hluthafa Glitnis.
Illugi Gunnarsson þingmaður flokksins og fv. aðstoðarmaður fv. formanns Davíðs Oddssonar, var í stjórn eins af sjóðum Glitnis.
Það þarf ekki skyggnigáfu til að sjá trendið.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2011 kl. 23:38
Verður manni flökurt?????
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 06:07
Sakfella höfuðpauranna Stefán?
Til hvers heldur þú að ungu strákarnir hafi verið gerðir að forstjórum?
Fyrir laun sem voru ekkert annað en rán frá hluthöfum?
Drengir sem sátu bara og skrifuðu undir allt sem þeim var rétt?
Og eru allir á leiðinni í steininn?
Jú einmitt svo að höfuðpaurarnir sleppi sem er ekkert nýtt undir sólinni.
Viggó Jörgensson, 20.12.2011 kl. 09:51
Enda eiga þeir allir að hætta Guðmundur.
Það hef ég skrifað margsinnis.
En landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja ekki að flokkurinn stækki.
Þetta eru ellilífeyrisþegar sem ekki þola meiri umsvif.
Viggó Jörgensson, 20.12.2011 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.