9.12.2011 | 14:50
Engin atkvæði út á lokað sjúkrahús. Nægt rými heima hjá Steingrími.
Auðvitað lætur enginn stjórnmálamaður sjá sig þar sem verið er að loka sjúkrahúsi.
Það var því borin von að bæjarfulltrúar í Hafnarfirði færu að láta sjá sig þar, að þakka starfsfólki vel unnin störf.
Og þingmenn hefðu bókað sig snarlega á loftslagsráðstefnu á suðurpólnum frekar en að fá mynd af sér við þetta tækifæri.
Og hvað þá þau Jóhanna mín og Steingrímur.
Enda hefði þá spítalinn verið snarlega opnaður aftur til að leggja þau þar inn. Á lokaða deild.
Heldur hefur mér nú sýnst um daganna að fólk sem tekið er að kasta mæðinni, eftir ævistarfið.
Hafi í sínu héraði farið að mjaka sér í átt að heilsugæslu og sjúkrahúsum.
Bæði út af hækkandi aldri og heilsubresti. Trúi ekki öðru en að fleiri hafi áttað sig á þess en ég.
Og því miður verður landsbyggðafólk oft að flytja hreinlega á höfuðborgarsvæðið af heilsufarsástæðum.
Og þá hefði kannski einhver ályktað að mest væri framboðið af stofnanarýmum þar sem sjúkrahúsin eru staðsett.
En ó nei. Svoleiðis sjónarmið eru bara vitleysa. Fólkið á að gefa upp öndina þar sem þingmennirnir ákveða.
Samkvæmt vef landlæknisembættisins eru nýjustu upplýsingar frá árinu 2008.
Á höfuðborgarsvæðinu eru stofnanarými 107 á hverja 1000 íbúa. Sjúkrahús í Reykjavík.
Á Suðurnesjum eru stofnanarými 81 á hverja 1000 íbúa. Sjúkrahús í Keflavík.
Á Vesturlandi eru stofnanarými 174 á hverja 1000 íbúa. Sjúkrahús á Akranesi og í Stykkishólmi.
Á Vestfjörðum eru stofnanarými 143 á hverja 1000 íbúa. Sjúkrahús á Ísafirði.
Á Norðurlandi vestra eru stofnanarými 163 á hverja 1000 íbúa. Sjúkrahús á Blönduósi og Sauðárkróki.
Á Norðurlandi eystra eru stofnanarými 156 á hverja 1000 íbúa. Sjúkrahús á Akureyri og Húsavík.
Á Austurlandi eru stofnanarými 148 á hverja 1000 íbúa. Sjúkrahús á Norðfirði.
Á Suðurlandi eru stofnanarými 185 á hverja 1000 íbúa. Sjúkrahús á Selfossi og í Vestmannaeyjum.
En sums staðar er svo meiri myndarskapur á þessu.
Þannig eru stofnanarými á Langanesbyggð 383 á hverja 1000 íbúa.
Og eru aðeins tvö sveitarfélög á landinu með myndarlegra framboð, þó að þar séu að vísu engin sjúkrahús.
Og fyrir einskæra tilviljun er jú kálgarðurinn þar sem Steingrímur J. Sigfússon sleit gúmískónum einmitt þarna við Langanesbyggð.
Það vantar að vísu nokkuð upp á gleðina.
Nei það vantar ekki kálmaðk eða maðka í mysuna.
En fagmenntað starfsfólk fæst ekki með nokkru móti þarna út við ysta haf.
Hjúkrunarfræðingar tolla ekki stundinni lengur og það ekki einu sinni þó að þær fái titilinn hjúkrunarforstjóri.
Titill sem ekki er einu sinni til á Landspítalanum lengur.
En þetta er jú heimasveit aðalritarans.
En ómenntað starfsfólk reynir sem best það getur að tína til lyf og pillur í vistmennina.
Að vísu þarf að senda einn og einn með bláum ljósum inn á Akureyri en það eru bara byrjunarörðugleikar.
Er hafa varað í þessi ár síðan að Steingrímur kom færandi heim þetta myndarlega hjúkrunarheimili.
En vistmennirnir geta teygt vel úr sér.
Eitthvað annað en þau á göngunum á sjúkrahúsunum.
Það er rétt hjá þingmönnunum og Steingrími að spyrja aldrei ráða þá sem vit hafa á málunum.
Það þýðir bara meira röfl og að þá væri ennþá fjóshaugurinn gamli þar sem hjúkrunarheimilið hans bíður heima í sveit.
Neitaði að yfirgefa spítalann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2011 kl. 17:12 | Facebook
Athugasemdir
Heilbrigðis-, menntaþjónusta sem og velferðarþjónust, vegagerð og annað er fjármagnað í gegnum skattheimtu. Skatttekjur duga ekki ekki fyrir útgjöldum og vöxtum og fyrir þessu er tekið lán.
Ég er ekki að verja þessa ríkisstjórn en þeir sem ekki vilja skera niður, vilja ekki hækka skatta (heldur lækka þá), vilja auka á framkvæmdir ríkisins (..!!) sem og vilja auk þess að ríkið komi hjólum atvinnulífsins af stað (... fyrir lánsfé) eru í raun þeir sömu sem hér juku ríkisumsvif um 33% að raunvirði á hvern einstakling, fjölguðu ríkisstarfsmönnum um 27% á sama tíma. Klíkuvæddu samfélagið sem endaði í algjöru hruni.
Því miður er ekkert vitrænt í neinum svokölluðu tillögum bæði Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna enda er þetta samið í flýti af PR fólki sem segir fólki hvað það vill heyra.
Það er ekki hægt að búa til hagvöxt með arðlausum ríkisframkvæmdum á lánsfé það er eins og að pissa í skóna sína. Íslenska örhagkerfið er læst inn í varanlegum gjaldeyrishömlum og reglugerðarverkið gerir það að það verður enginn hlutabréfamarkaður enda eru minnihlutahluthafar réttlausir og ENRON líkt svindl löglegt.
Menn hafa verðfellt hagkerfið og það er engin aukinn verðmætasköpun og þungar greiðslur erlendra lána næstu árin meðan hagkerifð verður læst inni í fjötrum gjaldeyrishafta og það skiptir ekki máli hvort hér stýra kommar eða hægrimenn þetta dröslast áfram í áratugalöngu hokri.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 15:42
Alveg er ég sammála heildarmyndinni hjá þér Gunnr.
Og þar var minn punktur í þessum pistli.
Það er alger spilling og sóun á almannafé að setja niður
stofnun norður við ballarhaf í hlaðinu hjá einhverjum þingmanni.
Þar sem það hentar engan veginn né að þar sé hægt að fá
viðeigandi starfskrafta.
Og þetta lýsir prýðilega vænhæfni þingmanna okkar
og spillingu.
Voru þeir ekki örugglega allir sammála þingmennirnir fyrir norðan
um þessi Siglufjarðargöng.
Aldrei til eilífar munu þau borga sig fyrir þjóðarbúið.
Öfugt við t. d. Hvalfjarðargöng eða Borgarfjarðarbrúna.
Hreppapólitíkin og heimskan eru bara ekkert að gefa eftir.
Framsóknarflokkinn á bara snarlega að leggja niður
enda stendur hann ekki fyrir neitt.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf alls herjar skúringu ef hann ætlar ekki að
enda sem venjulegur lítill íhaldsflokkur sérhagsmuna.
Hann er það nú reyndar nú þegar.
30% fylgi af þeim 50% sem gefa upp afstöðu sína er jú 15% fylgi.
Að stjórna þurfi með höftum er auðvitað ömurlegt.
En hvað gerist ef þau verða afnumin snögglega?
Hvað eru þá miklar líkur á að krónan hrynji þá annað eins í viðbót.
Við þetta veiðimannaþjóðfélag.
Högum okkur alltaf eins og engin sé morgundagurinn þegar vel árar.
Frelsið er kannski bara ekki tímabært.
Eða er það að sjá?
Nú hef ég að vísu ekki skoðað Haga bókhaldið.
En með þeim fyrirvara, þá spyr ég,
hvort sama hringekjan sé ekki komin aftur í gang og fyrir hrun?
Og af hverju fjárfesta þeir kaupendur ekki í álveri?
Þannig að við ættum loksins álverin sjálf?
- Eða voru þetta útlendingar?
Eða þá einhverju meira verðmætaskapandi en verslun?
Og þá einnig spurning hvort við kunnum ekkert nema að hokra?
Viggó Jörgensson, 9.12.2011 kl. 19:06
Raunar eru Íslendingar í slæmri stöðu en ekki vonlausri. Því miður hjálpar ástandið í hagkerfi heimsins okkur ekki.
Vandamálið er margþætt. Grundvallarforsenda fyrir erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu er að það sé óheft fjármagnsflæði. Það að byggja upp eithvað úr engu er nánast vonlaust, þegar hvorki fjármagn né þekking er til staðar og augljóslega vill engin hætta sínu fé með að pumpa því inn í míkróhagkerfi Íslands með ofmetna íslenska krónu enda vita allir að ef gjaldeyrishöftunum sleppir munu flestallir flýja með sitt fé út úr íslenska hagkerfinu sem gæti nánast lagst saman. Raunar er hægstærðin um 3% af hagstærð Noregs meðan Noregur stækkar minkum við (í öllum mælikvörðum öðrum en útvatnaðri íslenskri krónu.)
Það gegnsýrir alla umræðu á Íslandi er hversu ríkið á að vera miðpunkturinn í öllu og því miður verður svigrúmið ákaflega, skatttekjurnar verða um 450 miljarðar meira verður ekki hægt að kreista út úr hagkerfinu og dugir fyrir vöxtum erlendra lána, heilbrigðis, menntaútgjöldum, eftirlauna, ororkubótum, löggæslu og vegakerfinu og beinni og óbeinni byggðastefnu og niðurgreiðslum landbúnarafurða (sem menn geta valið að flytja til erlendis. Það verður ekkert svigrúm til neins annars en að búa til ramma undir heilbrigðara efnahagslífs.
Ef við fáum annan gjaldmiðil en það er að renna upp fyrir flestum að krónan er í raun ávísun á ævilöng gjaldeyrishöft og það sem fyrst virðis þægileg leið er í raun leið fátæktar og einangrunar en þá leið geta íslendingar valið.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 08:54
Sæll aftur Gunnr og þakka þér kærlega fyrir pistilinn.
Fyrstu málsgrein þinni er ég algerlega sammála.
Í annari málsgrein þinni er ég sammála þessu með fjármagnsflæðið
og hef haldið þessu sama fram og þú að krónan sé ofmetin
og að hér geti orðið annað hrun, verði höftunum svipt af í einu vetvangi.
Stiglitz sagði okkur, árið 2001, að skattleggja slíka flutninga til að tempra þá.
En út af þessari umræðu allri um erlenda fjárfestingu.
Geta íslenskir lífeyrissjóðir virkilega ekki fjárfest innanlands í einhverju uppbyggilegu, öðru en Högum???
Í þriðju málsgrein þinni er ég auðvitað sammála þér og hef margsinnis skammast yfir
kommúnista viðhorfum ríkisstjórnarinnar til atvinnuuppbyggingar, þar sem ekki skal virkja eða byggja stóriðju,
heldur skuli menn rækta rabbabara og kartöflur í garðinum sínum og tína hundasúrur i haganum.
Ég skil síðustu setningu þín þar svo, að þú hafir ætlað að segja að það verði á ekki svigrúm til að búa til ramma undir heilbrigðara atvinnulíf ?
Í fjórðu málsgrein kemur þú inn á mál sem ég hef hugleitt lengi án niðurstöðu.
Vegna okkar einsleita atvinnulífs þar sem sjávarútvegur og útflutningur hans var í forgrunni.
Tókst okkur lengstum að halda uppi fullri atvinnu með rangt skráðu gengi innanlands.
Gengi sem var svo fellt eftir því hvernig þessi aðalatvinnugrein gekk.
Dr. Benjamín H. Eíríksson lýsir því hvernig hann sat öll jólafrí til að reikna út leiðréttingaruppbætur til
sjávarútvegsfyrirtækja og hvernig þeim skyldi svo skipta á milli.
En vegna smæðar verður efnahagslíf okkar kannski alltaf svona svakalega sveiflukennt.
Við erum bara svo háð ytri aðstæðum, aflabrögðum og svo framvegis.
Og ef við tökum upp annan gjaldmiðil við slíkar aðstæður, sé ég ekki annað en að hér verði
viðvarandi atvinnuleysi sem er þá allt annað þjóðfélag en var hér. Vill þjóðin það?
Íslendingar brutustu á síðustu öld upp úr fátækt og einangrun með þessa krónu sína,
þrátt fyrir allt.
Evrópusambandsaðild og upptaka á evru er að minnsta kosti ekki svarið.
Norska krónan og sameining við Noreg væri nær lagi.
Evrópusambandið ætlar okkur að greiða að minnsta kosti 7 miljarða á ári í hýtina í austur Evrópu.
Það er eina ástæðan fyrir því að þeir vilja okkur inn.
Ég vil eyða þessum 7 miljörðum í atvinnuuppbyggingu og fólkið okkar hér heima.
Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 15:40
Þú gleymir að nefna nokkur mikilvæg atriði sem voru forsenda þess að við komumst út úr "moldarkofunum" og úr þeirri fátækt sem í raun einkenndi íslenskt þjóðfélag fram að stríði.
Íslendingar græddu á stríðsátökunum í Evrópu á og eftir seinni heimstyrjöldina. Reykjarvíkurflugvöllur var í raun gerður af Bretum og skúrabyggingar/braggarnir hjálpuðu við að leysa ákveðna neyð vegna húsnæðisskorts. Ofurhá verð á fiskafurðum, sjómenn hættu lífinu en útgerðarmenn græddu.
Síðan og ekki síst fékk engin þjóð nærri ens hlutfallslega há Marshall aðstoð og Íslendingar. Það var notað til að byggja upp Sognsvirkjun, Laxárdalsvirkjun, Áburðarstöðina í Gufunesi, Sementsverksmiðjuna á Akranesi, Álafoss og ullariðnað, uppbyggingu hraðfrystihúsa og uppbyggigu togaraflotans og kaup á dráttavélum ofl. ofl.
Keflavíkurflugvöllur og samgöngur samt og margt annað.
Þessi draumur um að fá norska krónu er í raun raunveruleikafyrrtur, það er ekki valkostur, það er búið að segja nei, eina leiðin er það að Ísland verði hreinlega innlimað inn í Noreg og Ísland verði fylki í Noregi og höfuðborgin verður Ósló. Það verður enginn íslenskur forseti og norska verður opinbert tungumál og það verður utan við ESB í þeirri mynd sem nú er. Væntanlega er hægt að semja um einhverja sjálfstjórn en Noregur með 5 miljónir fer létt með að gleypa Ísland með 300 þús ef það væri meirihlutavilji íslensku þjóðarinnar. Það væri norsk króna, norski seðlabankinn, hér væri Nordea og DnB fólk fengi borgað í íslenskum krónum.
Ef við viljum draga okkur út úr EES er það sjálfgefið og enginn hindrar okkur í því en viðbúið að það mun auka á vandræðin við að fá erlenda fjárfestingu inn í landið.
Einangrunar- og sjálfsþurftarbúskapur á 300 þús manna eysamfélagi er ávísun á fátækt og gríðarlegan fólksflótta.
Það er engin "Marshall" aðstoð í boði. Þjóðfélagið, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, einstaklinger eru skuldum vafin og svigrúmið er lítið.
Gunnr (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 11:32
Dr. Benjamín lýsti þessu öllu vel, þannig að ég var ekkert búinnn að gleyma þessu.
Ég veit vel að Norðmenn höfðu ekki áhuga á að við tækjum upp íslenska krónu.
Og ég hef heldur ekki sérstakan áhuga á að við sameinumst Noregi.
En sé það niðurstaðan að við getum ekki verið sjálfstæð þjóð vegna smæðar.
Þá vil ég heldur sameinast Noregi en að verða þræll í Sambandsríki Evrópu; ESB.
En hver er að segja að við ættum að draga okkur út úr EES ???
Engan hef ég séð eða heyrt sem leggur það til.
Og ekki veit ég til að ESB sé að biðja um það.
Við erum bara langt best sett í EES og utan ESB.
Þannig að ég skil því ekki hvernig þessar þrjár síðustu setningar þínar koma inn í málið.
Viggó Jörgensson, 11.12.2011 kl. 20:58
Sæll aftur,
Erkominn langt út fyrir efni þráðarins og afsaka það.
Saga Benjamíns J Eiríkssonar er hin merkasta hann skipti um línu og sá það að efnahagsstefna ráðstjórnarríkjanna gekk ekki upp.
Vill bara benda á það að sem aðili að EES þá höfum við tekið upp meginhluta af lagasafni EBS (margir rugla saman reglugerðum og lögum en hér tala ég um lög) án þess að fá um neitt ráðið. Eftir endurskoðunina 2003 á EES samningnum er þetta í raun allt annar samningur en það sem Jón Baldvin og kó skrifuðu undir og þar skuldbindum við okkur skv. því sem þú raktir hér á undan. Ef við stöndum ekki við skuldbindingarnar verður okkur augljóslega kastað út.
Eitt af grundvallaratriðum samningsins er fjórfrelsið þar á meðal frítt fjármagnsflæði sem við brjótum augljóslega EES með að hafa gjaldeyrishömlurnar og gengismúrinn og við losnum ekki við það með krónunni enda kemst krónan aldrei á flot. Það eru neikvæðir raunvextir eins og staðan er í dag og ekki einu sinni þá er fjárfesting í gangi hér.
Varanlegar gjaldeyrishömlur gera það í raun að við getum ekki fullnægt skilyrðunum aðildar.
Það eru fjórir möguleikar í stöðunni.
1. Að fara í ESB og fá þar Evru eða afkomenda hennar og vera í skjóli Seðlabanka Evrópu (það er margt óljóst um þetta) og við erum í raun miklu fjær Mastricht samkomulaginu nú en áður, ríkið skuldar nú væntanlega yfir 120% af BNP og eitt af skilyrðunum var undir 60% og ólíklegt sé að það sé slakað á þessu.
2. Að ganga Noregi á hönd og verða fylki í Noregi. Gefa sjálfstæði upp á bátin fá norska krónu, norska seðlabanka og verða í raun Norðmenn með ákveðnu sjálfstæði og það væri pólitískt hægt. Við fengjum gríðarlega efnahagsaðstoð og þetta myndi fjárhagslega verða hagkvæmt flestum nema ákveðnum hluta útgerðaraðalsins og klíkuaðalsins. Íslensk lögfræðingastétt yrði gerð valdalaus þar sem hér yrðu í raun tekin upp norsk lög.
3. Að verða fylki í Kanada er óhagstæðara en Noregur en tækjum þá upp Kanadadollar.
4. Böslast áfram á krónnni og reyna að halda okkur innan EES.
Þjóðfélagið hefur ekki efni á að skipta einhliða um gjaldeyrir (dollar, eða annað).
Gunnr (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 21:54
Fyrir utan nokkur lagatækniatriði og smáatriði,
þá er ég bara sammála þér.
Og vel Noregsleiðina.
Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 01:20
Og þakka þér kærlega þetta skemmtilega spjall.
Við erum óþægilega háð ytri aðstæðum sem gera það að verkum að hérlendis er ekki hægt að gera neinar
fjárhagsáætlanir eða framtíðaráætlanir, hvorki fyrir þjóðarbúið, atvinnulífið eða einstaklinga.
Þetta er bara of lítið.
Nema til að reka með höftum og skömmtum.
Við virðumst ekki þola neitt frelsi ennþá.
En ESB er ekki lausnin, andskotinn sjálfur.
Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 01:25
Svo má spyrja hvort við ættum að sameinast Grænlandi og Færeyjum?
Eru menn ekki að grafa upp gull, demanta og bráðum olíu upp í Grænlandi.
Við höfum yfirbyggingu sem þá vantar?
Viggó Jörgensson, 13.12.2011 kl. 01:26
Sæll aftur,
Hvað höfum við íslendingar fram að færa í þessu sambandi við Grænland eða Færeyjar? Við sem höfum ekki efni á að halda úti Landhelgisgæslu eða björgunarþyrlum fyrir Ísland. Væntanlega eru þeir betur settir með danska stjórn og varla getum við yfirboðið Dani. Ætli Færeyingar og Grænlendingar vilji yfirtaka íslenska kvótagreifakerfið? Eða þá hver ætli gjaldmiðillinn verði? Evrubundnar danskar krónur?
Get ekki beint séð hvað við höfum í raun að bjóða sem ekki verður yfirboðið af öðrum. Raunar hafa íslendingar löngum litið niður á þessa næstu nágranna okkar sem og raunar Norðurlöndin öll, fram að hruni og raunar eru flestir búnnir að gleyma því að það eru 3 ár síðan tárvot ríkisstjórn Íslands lág á hnjánum til að fá neyðaraðstoð þar sem landið var að stöðvast vegna gjaldeyrisskorts og það var neyðarlán úr Seðlabönkum Norðurlanda sem í raun hindraði algjört hrun hér. Það var meðal annasrs óttast um olíuskort og annað en það voru Norðurlöndin sem skröpuðu saman fé fyrir AGS/IMF áætlunninni og farið var með okkur með silkihönskum. Raunar hef ég heyrt það að lánið frá Póllandi var í raun norskir peningar enda fá Pólverjar mikla aðstoð frá Noregi og eru samskiptin mjög náin.
Það var í litlu farið að ráðleggingum norrænu ríkjanna sem ráðlögðu að fara straks í niðurskurðarfeli hins opinbera, 2009 var ár algjörs aðgerðarleysis í þeim efnum. Síðan var okkur ráðlagt að flytja fyrirtæki út úr bönkunum í sérstakan sjóð til að brengla ekki samkeppni við annað atvinnulíf ofl. ofl.
Ég get ekki séð fyrir mér að Ísland verði hluti að ESB en mikilvægt að samningaviðræðunum verði lokið og þjóðin taki ákvörðun og þá eru tveir kostir í stöðunni. Að halda áfram á íslensku krónunni með gjaldeyrishöftum (væntanlega permanent) og skertum lífskjörum og viðvarandi fólksflótta. Það hefur verið talað um það í 3 áratugi að það þurfi að bæta raungreinamenntun og byggja upp þekkingu en mannauði er sóað í laganám og viðskipta/hagfræðinám enda eigum við heimsmet í fjölda þessa fólks. Þetta 300.000 manna eyþjóð menntar lögfræðinga í 4 svokölluðum háskólum og væntanlega næstum 1000 manns árlega í viðskipta-/hagfræðitengdu námi og fyrir utan gjörsamlega vonlausan markað á Íslandi er nánast hlegið að þessu fólki með íslensk pungapróf úr einhverjum kennslustofnunum á Íslandi. Sá einhvers staðar að HR er númmer fimþúsund og eitthvað af sjöþúsund háskólum heims og HÍ númmer sex hundruð og eitthvað og hengur þar uppi á læknadeild og jarðfræði/jarðeðlisfræði.
Gunnr (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.