7.12.2011 | 17:04
Hvað eru menn að spyrja um það sem er leyndarmál ?
Og hvað eru þessar strákaskammir, Bjarni og Sigmundur, að láta gamla og fótaveika konu.
Marg skakklappast upp í ræðustól til að svara einhverju sem aldrei stóð til að svara neinu.
Þetta er svo mikið leyndarmál að frúin man varla til að Árni Páll sé í ríkisstjórninni.
Og fljótlega ekki að hann hafi nokkurn tíma verið þar.
Svona eins og leynimakkið um kaup og ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann.
Þá var það vart að frú Jóhanna kannaðist við þennan Má.
Og frétti nánast hjá fjölmiðlum að Már væri kominn í Seðlabankann.
Og Guð komi til, að hún hafi þá heyrt eitthvað af launakjörum hans.
Bara ALDREI. Vissi sko ekki hvaðan á hana stóð veðrið yfir öllum þessum spurningum.
Ja var það nema von?
Seinna var svo upplýst á bakherbergisfundi í Samfylkingunni.
Að það var bakaradraugurinn á Bessastöðum sem samþykkti launin hans Más.
Ekki nein vofa í stjórnarráðinu eins og menn héldu.
Þingmenn og fjölmiðlar komnir fram úr sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Athugasemdir
Láttu ekki svona Viggó!! það mikill kuldi úti og blessuð Frúin er orðin þunnhærð og þegar svo er getur frostið stöðvað það sem kann að vera í Höfðinu og það getur tekið mis langan tíma að þiðna...
Vilhjálmur Stefánsson, 7.12.2011 kl. 17:18
Að Vilhjálmur
frú Jónína hafi gleymt að setja á þessa elsku húfuna?
Viggó Jörgensson, 7.12.2011 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.