Bönkunum er skítsama um fólkið í landinu.

Bankarnir eru ekkert að hugsa um viðskiptavini sína yfirleitt.

Ekki hikað við að vaða yfir viðskiptavini sína, telji þeir það henta.

Aldrei hafa þeir til dæmis samið við lögmannsstofur um afslátt fyrir viðskiptavini sína.

Það er þessa nokkru sem hafa lent í vanskilum, t. d. undanfarin ár.  

Þá er ekki uppi sá fagurgali sem er í auglýsingum bankanna. 

Þannig gaf t. d. dómstólaráð út viðmiðunarreglur um málskostnað er dæma skyldi í innheimtumálum.

Lögmannsstofur bankanna eru alltaf að nota þar sömu formin á innheimtubréfum og stefnuskjölum.

Ritarar lögmannanna útbúa þessi skjöl í þúsundavís og senda lögmennina með þau í héraðsdóm. 

Aldrei hefur það hvarflað að nokkrum banka að semja um afslátt á þessari verksmiðjuinnheimtu fyrir viðskiptamenn sína.

Þeir borga allir fullan prís.

Og svo svindla sumar lögmannstofur þar að auki og bæta við kostnaði við að fara með stefnuna héraðsdóm.

Þó að dómstólaráð segi það innifalið í tildæmdum málskostnaði.

Ríkisstjórnin var með eina blekkingu, af mörgum, nú eitt árið eftir hrun.

Blés í lúðra og sagðist hafa sett hámark á innheimtukostnað svo að færri færu nú til Noregs.

En þetta var blekking eins og allt annað á þeim bænum.

Gilti um svokallaða fruminnheimtu og milliinnheimtu en ekki löginnheimtu. 

Ekki um lögmenn sem ekki kunna annað en innheimta hjá þeim er liggja í rennusteininum fyrir utan bankanna.  

Eða kunnu það því ritararnir sjá um þetta eins og ég sagði. 

Kappinn Sturla Jónsson sýndi mér svolítið af skjölum á dögunum. 

Þar sem innheimtu lögmenn bankanna höfðu ekki einu sinni nennt að skrifa nafnið sitt sjálfir undir innheimtuskjölin.  

Ritararnir gerðu það eins og annað.   

Sturla er einn af örfáum görpum búsáhaldabyltingarinnar sem ekki hefur gefist upp.

En fær líklega ekki fálkaorðu eins og hinir viðskiptavinir Sérstaks saksóknara; bankastjórarnir.  

Þeir sem skulda eru náttúrulega "...ekki þjóðin..." frekar en þau í Háskólabíó forðum.     

-------------------------------

Þó ég hafi ekki mikið álit á lögmönnum sem eingöngu hanga í innheimtu fyrir bankanna.  

Tek ég skýrt fram að ég hef átt prýðilegt samstarf við á annað hundrað lögmenn um daganna.

Sumir öndvegismenn, aðrir prýðismenn og enn aðrir síðri, rétt eins og í öllum stéttum.

Og svo alveg í sérflokki, kennarinn minn úr lagadeildinni, Lára V. Júlíusdóttir.

Sem kenndi mér sifjarétt á fyrsta ári í lagadeild HÍ og samningarétt á öðru ári.

Og tók, fyrir mig, að sér mál sem hún sagði "...alveg borðleggjandi..."

Greiddi þeirri frómu frú kr. 160.000. en aldrei heyrt í henni meir.

Það var leitt, eins og þetta var skemmtileg kona eins aðrir nemendur vita.   

Frétti svo af frú Láru í ferð með lögfræðingafélaginu á Indlandi.

Guði sé lof að hún var þá heil á húfi og peningarnir hjá bágstöddum. 

Næst heyrði ég svo af þessari stofuprýði lögmannastéttarinnar í vinnu hjá forsætisráðherra.  

Það fannst mér vel við hæfi.   

Svona sætar og blíðar konur með klassa sem alla langar í.  

En ekki einhverjar bráðómerkilegar snobbhænur eða pakk að leika yfirstétt og fínar frúar.

Það er mestur munurinn.        


mbl.is Sturla boðaður til sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Bankar og fjármálastofnanir eru glæpafyrirtæki, bankastjórar og lögmenn bankanna þjófar og allir aðrir starfsmenn banka og fjármálafyrirtækja eru samsekir í gripdeildum, lygaþvælu og beinum þjófnaði bankanna frá þeim sem þeir kalla viðskiptavini en kallast á réttri íslensku fórnarlömb skipulagðrar glæpastarfsemi. Svo einfalt er það.

corvus corax, 7.12.2011 kl. 08:33

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Krummi.

Þó held ég að skúringarfólkið sé sómafólk.

Enda útlendingar.

Viggó Jörgensson, 7.12.2011 kl. 11:15

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

.... fólkið í landinu er skítsama um sjálft sig og þess vegna vaða bankarnir uppi ...

Óskar Arnórsson, 7.12.2011 kl. 22:47

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

það er hluti af vandanum Óskar, rétt eins og þeir sem þjóðin kýs á þing... 

Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband