Viðunandi fyrir fólkið í landinu eða skilyrði ESB ?

Það er nánast súrrealískt að heyra gamla kommann Steingrím J. Sigfússon segja það grundvallaratriði.

Að gæta að miklum hagsmunum banka og stórfyrirtækja.

Það var honum efst í huga þegar hann dró saman ganginn við fjárlagagerðina. 

Skyldi kvöldkaffið ekki hafa hellst niður hjá einhverjum í VG ?

Sem héldu að VG væri einhver útvörður fyrir velferðarkerfið í landinu.

Sem hugsaði um fólkið í landinu, við fjárlagagerðina, en ekki skilyrði þau sem ESB setur.

Auðvitað er það grundvallaratriði í þjóðfélaginu að atvinnulífið sé sem blómlegast.

En það á þó fyrst og fremst við fyrirtæki í verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun.

Ekki stór fyrirtæki frekar en lítil og alls ekki sníkjudýr á þjóðarlíkamanum eins og bankar.

Það er þó vissulega einnig nauðsynlegt að bankar standi traustum fótum og hafi hæfilegan hagnað.

En að heyra, af öllum, Steingrím J. Sigfússon bera hag bankanna á hægra brjóstinu er stórkostlegt. 

Það var nefnilega maður sem líka hét Steingrímur J. Sigfússon er fyrir fáeinum misserum.

Taldi að bankar væru eiginlega uppfinning andskotans og að allir þar væru hans árar.  

Og enn einn hét á árum áður Steingrímur J. Sigfússon er var í Alþýðubandalaginu gamla og skrifaði í Þjóðviljann sáluga.

Og þar voru nú stórfyrirtæki ekki beint í hávegum höfð, frekar en heildsalar, mogginn og íhaldið.     

En þessi Steingrímur kýs líklega Sjálfstæðisflokkinn og LÍÚ.

Þau eru heppin þar.   


mbl.is Viðunandi heildarniðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband