5.12.2011 | 20:32
Það þarf aðra skýrslu um núverandi eigendur bankanna.
Af hverju seldi ríkisstjórnin andlitslausum og óþekktum aðilum tvo af íslensku bönkunum á gjafakjörum?
Eitt af öllu sem ríkisstjórnin hefur svikið er loforðið um opna stjórnsýslu og engin leyndarmál.
Sem varð lokuð stjórnsýsla þar sem allt er leyndarmál ef hægt er.
Af hverju fær þjóðin ekki að vita hverjir eiga bankanna sem fengið hafa veiðileyfi á fólkið í landinu?
Til dæmis hvort það séu sömu glæpamennirnir í einhverjum vogunarsjóðum.
Sem sífellt gerðu aðsúg að íslensku krónunni, og þar með þjóðinni, til að hagnast með þeim aðferðum.
Þeim aðferðum sem alls staðar ættu að vera bannaðar og stranglega refsiverðar hjá siðuðum þjóðum.
Að hægt sé að kaupa sér tryggingu fyrir því að einhver fari á hausinn.
Og græða svo á því að koma honum á hausinn er bara aðferð sem hvergi á að líðast.
Hvað þá að alþjóðlegir glæpamenn geti leikið sér þannig að hagkerfi heillar þjóðar.
Og alþjóðasamfélagið sem við tilheyrum. Evrópusambandið eða löndin í Norður Ameríku.
Virðast bara engan áhuga hafa á því að uppræta þennan ósóma.
Ekki við að búast af Bandaríkjamönnum.
En að Evrópusambandið blessi aðferðir eins og það sóðalegasta í afleiðuviðskiptum, skortsölu o. s. frv.
Sýnir best að það eru glæpamennirnir sjálfir sem stjórna þessum löndum Evrópusambandsins og því sjálfu.
Jón Baldvin ætlar áreiðanlega að leggja höfuðáherslu á að það voru bankareglurnar frá ESB sem komu okkur í hrunið.
Fáránlegar reglur sem leyfðu pínulitlu landi að vera með risastórt bankakerfi.
Sem stjórnlaust þandist út þar eð engar reglur fylgdu til að halda aftur af því.
Þannig að á endanum botnaði enginn neitt í neinu.
Hvorki bankamennirnir, fjármálaeftirlit, seðlabanki og hvað þá landstjórnendur.
Og ein stofnun mátti ekki vita það sem hin vissi, þannig að á endanum vissi enginn neitt um heildarstöðuna.
Nema þeir sem notuðu þessar ónýtu reglur ESB til að tæma bankanna að innan.
Fóstursynir Samfylkingarinnar sem fjármagna enn, bæði hana og stefnumál hennar.
Námskeið um Rannsóknarskýrsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þer þettað er bara enn ein sýndarmenskan og skrumið sem fylgir þessum kratafíflum sem bera hér höfuðábyrgð ásamt Evrópusambandinu!!
Örn Ægir (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 21:21
Er þetta svona einfalt?
Einfaldar skýringar hentar kannski þeim best sem vilja ekki kafa dýpra í orsakir hrunsins. Bönkunum var á vissum tímapunkti ekki unnt að bjarga öllum sökum skulda.
Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2011 kl. 21:29
Þakka þér Örn Ægir fyrir hönd aðstandenda.
Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 21:45
Heildarmyndin er svona einföld Guðjón Sigþór.
Og nákvæmlega rétt að þegar bankarnir fóru yfir ákveðna stærð, var ekkert hægt að gera.
Af því að þeir áttu ekki gjaldeyri.
Þeir voru búnir að lána hann til langs tíma.
Og treystu á að þeir gætu fjármagnað gjaldeyri sinn í stuttum lánum á millibankamarkaði.
Og eins og Stiglitz nóbelsverðlaunahafi, stafaði ofan í Seðlabankann, árið 2001.
Þá hrynja bankar í kreppum sem myndast þegar slíkar skammtíma lánalínur lokast.
Alveg nákvæmlega það sem gerðist í Asíu um okkar daga.
Sem sagt þegar viðkomandi seðlabankar eru orðir of litlir eða bankakerfið of stórt
til að seðlabankinn geti lánað bankakerfinu gjaldeyri.
Þannig að ég er sammála þér. Kafaðu dýpra.
Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.