5.12.2011 | 18:56
Ættu að borga tvöfalt. Lúxus að vera laus við RÚV.
Mikið eiga blessaðir bændurnir gott að ná ekki ríkissjónvarpi ríkisstjórnarinnar.
Og geta því heldur varið tímanum til að lesa heimsbókmenntir eftir helstu hugsuði mannsandans.
Eitthvað annað en skipulagða forheimskun.
Þar sem vitlausir fréttamenn taka gagnrýnislaust við lygaþvættingi frá ennþá vitlausari stjórnmálamönnum.
Þó eru bændurnir svo óheppnir að ná útvarpinu.
Eins og ég var t. d. áðan, of seinn að loka fyrir útvarpið í bílnum.
Þar sem þorpsfíflið á Siglufirði var að bjóða Kínverjanum Nubo að fleka sjálfa fjallkonuna ef hann vildi líta svo lágt.
Svo mætti hr. Nubo haga sér eins og Haraldur Noregskonungur hárfagri.
Sem aldrei fór fram hjá bæ, án þess að líta við og fara upp á heimasætuna.
Þetta er mikill höfðingi Kristján L. Möller og gestrisinn, þó hann sé auðvitað fífl.
En þó ekki vitlausari en svo.
Að hafa út úr þjóðinni sjö miljarða göng til Siglufjarðar fyrir þessi 700 sem þar búa í alvöru.
Eða eru það hinir sem eru fíflin að hafa látið það viðgangast???
Er daglega sitja svo þúsundum, eða tugþúsundum saman, fastir á Miklubrautinni í Reykjavík???
Um 80 sveitabæir ekki með RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Athugasemdir
Ekki er ég nú alveg sammála þér , Viggó !
Eins og þú væntanlega veist , þá er aldrei hægt að gera svo öllum líki , og á slíkt vel við rúv. , mörg hnjóðsyrðin hefi ég heyrt um ævina , jafnvel frá mér sjálfum , en ég er vaxinn upp úr því (eða niður) í dag , í mínum uppvexti var eingöngu útvarpið til að hlusta á , og minnist ég margra kvölda er hlustað var á , t.d. "Ambrose í París" , eða hvað höfum við uppúr því að hnýta í rúv, vilt þú kannske upphefja stöð2 með því , en eins og þú hlýtur að vita , þá "á" hana Yfirglæpamaður Íslands - kannske þú aðhyllist hann .
Hörður B Hjartarson, 5.12.2011 kl. 21:08
Þú áttir heldur ekki að vera sammála mér Hörður.
Stundum notar maður kerskni, ýkjur og útúrsnúning að gamni sínum.
Jafnvel til að æsa menn upp.
Ég er sem sagt bara algerlega sammála þér.
Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 21:42
Ég hef ekki enn komið í stórborg þar sem umferðin er ekki í kássu amk. 2 tímum fyrir og eftir vinnu. Þetta er það sem fylgir því að búa í borg, ef menn vilja komast leiðar sinnar á skemmri tíma þá er um að gera að flytja, t.d. út á land.
Þó svo að hent hafi verið peningum í gat er verið að henda enn meiri peningum í vegakerfi sem vitað er að kemur aldrei til með að anna því sem notendur telja sig þurfa.
Varðandi Ríkisútvarpið vil ég segja eitt; seljið rás2, löngu tímabært og tala nú ekki um þegar skera á niður. Ef fólk vill hlusta á bull og þvaður, þá er nóg af því á öðrum útvarpsrásum.
Sindri Karl Sigurðsson, 5.12.2011 kl. 22:23
Sammála þér Sindri.
Nema að mér finnst Reykjavík ekki enn vera orðin það stór að maður eigi að sitja þar fastur.
Og það sem þarf kostar bara baunir að tiltölu miðað við þetta Siglufjarðarævintýri.
Í ískaldann sólarskertan fjörð fyrir norðan hinn byggilega heim. Nær að aðstoða fólk í burtu.
Og svo ætla þessir snillingar að hafa eina alvöru sjúkrahús landsins á Hringbrautinni.
Það verður þá þokkalegt ef eitthvað háskalegt gerist á háannatíma.
Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.