Árni Páll vitkast. Von að Jóhanna vilji losna við hann.

Frú Jóhanna Sigurðardóttir er ekki lengur fagráðherra.

Er kunni ekkert í stjórnmálum annað en að heimta meiri útgjöld til sinna málaflokka.

Hvar taka átti peninganna varðaði hana aldrei um, enda annarra vandamál. 

Svo verður konan forsætisráðherra án þess að hafa neina kunnáttu en þessa að heimta eitthvað.

Og sjálf að auki algerlega stefnulaus á einhverjum alvarlegustu tímum í sögu þjóðarinnar.   

Og því varð Jón Baldvin Hannibalsson að átrúnaðargoði Jóhönnu.

Hún fann nefnilega gömlu stefnuskrána hans og gerði að sinni.  Án þess að botna þó nokkuð í henni heldur.  

En það var þó allt í lagi, bara að halda áfram í því eina sem hún kunni.   Að heimta og heimta. 

Að þessu sinni að þjóðin færi í einu og öllu eftir því sem Jón Baldvin sagði.

Ganga í ESB og eftir það færi frú Merkel létt með að hugsa fyrir þær báðar.  

Og svo setti frú Jóhanna bara undir sig hausinn og reyndi að tuddast yfir allt sem fyrir varð.

Nú eru það Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason sem skulu jarðaðir í hinu pólitíska feni frúarinnar. 

Árni Páll tók nefnilega upp á þeim óskunda að hugsa sjálfur. Það er nefnilega bannað.  

Úr því að frú Jóhanna getur það ekki, þá mega aðrir það ekki heldur. 

Og alls ekki að fara að botna neitt í neinu.  

Það á frú Merkel að sjá um.    


mbl.is Hurð skall nærri hælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er áreiðanlega mikið til rétt hjá þér. En ég vil þó meina að Árni Páll geti ekki hugsað sjálfur. Eina mögulega skýringin á stefnubreytingu hjá honum (ef um stefnubreytingu er að ræða) er sú að hann er loksins farinn að læra utan að hvað einhver manneskja með viti er að segja og halda fram. Áður lærði hann bara af vitgrönnu fólki.

assa (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 14:14

2 identicon

Er það kannski ástæðan að utanrískisráðherran er eins og bavíani til að vera innundir hjá Jóhönnu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 14:18

3 identicon

Það er áhugavert að hlusta á Ögmund.

Hann er að gefa afslátt af landinu í dag. Ekki gagnrýnir hann sjálfan sig.

Nafnlausir aðilar geta keypt aflandskrónur af Seðlabanka Íslands á afslætti og fjárfest í landinu án þess að nokkur fái að vita það.

Þetta samþykkti meirihluti þingmanna og held ég allir þingmenn VG.

Stefán (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 15:06

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svona vondur ætla ég ekki að vera við strákinn assa. 

Hann getur vel lært. 

En ég er sammála þér um að heppilegra er að hann, eins og aðrir, læri frekar af vitru fólki en vitgrönnu.  

En hvernig á að útfæra það í Samfylkingunni?

Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 17:28

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það gæti verið mín vegna Kristján.

Ég er alveg ólesinn í dýrafræði og dýrasálfræði.

Og skil því ekkert í skoðunum Bavíana, Össurar Skarphéðinssonar eða þeirra ættingjum    

Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 17:31

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þarf að svara þér betur Stefan þegar ég hef kynnt mér 

um hvað þú ert að tala. 

Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband