5.12.2011 | 08:54
Skrautfjaðrirnar hrynja af Steingrími.
Ég var líka á barnsaldri þegar ég hætti að trúa Þjóðviljanum og Alþýðubandalaginu. Um fermingu held ég.
En ég er auðvitað enn með myndirnar uppi við af Stalín, Brynjólfi Bjarnasyni, Svavari Gestsyni og Steingrími J. Sigfússyni.
Svona til að minna mig á vígsluröðina hjá íslenskum kommúnistum, byltinguna og baráttuandann.
Og að lygin hefur andlit.
![]() |
Segir sig úr VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Facebook
Athugasemdir
Hvar hefur þú myndirnar uppi- kannski í ruslageymslunni fyrir ofan tunnurnar með umhverfishættulegum úrgangefnum.
Sólbjörg, 5.12.2011 kl. 10:07
Nei Sólbjört.
Á bakvið skápinn við náttborðið í svefnherberginu.
Að vísu hefur þetta haft þann ókost að konan hefur aldrei þorað í rúmið ein.
Og ekki sofnað nema haldið væri utan um hana.
Kosturinn er þó að við félagarnir búum við barnalán.
Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 11:10
Góður Viggó.
Sigurður Haraldsson, 5.12.2011 kl. 11:37
Já Viggó, björt er ég eins og sól í heiði á sumardegi.
Konan þín hefur fram yfir marga íslendinga að hún hefur gott vit á hvað ber að óttast og varast- þá kumpána. Það hefur greinilega verið þér til gæfu og leitt þig frá villu þíns vegar að þú kynnist henni svona snemma, fljótlega upp úr fermingu, he,he.
Sólbjörg, 5.12.2011 kl. 11:41
Já Sólbjört.
Sú stúlka var alin upp á sómakæru heimili í Guðsótta og góðum siðum.
Þar sem sjálfur Kristur var krossfestur á þilið var ekki boðið upp á Stalín, Steingrím eða Þjóðviljann.
Ekki þótti við hæfi að bæta á raunasvipinn sem var á blessuðum frelsaranum.
Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 13:05
Það er nú frekar smekklaust að hafa félaga Brynjólf uppá vegg með kapítalistunum Svavari og Steingrími. Gamli maðurinn á ekki skilið þessháttar traktéringar.
Jóhannes Ragnarsson, 5.12.2011 kl. 21:18
Það er rétt hjá þér Jóhannes að félagi Brynjólfur var ekki svona ístöðulaus eins og þeir félagar.
Ég skal skammast mín aðeins.
Viggó Jörgensson, 5.12.2011 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.