28.11.2011 | 15:37
Leiga er einnig óheimil til lengri tíma en 3 ára.
Skúli Helgason alþingismaður var rétt í þessu að spyrja innanríkisráðherra, Ögmund Jónasson, á Alþingi.
Hvort Kínverskt hlutafélag gæti fengið að leigja Grímsstaði á fjöllum.
Sorglegt er að sjá að hinn ágæti stjórnarþingmaður Skúli Helgason, hefur ekki einu sinni lesið lögin um málið.
Þau heita lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna.
Leiga er einmitt algengasta formið á afnotarétti.
Og í fyrstu grein laganna kemur nákvæmlega fram að leiga er heimil til skemmri tíma en þriggja ára.
En nákvæmlega sömu lagarök gilda um leigu til lengri tíma og um sölu.
Slíkan leigusamning er ráðherra því algerlega óheimilt að samþykkja.
Hins vegar vaknar spurning hvort fleiri alþingismenn en einn, heiti Skúli Helgason.
Í morgunútvarpi Rásar 2 var í morgun alþingismaðurinn Skúli Helgason er vildi vernda landið fyrir ásælni og yfirgangi.
Og tryggja að auðlindir þess væru þjóðareign.
Auðlindum þjóðarinnar komið í skjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.