20.11.2011 | 15:25
Áfram flokkur forréttinda og sérhagsmuna. Þá vitum við kjósendur það.
Við sem höfum ekkert álit á forystu vinstri flokkanna verðum þá áfram munaðarlaus í stjórnmálum.
Sjálfstæðisflokkurinn kýs að hafa áfram formann og varaformann.
Sem Rannsóknarnefnd Alþingis sagði að hefðu notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bönkunum.
Og þar er áfram alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem fékk sömu einkunn.
Og þar er alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson sölumaður rangrar bankaskýrslu frá árinu 2006.
Og þar eru fleiri sem eiga að vera hættir á Alþingi.
Og svo eru menn hissa á litlu fylgi Sjálfstæðisflokksins.
En það er ég ekki.
Ég þekki heiðbláa sjálfstæðismenn sem aldrei ætla að kjósa flokkinn á meðan ekki er hreinsað til.
Ef allt væri með felldu væri flokkurinn með 50-60 % fylgi í skoðanakönnunum.
En það er ekki allt með felldu.
Bjarni sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei það er ekki allt með feldu svo mikið er víst! Ég mun aldrei kjósa þennan flokk.
Sigurður Haraldsson, 20.11.2011 kl. 17:32
Og þetta fólk hugsar miklu meira um sjálft sig Siggi.
En hagsmuni flokksins síns.
Viggó Jörgensson, 20.11.2011 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.