Ónýtt drasl á siglingu í landhelgi okkar???

Skip í forsvaranlegu viðhaldi eru kölluð að vera í klassa.   Þá er viðhaldið kerfisbundið undir stjórn skipaflokkunarfélaga.

T. d Norsk veritas, Lloyd´s register í London o. s. frv.  (Ships in class.)

Hafi skipaeigandinn ekki efni, eða vilja, til að hafa skipið lengur í stýrðu viðhaldi flokkunarfélaganna.

Er það kallað að skipið detti úr klassa.  

Slík skip falla mjög í verði og enda yfirleitt í svokölluðum þriðja heimi og verða þar að misjafnlega miklu drasli. 

Nú þekki ég ekki þetta tiltekna skip, en spyr mér fróðari menn hvort það sé í klassa? 

Það er nefnilega alvarlegt mál að skip í vafasömu ástandi séu hér á siglingu um lögsögu okkar.  

Hér er hlekkur á Lloyd´s skipaflokkunarfélagið:

https://www.cdlive.lr.org/mainmenu.asp
mbl.is Dráttartaugin slitnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

jahérna hér ... þú getur alveg verið rólegur .. þetta skip er ekki verr sett en sum þau sem hingað koma á vegum td Samherja, HB Granda ... Eimskipa ... Samskipa ... Nesskipa ... Ness ofl ...

ekkert óhugnaleg undir sólinni með þetta skip

ekki nokkur ástæða að fara á límingunum Viggó

Jón Snæbjörnsson, 5.11.2011 kl. 21:01

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Jón. 

Þú telur sem sagt ekkert tiltökumál.  

Að stýrið detti af bátum og skipum hér við ströndina?

Viggó Jörgensson, 6.11.2011 kl. 22:23

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

stýri "detta" bara ekki af skipum Viggó ... þetta er mjög svo óvenjulegt ...

Jón Snæbjörnsson, 6.11.2011 kl. 22:39

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það hélt ég Jón.

Og hverju veldur annað en vanræksla í viðhaldi?

Viggó Jörgensson, 8.11.2011 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband