En Steingrímur er eigandi flokksins.

Steingrímur Jóhann Sigfússon stofnaði Vinstri græna eingöngu utan um sjálfan sig.

Og frama sinn í stjórnmálum.

Barnaleg trúgirni er þetta í flokknum. 

Að halda að Steingrímur ætli eitthvað að hlusta á þau. 

Hann sýndi það, þegar hann gekk í ríkisstjórnina. 

Að hann fór nákvæmlega alls ekkert eftir stefnu flokksins.

Enda er hún bara í plati til að fá atkvæðin. 

Og að þetta sé lýðræðislegur stjórnmálaflokkur er líka plat. 

Það eina sem er ekki plat er að Steingrímur eigi að vera formaður, ráðherra og helst forsætisráðherra. 

Og í sjónvarpinu öllum stundum, án athugasemda frá flokksmönnum, fjölmiðlum eða landsmönnum.

Steingrímur er fyrirmynd þekktrar fígúru sem heitir Ragnar Reykás.

Það grátbroslega er að Ragnari Reykás væri miklu frekar treystandi en Steingrími.

Í VG eins og öðrum flokkum er skínandi gott fólk. 

Til dæmis varaformaðurinn sem er bæði sannsögul, hreinskilin og bráðklár stúlka. 

Aðeins of saklaun ennþá, eins og ungt fólk er stundum. 

En vonandi fer þjóðin að losna við þessa gömlu hraðlygnu og óheiðarlegu stjórnmálamenn.

Eins og Steingrím, Jóhönnu og Össur.  

Það er nægt úrval af betra fólki sem getur og vill segja flokksmönnum og kjósendum satt um áform sín.  

 


mbl.is „Fer ekkert á milli mála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eins manns flokkur? Tæpast. Það sést hins vegar á halelúja samkomu floksins, að það er enn grunnt á foringjalýðræðinu og eftir höfðinu dansa limirnir. Undarlegt samt hve margir , annars ágætir limir, dansa eftir Þistlfjarðarkúvendingnum, án nokkurar gagnrýni á hans störf. Með þessum meðvirknisdansi er nánast allur flokkurinn ekki meira virði en óhreinindi á skó, enda auðburstuð burt í næstu kosningum. Meðan enn tórir "Foringinn og Jóka" í núverandi stjórnarsamstarfi, gellur flokkurinn allur HALELÚJA á flokksþingi. Grátlegt, bara grátlegt. Sama mun gerast seinna í mánuðinum þegar erkifjandinn Sjálfstæðisflokkur heldur sinn landsfund. Halelúja, halelúja....The Owner is always right.

Halldór Egill Guðnason, 2.11.2011 kl. 04:10

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Foringaræði.

Það er ekki skrítið.

Allir sem hafa aðra skoðun eru kerfisbundið flæmdir í burtu og það gildir í öllum flokkum.  

Viggó Jörgensson, 2.11.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband