1.11.2011 | 01:16
Miklu meira en óskiljanlegt.
Í barnæsku las maður um sjóræningja sem voru eitthvað sem átti að tilheyra miðöldum.
Að alþjóðasamfélagið lýði þessi sjórán, ár eftir ár, við Sómalíu.
Er miklu meira en óskiljanlegt.
Kann einhver að útskýra, af hverju þetta viðgengst???Óttast að sjórán margfaldist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er strandgæsla.
Erlend fyrirtæki hafa lengi stundað það að henda úrgangi í Sómalskan sjó auk þess sem það er ekki óalgengt að stórir togarar komi og steli fiski úr Sómölsum miðum.
Sómalskir sjómenn snéru því vörn í sókn.
Svo hafa reyndar stríðsherrar og herská sambönd blandast í þetta til fjármögnunar en í grunninn eru þetta bara sjómenn sem hafa mjög fáa aðra valkosti.
Svo voru sjórán nú algeng langt fram á nítjándu öld og "gullöldin" var á áttjándu. Ekki beint miðaldir það.
F.V. (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 14:54
Þakka þér þessar hugleiðingar F. V.
Um miðjan áttunda áratuginn veiddum við Íslendingar um 400.000. tonn af þorski.
Eftir að menn friðuðu hval, þá hefur veiðin fallið niður í rúmlega 200.000. tonn.
Samkvæmt aðferðafræði Sómala.
Ættu atvinnulausir sjómenn og fiskvinnslufólk.
Að fara að ræna flutningaskip við Íslandsstendur, frá þeim þjóðum sem stóðu að friðun hvals.
Held að við kæmumst ekki upp með það.
Og skil ekki af hverju Sómalar komast upp þetta.
Að ræna flutningaskip ski amkvæmt
Viggó Jörgensson, 1.11.2011 kl. 19:50
Sjórán hafa færst mjög mikið í aukana síðan í denn, reyndar. Sumstaðar við indónesíu er ekki hægt að sigla kænu út á stöðuvatn án þess að sjóræningjar mæti á svæðið. Einhvernvegin.
Þeir eru allir frekar illa búnir, og það er glettilega auðvelt að eiga við þá, tilfelli fyrir tilfelli. (Það er bara bannað að gera það. Með lögum.) Að eiga við vandann frá rótum er snúnara.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.11.2011 kl. 21:38
Þakka þér Ásgrímur.
Rót vandans er áreiðanlega fátækt og stjórnleysi í þessum löndum.
Hafði heyrt fyrir löngu að skútu- og sportbátaeigendur væru ekki öruggir fyrir norðan Venesúela.
Þakka þér þessa viðbót um Indónesíu.
Hvað er nákvæmlega bannað? Það hlýtur að mega koma í veg fyrir að þeir ræni mann?
Svo fremi sem maður beiti ekki meira valdi en þarf?
Annað mál er með þessa þrælvopnuðu stórglæpamenn utan við Sómalíu.
Ráðist ég vopnaður skotvopnum um borð í skip til að ræna því og fólkinu þar.
Þá finnst mér eðlilegt að ég ætti von á því að verða skotinn.
Viggó Jörgensson, 2.11.2011 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.