Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir m. a. þetta um þann sem lést í slysinu:
"...Eftir meðhöndlun á slysadeild dvaldi A næturlangt á gjörgæsludeild.
Daginn eftir var hann færður á legudeild brjóstholsskurðdeildar.
Á þriðja degi sjúkrahúslegu 24. október 2009 var A hress um morguninn en kvartaði um ógleði um miðjan dag og vildi liggja fyrir.
Um kl. 15.40 rofnaði samband A við hjartarafsjá og fannst A 9 mínútum síðar liggjandi á gólfi sjúkrastofunnar í hjartastoppi.
Endurlífgun var reynd án árangurs.
Í málinu hefur komið fram að veigamikil gögn um sjúkrahúsdvöl A hafa glatast og ekki fundist á spítalanum þrátt fyrir ítarlega leit..."
(Lit- og leturbreyting VJ.)
Þessi viðbragðstími, að breyttu breytanda, er eitthvað sem er óskiljanlegt inni á sjúkradeild á hátæknisjúkrahúsi.
Er þetta afleiðing af sparnaði í heilbrigðiskerfinu???
Bar ekki ábyrgð á banaslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2011 kl. 01:23 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Viggó,
Þetta er sérkennilegt mál, hverju sem um er að kenna!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 31.10.2011 kl. 23:37
Blessaður Arnór.
Já, það verður ekki annað sagt, miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem þarna er að hafa.
Okkar frábæru og haukfránu fréttamenn hljóta að upplýsa okkur um málið....
Viggó Jörgensson, 1.11.2011 kl. 01:11
Það er samt nauðsynegt að fá þessa þungaflutninga af vegunum. Ég hef lent í þessu sama og Flosi að fá svona stóran flutingabíl framúr mér sem beygir fyrir mig þegar hann fór aftur á hægri akreinina. Ég var á leifðum hámarkshraða, bæði fyrir mig með minn tjaldvagn og hann með sinn stóra bíl með tengivagn. Við vorum rétt komnir niður af Holtavörðuheiðinni sunnan megin en hann hafði dregið stöðugt á mig á leiðinni niður. Síðan er engu líkara en hann hafi gleymt því aðhann var með tengivagn því ekki vorum við að mæta bíl. Ef ég hefði ekki hægt á mér hefði hann sópað mér útaf þegar hann kom aftur yfir á hægri akreinina.
Það er rétt að taka það fram að ég jók ekki hraðann þegar hann fór framúr nema síður sé. Ég á erfitt með að sjá að ökumaður sendibílsins hafi geta vottað um hraðaaukningu bíls sem komur á mót. Trúlega á vottunin aðeins við um að ökumaður flutningabílsins hafi hafi rétt náð að sveigja yfir á hægri akrein áður en þeir mættust.
Hitt er svo annað að það er með ólíkindum að sjúkraskarár skuli týnast. Á viðbragstímanum kunna hinsvegar að vera eðlilegar skyringar. Maðurinn var tengdur við hjartarafsjá að því er virðist en það er ekki endilega verið að vakta hana enda maðurinn ekki á gjörgæslu og því væntanlega ekki talinn í lífshættu. Ef hann hefur tekið nemana af sér sjálfur til að fara framúr þá rofnar sambandið við hjartarafsjánna en fær svo kanski aðsvif þegar hann er staðinn í fæturna og fellur.
Maður á náttúrurlega ekki að vera að fabúlera um svona hluti sem maður hefur enga þekkingu á eða upplýsingar um. En spurningin læðist óneytanlega að manni hvort þessum manni hefði mátt bjarga ef hann hefði verið á tveggja eða þriggja manna stofu og hinir sjúklingarnir getað hringt eftir aðstoð fyrr en raun varða á.
Landfari, 1.11.2011 kl. 11:08
Ég er hjartanlega sammála þér Landfari með þungaflutninganna af vegunum.
Sjáðu öll slysin síðast liðinn vetur.
Þegar tengivagnarnir runnu, í allar áttir, í hálkunni.
Þar urðu, fleiri en eitt, banaslys muni ég það rétt.
Í þessu slysi á Hafnarmelunum er atburðarásin algerlega skráð í ökurita annars vegar
og hins vegar í Saga system, gps kerfinu sem frægt varð í öðru dómsmáli nú nýlega.
Í þessum kerfum er nákvæmnin svo mikil að ekkert verður um atvik deilt.
Viggó Jörgensson, 1.11.2011 kl. 13:11
Ég verð að segja um svona slys að það er svo mikið af fólki sem eykur hraðann þegar einhver ætlar að fara fram úr, því miður.
Annað hvort er það vegna þess að það hefur ekki tekið eftir bílnum sem er á leið fram úr eða að það heldur að það sé eitthvað sniðugt.
Ef einhver gefur merki um að hann ætli sér að taka fram úr þá er það alveg klárt mál að sá sem fram úr er tekið skal auðvelda það.
Ég ætla ekki að dæma í þessu máli enda hefur það verið gert.
Egill Gudmundsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 17:56
Sæll Egill.
Maður þarf að vera styrkur á taugum.
Í myrkri og rigningu þegar mætt er flutningabíl með tengivagn.
Og vatnsflaumurinn skellur á rúðunni, þannig að ekkert sést út, í einhverjar sekúndur.
Að auki skellur sterkt vindhögg á bílinn og skekur hann til.
Það hef ég oft bæði séð og heyrt.
Að hluta ökumanna finnst mjög óþægilegt að vera innan um stóra bíla.
Og vilja ekki hafa þá við hliðina á sér á Miklubrautinni, hvað þá fá þá fram úr sér úti á vegum.
Okkar elstu ökumenn ólust ekki upp við þessar bílalestir.
Þar sem flutningabíll og tengivagn eru yfir 20 metra langir, 4 metrar á hæð og 2,5 metrar á breidd.
Enn síður vilja þeir ökumenn fara fram úr stórum ökutækjum, hversu hægt sem þau fara.
Og skapa stundum langa bílalest af þeim sökum.
Sjálfur hef ég lent í stórhættulegum og óútreiknanlegum viðbrögðum hjá eldri ökumanni við slíkar aðstæður.
Við sem yngri erum verðum að sýna elstu ökumönnunum alveg sérstaka aðgæslu.
Allar óvæntar aðstæður setja þá marga, einfaldlega út af laginu.
Sá sem lést í slysinu var, og er, minn uppáhalds listamaður.
Hann var í blaðaviðtali ekki löngu fyrir slysið.
Það sagði hann frú sína jafnan vera æpandi af skelfingu þegar hann væri ökumaður í ferðum þeirra.
Væri frúin við stýrið væri hann aftur fullur hneyklunar og vanþóknunar þegar frúin færi upp brekkurnar í fjórða gír.
En maðurinn var einmitt landsfrægur húmoristi og skellti gríninu jafnan á sjálfan sig.
Um ökumannshæfileika hans vitum við því í rauninni ekkert.
En í þetta örlagaríka skipti, kom þessi framúrakstur honum greinilega úr jafnvægi við aksturinn, því miður.
Viggó Jörgensson, 1.11.2011 kl. 19:42
Er þetta ekki spurning um tillitssemi á báða bóga, ef að við erum farin að halda aftur af 49 tonna æki þá erum við einfaldlega fyrir, ekki flókið.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.11.2011 kl. 21:47
Jú nákvæmlega Högni.
Ef við treystum okkur ekki til að halda uppi heimilum umferðarhraða miðað við akstursaðstæður.
Og alltaf vaknar þá einnig spurningin hvor við eigum þá að hætta að aka.
En mannslífið er samt sem áður miklu meira virði en nokkurra mínútna töf hjá öðrum vegfarendum.
Maður á heldur enga kröfu á að geta haldið uppi 90 km/klst meðalhraða þó að það sé leyfður hámarkshraði.
Þeir sem þannig hugsa ættu frekar að huga að eigin blóðþrýstingi og álaginu sem það veldur þeim sjálfum.
Viggó Jörgensson, 2.11.2011 kl. 01:00
Högni, þessir vegir voru ekki byggðir fyrir 49 tonna æki. Þessi 49 tonna æki eru ekki að greiða fyrir þær skemmdir sem þau valda á vegunum. Þessi 49 tonna æki aka gjarnarn á 90 + þegar þeirra hámarkshrai er 80 við bestu skilyrði. Þessum 49 tonna ækjum finnst ekkert tiltökumál þó við þurfum að lulla á eftir þeim upp brekkur en hamast sum eins og óð á ljóstökkum og aka ógnandi alveg ofaní okkur ef höldum ekki 90 - 100 km hraða, þar sem þau geta það, sama hver aksturs skilyrðin eru. Þessi 49 tonna æki eiga ekki heima á þjóðvegunum.
Auk þess vil ég taka undir orð Egils og Viggó hér að ofan.
Landfari, 2.11.2011 kl. 01:21
Og þá kemur annað til Högni.
Ökumaður flutningabílsins sagði að bíll hins látna hefði:
"...ekið skrykkjótt út í hægri kant og inn að miðlínu vegarins og með ójöfnum hraða eða frá 70−80 km/klst.."
Að mínu mati bar ökumanninum að sýna þessu aksturlagi sérstaka gát.
Hver var ástæðan fyrir slíkum akstri?
Var ökumaðurinn að sofna?
Var ökumaðurinn drukkinn eða undir áhrifum vímuefna eða lyfja?
Var ökumaðurinn að veikjast, fá einhvers konar áfall eða kast?
Sykursjúkur, flogveikur að fá hjartaáfall eða heilablæðingu?
Ég er ekki viss um að framúrakstur hafi verið forsvaranlegur.
Fimm hæstaréttardómarar eiga eftir að tjá sig um málið.
Viggó Jörgensson, 2.11.2011 kl. 01:45
Og ef ég mætti bæta við þetta Högni.
Ef þú ert á undan mér í bíl.
Og hjá mér vaknar grunur um að þú sért mögulega í einhverjum vandræðum.
Þá er mín fyrsta hugsun hvort ég geti aðstoðað þig.
Ekki að þú sért fyrir mér.
Umferðin er nefnilega samstarfsverkefni þar sem allir hjálpast að.
Þó að þú sért fyrir mér, þá gengur umferðin ekki vel og slysalaust, ef hugsun mín er eingöngu sú að vaða áfram.
Og þjóðfélagið sjálft.
Heppnast heldur ekki sem best með þessari hugsun útrásarvíkinga að vaða áfram yfir allt og alla.
Þó að þeir séu auðvitað fyrir.
Viggó Jörgensson, 2.11.2011 kl. 01:57
Greinilegt er að mistök hafi orðið á sjúkrahúsinu, sennilega vegna of mikils álgs á starfsfólki þannig að alvarleg handvömm hefur orðið.
Það var óheillaspor að leggja Ríkisskip niður og þar með strandflutninga á sínum tíma. Þjóðvegirnir okkar eru ekki nógu burðugir fyrir alla þessa þungaflutninga og hraðakstur. Við verðum að gera okkur grein fyrir að opinbera vegakerfið okkar er tæplega 13.000 km þannig að það eru innan við 20 skattgreiðendur sem þurfa að standa fjárhagslega bak við hvern km. Og samt er verið að gera meiri kröfur: breiðari vegi, helst 2 akreinar í hvora átt, auka hraðann og þar fram eftir götunum.
Það sem okkur skortir við vandaða vegagerð er gott efni í burðarlag. Basaltið er of veikt til að geta staðist langvarandi áraun, þar þarf granít, gabbró, gnæs og granófýr, mun harðari bergtegundir en Vegagerðin hefur aðgang að. Á Suðausturlandi eru þessar hörðu bergtegundir til, en það er gríðarlegur kostnaður við að flytja þær þaðan til vegagerðar annars staðar á landinu. Á meðan verða vegir ekki hannaðir til hraðari aksturs en 90 km á klst.
Verðum við ekki að sætta okkur við þessa vegi eins og þeir eru? Og að við verðum að taka tillit til annarra í umferðinni. Góð regla er að sá ökumaður sem verður þess var að ökumaður sem á eftir fer og vill komast fram úr, gefi stefnuljós til hægri þar sem aðstæður eru, hægja ögn á sér til að öryggi við framúrakstri sé sem mest.
Góðar stundir
Guðjón Sigþór Jensson, 2.11.2011 kl. 08:53
Þakka Guðjón.
Gnæs og Granófýr !!!
Var þetta kennt í jarðfræði 103 ?
Þá hef ég samviskusamlega gleymt því og spyr google.
Viggó Jörgensson, 2.11.2011 kl. 10:12
Ég tek algerlega undir þetta hjá ykkur , en þetta með að athuga hvort eitthvað gæti verið að hjá næsta manni er einmitt eitthvað sem við þurfum að huga betur að og tilheyrir bara samhyggð og tillitssemi og Landfari, kíkjum á það aðeins þetta með tillitssemina og við sem eigum betur með eigum bara að færa okkur frá því og athugaðu annað þeir fara ekki yfir 90 nema þá í smá stund og vita betur á hvaða hraða þú ert en þú sjálfur því mælarnir í stóru bílunum eru nákvæmari eðli málsins samkvæmt.
Ég er ekki að verja bílstjórann, því að það var hann sem tók þá ákvörðun að fara yfir á "rangann" vegarhelming og átti þá bara að vera viðbúinn því að þurfa að gefa eftir, en þesskonar aðstæðum lenda þeir oft í og lenda þá einmitt í því að þá hægir hinn líka, en hvað um það við eigum að gera þetta saman og vinna þetta saman þannig fækkum við slysunum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.11.2011 kl. 12:00
Ekki þekki eg þá jarðfræði sem kennd var í menntaskólum síðustu 40 árin. Gnæs og granófír voru taldar með harðari jarðefnum ásamt gabbrói og graníti. Allar þessar tegundir teljast til svonefnds djúpbergs, þ.e. hefur storknað djúpt í dörð og því náð að kristallast vel áður en þau storknuðu og kólnuðu.
MBK
Guðjón Sigþór Jensson, 2.11.2011 kl. 18:10
Þakka þér aftur Högni.
Viggó Jörgensson, 2.11.2011 kl. 20:16
Tillitsemin verður að vera gagnkvæm Högni ef vel á að fara í umferðinni og sem betur fer er stór meirihluti þessara flutingabílstjóra reyndir menn sem þekkja sín takmörk. Hjálpa mönnum við framúrakstur og slökkva á flóðlýsingunni, sem er á þessum bílum, vel tímalega við mætingu. Það er þó einn hængur á að allt of margir þeirra nota þessa flóðlýsingu til að blikka menn í stað venjulegara háuljósa. En það gildir jafnt um þá og okkur hina, bílstjóra minni bílanna, að svörtu sauðirnir eyðileggja fyrir öllum hinum.
Það skipti meira máli að þeri viti á hvaða hraða þeir meiga keyra en hvort ég er á 88 eða 92. Ef ég ek á yfir 80 og fer að gefa þeim merki um framúrakstur er ég farinn að stuðla að lögbroti og þar með orðinn brotlegur sjálfur. Með aukinni notkun GPS tækja og radarmæla við vegi sem sýna á hvaða hraða þú ert er nú ekki flókið mál Högni að finna út skekkjuna í hraðamæli bílsins sem þú ekur. Þannig að það er einfaldlega ekki rétt hjá þér að þeir viti betur á hvaða hrað ég er en ég sjálfur. Þess utan veistu vel að þeir meiga ekki aka á 90 og hvað þá hraðar.
En að öðru. Þegar menn eins og Guðjón ryðja svona út úr sér fróleiksmolum (að því er virðsit fyrirhafnarlaust þó ég hafi reyndar ekki hugmynd um það ) þá sér maður alltaf eftir því að hafa ekki drifið sig í jarðfræina á sínum tíma. Kanski það sé ekki of seint
Landfari, 2.11.2011 kl. 20:24
Sæll aftur Guðjón.
Hafi ég lært það, þá var ég búinn að gleyma því.
En granófýr er granít. Reyndar míkrógranít. Aðalsteindirnar eru feldspat og kvars.
Það finnst á sömu stöðum og gabbró, eins og í Eystra- og Vestrahorni á Suðausturlandi og Lýsuhyrnu á Snæfellsnesi.
Gnæs er uppbrætt grænlenskt granít. En er samt mýkra en íslenskt granít. Ég gat ekki fundið að gnæs sé til á Íslandi.
(Heimildir: Wikipedia.is og visindavefurinn.is)
Viggó Jörgensson, 2.11.2011 kl. 23:05
En þakka þér aftur Landfari.
Ég tók svokallað meirapróf bifreiðastjóra fyrir tæpum áratug.
Mér fannst námsefnið algerlega ófullnægjandi.
Og er þá að bera það saman við einkaflugpróf og 30 tonna siglingaréttindi.
Ekkert kennt um jafnvægi stórra bíla og áhrif hækkunar á þyngdarpunkti.
Ekkert um mismunandi áhrif hlaðins bíls og óhlaðins.
Ófullnægjandi námsefni um bindingar á farmi.
Ekkert um áhrif vinds á bíla og engir útreikningar á því.
Ekkert um áhrif hraða á miðflóttaafl, í beygjum, og engir útreikningar á því heldur.
Ég er því ekkert hissa þegar menn eru að velta steypubílum, og bílum með t d gleri, á örlitlum hraða en í kröppum beygjum.
Ég er heldur ekkert hissa þegar tómir flutningabílar eru að fjúka undir t. d Hafnarfjalli.
Þegar ég fer út á land, stilli ég aksturtölvuna á 90 km/klst.
Og hvert skipti fer fram úr mér; flutningabíll með tengivagn, einn eða fleiri.
Nú er rannsóknarskýrslan ekki komin út, frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa, fyrir síðasta ár.
En að mínu mati ætti að athuga hvort tengivagna þurfi að banna að vetrarlagi.
Það verður fróðlegt að lesa um orsakir tengivagnaslysanna á síðasta ári.
Viggó Jörgensson, 2.11.2011 kl. 23:15
Hraðamælarnir eru nákvæmari í stóru bílunum og ég vil ekki hafa þá á 80 á þessum vegum þeir eiga bara að keyra eftir aðstæðum og svo eru þeir ekkert bara þeir og við við því að þannig er það nú bara að ég keyri nú báðar þessar stærðir og sé ekki betur en að þetta gangi bara ágætlega en ég vil bara í einu og öllu meiri tillitssemi og ég hugsa Landfari að þú mundir huigsa þetta öðruvísi ef að þú tækir eins og einn túr eða svo ja bara einfaldann Akureyri Reykjavík þú gætir örugglega líka fengiða ð leysa af Reykjavík Ísafjörður að vetrarlagi.
Ég veit ekki Viggó hvort að við ættum að banna tengivagnana á vetrum (ég vil reyndar banna þá alveg) því að veður eru nú oftast alveg boðleg og já skoðiði umferðarskýrslur og fjölda flutningabíla þá sjáiði að það eru ekki svo mörg slys í kringum þá og ekkert alltaf þeim að kenna, en þau geta orðið asskoti áberandi.
Það að þí stillir á 90 segir ekki að bíllin sé á nítíu það er staðreynd að mælar stóru bílanna eru nákvæmari.
Þú ert með svo margar athugasemdir :) það er ekki mkið um að steypubílar velti og ekki mikið um aðbílar með glergáma velti heldur, það er í rauninni ekki heldur oft sem þeir fjúka, enn þeir fjúka of oft samt því að fyrir liggja upplýsingar um vina en svo með hfermi eins og glergáma þá hefur komið fyrir að loftpúðasystemmið svíkur eða bilar þó er stundum of hratt farið og loftdæla og ventlar hafa ekki undann.
Þetta er nú eitthvað sundurlaust hjá mér en það skylst :)
Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.11.2011 kl. 23:53
Ég vona að þú sért ekki dæmigerður flutiningabílstjór Högni. Þú vilt ekki hafa þá á 80. Þá skipta landslög engu máli því af skrifum þínum að dæma viltu hafa þá á 90. Keyra eftir aðstæðum þýðir hjá allt of mörgum kollegum þínum að það er keyrt á 90 meðan stætt er.
Fyrir nokkrum árum fór forsetinn í opinbera heimsókn út á land. Minnir að það hafi verið einhvern vegin þannig að opinber móttaka fór fram á sýlsumörkum upp á heiði í svarta þoku. Viðstaddir auk fyrirmennanna voru m.a. lögreglumenn á bílum með blikkandi ljós sérstaklega uppstillt vegna aðstæðna. Í miðri athöfninni kemur flutningabíll á fullri siglingu eftir veginum og rétt nær að stoppa með því að nauðhemla. Í frétt um málið sagði Ómar Ragnarsson, eftir að hafa skoðað ökuritann að bíllinn hefði verið á löglegum hraða. Það mátti öllum sem sáu aðstæður vera morgunljóst að bifreiðinni var ekið allt of hratt miðað við aðsæður. Ég hefði ekki viljað vera að eiga við bíl í óhappi á veginum hafandi bara blikkljósin til aðvörunar þegar svona "stjórar" keyra lausir.
Því miður gildir það sama um flutingabílstjóra og aðra bílstjóra að allt of margir halda að 90 km sé lágmarkshraði á þjóðvegunum. þetta er hinsvegar hámarkshraði við bestu aðstæður og gildir ekki fyrir stóra bíla né bíla með aftanívagna.
Ef að þú Högni keyrir þinn flutningabíl á 90 með þínum nákvæma mæli endarðu aftan í Viggó sem er sínum fulla rétti til að hafa sinn skriðstilli á 90 og halda sig þar þó mælirinn hanns sé ónákvæmari. Þú hefur engann rétt til að fara framúr honum þó þér finnist hann fyrir og eins og ég benti á áður hefur hann ekki heldur leifi til að aðstoða þig við það nema þá fara að hægja verulega á sér. Í næstu brekku er svo Viggó kominn í skotið á þér og þar sem hann er tímabundinn er hann ekki að skipta niður i þriðja og jafnvel annann gír heldur fer framúr þér. Þar sem þú ert einn af þeim sem keyra eftir "aðstæðum" gefurðu lausan tauminn niður hæðina hinu mengi og ekur eins hratt og bíllinn fer og ert þá ekkert að takmarka þig við 90 frekar en 80 samkvæmt nákvæama mælinum og dregur á Viggó sem enn er stilltur á 90 samkvæmt sínum ónákvæma mæli (sem þýðir í reynd að hann er á ca 85-89 og getur ráðist af því hvort hann er á nýjum vetrardekkjum eða slitnum sumardekkjum.) Þetta endar í einn einum framúrakstrinum með tilheyrandi slysahættu.
Ef þú Högni héldir þig bara á löglegum hraða 80, samkvæmt nákvæma mælinum, væri þessum endurteknu hættum við framúrakstur afstýrt í eitt skipti fyrir öll. Fyrir nú utan hvað þú myndir spara gríðarlegt magn af olíu við að minnka hraðnn.
Það læðist að manni sá grunur að tillitssemin sem þú vilt að allir sýni í umferðinni byggist að stærstum hluta á því að litlu bílarnir séu ekki fyrir þeim stóru samanver fyrstu tjálsuna þína hér nr. 7
Landfari, 3.11.2011 kl. 11:17
Þetta er ekkert spurning um rétt eins eða neins þetta er spurning um skynsemi og tillitssemi, ef að þeir sem eiga að vera á 80 væru það alltaf þá myndu myndast miklir og hættulegir framúrakstrar og nóg er af þeim samt og við eigum bara nákvæmlega sama rétt og þú á öllum veginum hægra meginn, nógur er þungaskattur sem þessir bílar greiða, ég vil bara almenna tillitssemi hvar sem er og hvenær sem er, hvað geturðu ímindað þér að við höfum bjargað oft því að það hefðu orðið stórslys með því að hætta okkar lífi og limum með því að fara svo út í kant til dæmis að hann hefur gefið sig og ökumaður litla bílsins sem var "bara pínulítið" á miðlínunni eða ja kannski aðeins yfir henni, hún á sko að vera utan við vinstri hjól en er æði oft innan við þau, eða þega við fáum fullan bíl af fjölskyldu með hjólhýsið sitt um hálfann meter inná vinstri vegarhelming.
Landfari ég ætla ekki að fara að segja hér hetjusögur úr umferðinni en þær eru æði margar til þar sem ökumenn flutningabílanna hafa bjargað stórslysum en eiga líka rétt á því að vera á vegunum, þú ert haldinn einhverskonar fóbíu sem líklega er sprottin af öfundssýki fáðu bara að taka í þetta eru skemmtilegir bílar með mikið afl þú ættir að geta fengið að taka í 49 tonna æki með um 700 hestafla vél og sjálfskiptingu en ekki gleyma litlu bílunum sem eru um allt og þá meina ég allt oftar en ekki eru þeir komnir inn undir vagnin hjá þér ef þú hægir á og ef að þú reynir að fara Fram úr þeim sumum þá hefurðu þá rétt framan við vagnhjólin í svona ca. hálf tíma þó svo að hann hafi verið á 70 frá því fyrir hádegi og þú komin á 93 til þess að reyna nú að klára dainn í byggðþ.e. að þurfa ekki að sofa uppi í Borgarfirði hafnadi kannski frænda þinn brjálaðan í bænum yfir að hafa ekki fengið sendinguna sína að Vestan.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.11.2011 kl. 12:20
Högni ég er ekkert að gangnrýna alla flutningabílstjóra nema síður sé. Langflestir eru þeir fyrirtaks bílstjórar eins og ég hef áður tekið fram hér að ofan. Ég ætla heldur ekki að gera neitt lítið úr því hvað ökumenn þessara stóru bíla hafa oft forðað árekstir sem þeir hefðu ekki átt sök á, en það hafa jú flestir ökumenn lent í slíkum aðstðæum og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. En af því að þú minnist á þungaskattinn sem greiddur er af þessum bílum sem ég veit að er hellingur þá er það samt ekki nóg. Vegagerðin er niðurgreidd fyrir þá af minni bílunum því þeir slíta vegunum svo margfalt á við þá litlu. (20.000 litlir = 1 stór)
Ég er líka alveg sammála þér að sum þessi hjóhýsi eru stórvarasöm, sérstaklega þegar þau eru aftan í bílum sem ráða ekkert við þau.
Svo gat ég nú ekki annað en brosað þegar ég las
" þá hefurðu þá rétt framan við vagnhjólin í svona ca. hálf tíma þó svo að hann hafi verið á 70 frá því fyrir hádegi og þú komin á 93 til þess að reyna nú að klára dainn í byggð"
Ekki af því að umræðuefnið væri fyndið ,því það er graf alvarlegt mál þegar menn gera svona að ástæðulausu í umferðinni , heldur fannst mér þetta svo skemmtilega orðað hjá þér.
En þú hittir naglann á höfuðið þegar þú segir að ég hefði gaman af að taka í svona tæki enda með létt króníska bíladellu,en til þess hef ég því miður ekki réttindi. Hitt er annað að ég öfunda ekki bílstjórana á þessum bílum nena síður sé. Þetta hlýtur að vara einhæft starf til lengdar og óþolandi þegar þessar smátíkur eru fyrir þeim alla daga.
Landfari, 4.11.2011 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.