29.10.2011 | 16:22
Skipherrann með þrjár +1/2 strípur á einkennisfatnaði ?
Lengi vel var hlegið á bryggjunni að gömlum forstjóra Landhelgisgæslunnar.
Sá var sjóliðsforingi og vildi einn vera með fjórar strípur á einkennisfatnaði sínum.
Landkrabbinn vildi sem sagt vera eins og hershöfðingi.
Og það var eina fáanlega skýringin.
Af hverju skipherrarnir voru þeir einu í víðri veröld með þrjár strípur á einkennisfatnaði sínum.
Í öllum öðrum farartækjum á sjó, og í lofti, er stjórnandinn með fjórar strípur á einkennisfatnaði sínum.
Hvort sem það eru flugstjórar eða skipstjórar.
Þetta er svo ennþá vitlausara en annars væri.
Að skipstjóri á millilandaskipi er eðlilega með fjórar strípur á einkennisfatnaði sínum.
En skipherrar Landhelgisgæslunnar eru með árinu lengri menntun en aðrir skipstjórnendur.
Einkennisfatnaður er nefnilega ekki fyrir gullfugla á skrifstofunni.
Þar vita allir hverjir þeir eru. Á neyðarstundu skiptir einkennisfatnaðurinn nefnilega máli.
Farþegar eða hverjir þeir aðrir sem eru staddir í hættu þurfa að gera séð á einu augabragði.
Hver er æðstur á staðnum og valdaröðin þar á eftir og helst hvert fag þeirra er.
Og þetta skiptir máli gagnvart almenningi, áhöfnum, björgunarliði og löggæslu aðilum.
Sem geta verið íslenskir eða erlendir.
Að það dettur sem sagt ekki nokkrum manni í hug að einhver með þrjár strípur sé skipstjóri.
Eða hvað þá heldur sjálfur skipherrann, lögreglustjórinn á hafinu.
Hvert sem sannleiksgildið er með gamla sjóliðsforingann og tignarmerki hans.
Þá er löngu tímabært að leiðrétta tignarmerkin á einkennisfatnaði Landhelgisgæslunnar.
Forstjórinn og framkvæmdastjórinn geta svo bætt á sig strípum upp á axlir.
Hitt er svo athyglisvert að hvergi er staf að finna um tignarmerki Landhelgisgæslunnar.
Sem er ekki í samræmi við reglur réttarríkisins.
Að slíkar reglur eigi ekki að vera eingöngu í höfði forstjórans.
Þær á að setja með réttum hætti og birta í stjórnartíðindum.
Þjóðhátíðarstemning við Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2011 kl. 15:11 | Facebook
Athugasemdir
Einhver miskilningur er á ferðinni hjá þér Viggó!
Á myndinni má sjá Halldór Nellett og Sigurð Steinar Ketilsson skipherra gæslunnar - með fjórar strípur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 17:16
Þrjár á hálfa á þessari mynd.
Það sést í reglugerð um einkennisfatnað Landhelgisgæslunnar að til er einkennisbúningur,
hátíðarbúningur og heimild fyrir viðhafnarbúningi.
Þarna á myndinni er landkrabbinn Halldór Nellet með fjórar sverar strípur eins og ríkislögreglustjóri.
Skipherrann sjálfur er með þrjár mjórri og eina (hálfa) örmjóa að auki á þessari mynd.
Ég hef líka séð hann með þrjár!!!
Hvaða hlægilegi feluleikur er þetta???
Í reglugerð um einkennisfatnað lögreglunnar gat maður séð þetta alveg nákvæmlega.
En þakka þér kærlega fyrir þessa flottu mynd Axel.
Viggó Jörgensson, 29.10.2011 kl. 23:21
Kíktu á þessa mynd elsku drengurinn
og þá sérðu hvað ég er að tala um:
http://www.bjorn.is/myndasafn/gallery/opinbervettvangur/?gallery=10
Viggó Jörgensson, 29.10.2011 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.