8.10.2011 | 14:37
Jón Ásgeir reynir enn að kaupa aflát.
Í helgarútgáfu DV lætur Jón Ásgeir Jóhannesson.
Enn á það reyna hvort hann geti ekki fengið uppreist æru hjá almenningi.
Þvert um hug sér segist hann ekkert langa í lífsins lystisemdir meir.
Það vitum við vel sem þekktum kauða. Bróðir minn var með honum í bekk ef ég man rétt.
Og lítt hefur mínum manni farið fram í sannsöglinni.
Kvartar yfir fátækt og erfiðleikum þegar faðir hans missti vinnuna í SS.
Þá var Jón Ásgeir í Verslunarskólanum og ók um á bílum sem launafólk gat ekki eignast.
Og þarna þegar kreppa æskuáranna var honum erfiðust, samkvæmt viðtalinu, átti hann nýja Toyotu Celica sportútgáfu.
Af dýrustu týpu með öllum aukahlutum og sæmilegum hljómtækjum.
Bíl er kosta myndi á bilinu 7 til 8 miljónir í dag.
Alveg óskapleg fátækt á drengnum bara.
Og nú skulum við öll sýna samúð með þessum fátæka skóladreng sem aldrei hefur átt neitt.
Nema bágt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.