Sama hér og um ónýt fjölmiðlalög.

Bandaríkjaforseti segir fjármálalífið berjast gegn hertari löggjöf um það.

Hérlendis er alveg það sama upp á teningnum með ónýt fjölmiðlalög í smíðum.

Þau eru svo léleg að það er alveg í þoku hvort 365 verður snert eða ekki. Matsatriði án þess að einhverjar leiðbeiningar fylgi.

Minnir töluvert á óheimilt framsal lagasetningarvalds og nokkra hæstaréttardóma um það.   

Væru menn að vinna í alvöru.

Ætti að standa alveg skýrt í lögunum hversu stóran hluta hver og einn.

Megi eiga af ljósvakamiðlum, dagblöðum og tímaritum ef við segjum þær vera meginstoðirnar.

Til dæmis 30% af ljósvakamiðlum að hámarki.

Og að sjálfsögðu að engin megi eiga nema i einni stoðinni. 365 megi alls ekki eiga bæði blöð og sjónvarpsstöð.

Enginn megi eiga í fjölmiðlum sem fékk afskriftir hjá gömlu bönkunum.

Varð gjaldþrota, átti gjaldþrota félög eða sat í stjórn gjaldþrotafélags.

Og allar þessar reglur giltu einnig um foreldra, tengdaforeldra, maka, börn, barnabörn og systkyni og tendafólk.

Fyrrum viðskiptafélagar yrðu svo lagðir saman þegar % væri reiknuð.

Þannig gengi ekki að Ingibjörg ætti 30% af ljósvakamiðlum en að auki svo Hannes Smárason eða Magnús Ármann einhverja hluti.

Annars var Magnús Ármann að kaupa í Eyjunni er mér sagt.  

Hverra erinda sendist hann þar? 

Augljóslega eru 365 miðlar með puttana í frumvarpssmíðinni.

Og þar strax byrjað að tala um að RUV sé krabbamein.

Hvað eru þeir þá? Geislavirkt plútónium?

Hér hefur ekkert lagast í þessu landi.

Þetta er ein leiksýningin enn til að kasta ryki í augun á okkur.


mbl.is Líkir mótmælendum við glæpamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband