Völd eru hættuleg í röngum höndum.

Þarna er skýrt dæmi um að ákveðin gerð af fólki má aldrei fá nein völd.

Fólk sem skilur ekki muninn á aðalatriðum og aukaatriðum.

Fólk sem skilur ekki að markmiðið og tilgangurinn er það sem reglur snúast um.

Hjálpartæki, leiðbeining og tillaga um aðferð.   

Þeir sem halda að reglurnar sjálfar séu aðalatriðið, eða jafnvel eina atriðið sem skiptir máli, eiga engin völd að hafa. 

Halda að sjálfstæð tilvera regluverksins sé æðri en það samfélag sem reglurnar eiga að þjóna. 

Ákvæði um að banna kynlíf í fangaklefa þar sem börn eru viðstödd.

Eru þá til að ná því markmiði að börnin verði ekki vitni að því þannig að þau skaðist ekki.  

Það fólk sem alltaf tekur orðalagið fram yfir tilganginn getur verið til stórhættulegrar óþurftar í samfélaginu. 

Jafnvel valdið stórkostlegum skaða á neyðarstundu.

Þarna sefur fimm mánaða gamalt barn.  Hvaða skaða gat það orðið fyrir?  Jafnvel vakandi?

Fólk eins og þessa fangaverði á alltaf að reka, þegar í stað, úr opinberri þjónustu.   

Og þá ekki síst fyrir þann dómgreindarskort að hafa ekki borið málið undir yfirmenn sína. 

Fangaverðir eru ekki síður starfsmenn fanganna en samfélagsins. 

Og eiga að gæta þess að föngunum líði ekki ver en efni standa til.

Og alveg fráleitt að þeir leggi sig í framkróka við að skerða lífsgæði fanganna umfram það sem liggur í hlutarins eðli. 

Þeim hefði verið nær að bjóðast til að gæta barnsins. 

Sem er ólíkt skemmtilegra starf fyrir heilbrigt fólk. 

En að eyðileggja ástir foreldranna sem lýsir frekar sjúku hugarfari.   

Allt öðru máli gegnir þó um lögfræðinga sem vinna við að dæma og úrskurða.

Þeir eiga hafa kunnáttu til að meta slíkt í réttu samhengi. 

      


mbl.is Máttu ekki trufla kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mannúðleg skrif hjá þér, Viggó.

Jón Valur Jensson, 7.10.2011 kl. 01:24

2 identicon

Mætti ætla að þú værir að skrifa um VG liðið.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 09:17

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er ættingjum mín að kenna Jón Valur.

Það fólk þolir engum níðingsskap. 

Viggó Jörgensson, 7.10.2011 kl. 11:11

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

V. Jóhannsson.

Ofstæki verður alltaf varasamt á öllum sviðum. 

Viggó Jörgensson, 7.10.2011 kl. 11:11

5 Smámynd: Sólbjörg

Tek heilshugar undir með Jóni Vali, finnst ábendingar þínar lýsa ávallt mannúð og skarpri dómgreind.

Sólbjörg, 7.10.2011 kl. 16:00

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Yðar auðmjúkur að eilífu Sólbjörg.

 

Viggó Jörgensson, 7.10.2011 kl. 16:19

7 Smámynd: Sólbjörg

Þakka fyrir mig Viggó, þinn aðdáandi!!

Eigðu góða helgi og þið öll.

Sólbjörg, 7.10.2011 kl. 16:59

8 Smámynd: Elle_

Getur ekki verið að stjórnvöld í Svíþjóð hafi farið of frjálslega eða kæruleysilega með málið miðað við að það var barn þarna? 

Elle_, 8.10.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband