5.10.2011 | 09:17
Hætt í leikhópi Jóhönnu?
Frá því að frú Jóhanna Sigurðardóttir settist í stjórnarráðið.
Hafa alþjóðlegir bankar stjórnað landinu í gegnum AGS og ESB.
Sem sést vel á 65 miljarða hagnaði þeirra hérlendis í nýjustu uppgjörum.
Þetta er samt leyndarmál.
Og því hefur frúin, sem þótti ágæt dramaleikkona á árum áður, einbeitt sér að leikferlinum á ný.
Gengist fyrir hverri leiksýningunni á eftir annarri.
Svo að við komumst ekki að þessu með bankanna og ESB.
Fyrst var það tragitian Rannsóknaræðið.
Þá Landsdómsuppfærslan sem enn stendur yfir við hlið Þjóðleikhússins.
Síðustu sýningar að hefjast.
Næst kom stjórnlagaþing, farsi sem tókst stórkostlega að flestra mati.
Þó urðu þar nokkrir fulltrúar fúlir er föttuðu ekki að þetta var leiksýning, bara allt í plati.
Inn á milli hefur svo verið boðið upp á tragikómísk verk, þar sem grátbólgin frúin ákallar forsetann.
Í aukanúmeri fá menn svo Prúðuleikhús með látbragðsleik frúarinnar sjálfrar í samstarfi við fjölmiðla.
Þegar hún sýnir hvernig maður man ekkert, óþægilegt, né skilur.
Auk þess segir Össur Skarphéðisson ævintýrasögur frá Undralandinu ESB, í leikhléum.
Lengi gekk hið sígilda verk: Íhaldið kemur og tekur ykkur í pokann sinn, en nú hefur sýningum verið frestað.
Þá eru ótaldir leikhópar með ágætar samráðsuppfærslur.
Þar sem Hagsmunasamtök heimilanna ætla nú að svíkja lit.
Það borgar sig aldrei að treysta neinum.
O svei.
Hagsmunasamtökin ekki með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Athugasemdir
Hagsmunasamtök Heimilanna ætla alls ekki að svíkja lit. Lastu fréttatilkynninguna nokkuð?
Um leið og samtökin gera athugasemdir við þau vinnubrögð lýsa samtökin því yfir að þau muni ekki taka þátt í slíku leikriti aftur. Annað og meira þarf að koma til. Samtökin munu því hefja viðræður við forsætisráðherra um breytta nálgun á viðfangsefnið.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2011 kl. 11:20
Nei Guðmundur ég hafði ekki lesið tilkynninguna.
Þakka þér kærlega.
Staðfesta að um leikrit hafi verið að ræða.
Vilja breytta nálgun.
Ef við verðum samt göfuglyndir Guðmundur.
Þá eru þau kannski að segja að þau séu orðin þreytt á leiklistinni og Undralandi....
Viggó Jörgensson, 5.10.2011 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.