2.10.2011 | 00:43
Hvar var þessi lýðskrumari í tíð Bush?
Ef hann er virkilega svona á móti stríðsrekstri Bandaríkjanna.
Hvar var hann með sín mótmæli í stjórnartíð Bush flokksbróður síns?
Jú hann var þingmaður í fulltrúadeildinni fyrir Texas.
Og var einn af fáum þingmönnum sem greiddu atkvæði á móti innrásinni í Írak.
En ekki af því að hann væri á móti stríðsrekstri.
Heldur af því að hann er á móti sköttum og vill skera niður ríkisrekstur.
Og ef hann er svona mikið á móti skuldasöfnun Bandaríkjanna.
Hvar var hann þegar flónið Bush lækkaði skatta á auðmenn?
Hann er nefnilega sjálfur á móti sköttum og aflar vinsælda út á þann málflutning.
Bandaríska ríkið er við gjaldþrotamörkin.
Að boða skattalækkanir við slíkar aðstæður er að mínu mati lýðskrum.
Það er einfaldlega ekki hægt.
Líklegastur til að vinna Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2011 kl. 17:50 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þú ættir að líta í spegil áður en þú kallar aðra lýðskrumara. Þú veist greinilega EKKERT um Ron Paul. Hann hefur í a.m.k. 30 haldið sig við þennan málflutning. Ástæðan fyrir því að þú hefur ekkert heyrt um hann er A) vegna þess að þú leitar ekki og B) fjölmiðlar í USA halda honu vísvitandi fyrir utan sviðsljósið. Hann er hins vegar orðinn svo vinsæll meðal almennings að þöggunin heldur ekki lengur
http://www.youtube.com/watch?v=lIPbJwCCZ98 (Ron Paul að gagnrýna Bush árið 2005)
http://www.youtube.com/watch?v=pyFosvHanBo (Playlisti um það hver RP er)
Þú verður að leita upplýsinga annars staðar en í almennum fjölmiðlum. Sannleikurinn liggur ekki þar. Ron Paul er aldrei hægt að lýsa sem lýskrumara.
www.umbot.org
Egill Helgi Lárusson, 3.10.2011 kl. 14:08
Þakka þér fyrir þessa sendingu Egill Helgi.
Lýðskrumarar eru þeir sem vísvitandi boða eitthvað sem þeir vita að er rangt.
Eða boða eitthvað sem er ómögulegt.
Ég tek hvorugt til mín.
En það er rétt hjá þér að ég veit ekkert, eða nær ekkert, um Ron Paul, bandarísk stjórnmál eða Bandaríkin yfirleitt.
Ég tel yfirleitt að engar fyrirmyndir sé þangað að sækja og alls ekki í stjórnmálum.
Og hef þá fordóma að Bandaríkin séu í reynd ekki lýðræðisríki. Þar ráða peningarnir og eigendur þeirra.
Og hugmyndir eins og algerlega frjáls markaður eru bara óráðshjal.
Algert frelsi er eitthvað sem aldrei getur gengið upp í mannlegu samfélagi.
Við höfum, undanfarin ár, séð afleiðingarnar af hinum frjálsa markaði sem menn eins og Ron Paul eru svo hrifnir af.
Þeir sem boða að markaðurinn geti séð um sig sjálfur og þar þurfi engar reglur, eru lýðskrumarar.
Og þeir sem boða skattalækkanir þegar þær eru ómögulegar, eru lýðskrumarar.
Og yfirleitt eru allir lýðskrumarar sem boða eina allsherjar lausn á öllum vandamálum tilverunnar.
Skiptir þá engu hvort það er kommúnismi, tær frjálshyggja eða eitthvað annað.
Viggó Jörgensson, 3.10.2011 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.