2.10.2011 | 00:09
Ballið á Bessastöðum. Þar skal dansinn duna sem í Hruna.
Fólk í biðröðum eftir matargjöfum.
Sjúkrahúsin nærri hrunin.
Engir aurar til lágmarks löggæslu í landinu.
Hluti landsmanna undir hungurmörkum.
En dansinn dunaði jú í Hruna.
Í hallæri, pest og plágu.
Og nú telur forsetinn mikilvægast að halda landsins vana.
Og láta dansinn duna, í hinum nýja Hruna.
Ballinu á Bessastöðum, bæta við gestum og kannski hjómsveit.
Eins og á Titanic.
Hvaða húgenotta eða búskmenn á annars Ólafur eftir að tala við?
Og hverja eiga þeir Össur eftir að skála við?
Ég man eftir Gaddafi sem á ekki heimangengt. En eru það fleiri?
Jú kannski einhverjir naktir frumbyggjar í Ástralíu og aðrir á strápilsum í Kyrrahafi.
Vissulega gaman ef Ólafur fengi að dansa við dömurnar þeirra.
Ef við hefðum efni á því.
En það höfum við ekki og vitið því meira að loka Bessastöðum.
En ekki símanum svo að Ólafur geti hringt í búskmennina í þjóðarvá.
En það getur hann gert af forsetaskrifstofunni á Sóleyjargötunni og gist í húsi embættisins á Laufásvegi.
Þá þyrfti hann hvorki bíl né bílstjóra.
Þau hjónin geta svo mallað sitt kebab sjálf og því engin þörf á matrónu við kabyssuna.
En við hverju er að búast þegar fífl stjórna landinu?
Nú er ég búinn að spara fleiri hundruð miljónir á nokkrum mínútum.
Kannski Steingrímur biðji mig að leysa sig af í fríinu?
Fleiri þjóðhöfðingjum boðið til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.