1.10.2011 | 19:32
Aðstoðaðu Íslendinga fyrst, ómyndin þín.
Eins og betlimunkur er Steingrímur Jóhann Sigfússon nýskriðinn, á hnjánum, úr úr skrifstofum AGS í Washington.
Þar var hann að taka við nýjum fyrirmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stjórn landsins.
Fyrirmæli AGS eru samkvæmt kröfum Evrópusambandsins um ríkisfjármál.
Evrópusambandinu er aftur stjórnað af þeirri alþjóðlegu peningastétt sem setti Ísland á hliðina.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands vita manna best að þeir eru algerlega óhæfir til að stjórna landinu.
Þess vegna langar þá í Evrópusambandið.
Þá gætu þeir látið ESB um landsstjórnina.
Og hvað sem á gengi, gætu þeir þá sagt okkur að svona væri þetta bara.
Ráðherrarnir hafa reynt að finna leiðir til að þeir geti hangið í ráðherrastólunum.
Og gert landið að tilraunastofu.
Svo að þeir geti búið til norrænt velferðarríki sem þeir skilja þó ekkert hvað þýðir.
Enda á Evrópusambandið að sjá um framkvæmdina.
Íslenska þjóðin skiptir engu máli.
Íslenskt launafólk skiptir engu máli.
Íslensk heimili, og skuldir þeirra, skipta engu máli.
Allt snýrst um að þessir þjóðarandskotar haldi ráðherrastólunum.
Allt sem þeir hafa gert er leiksýning til að kaupa tíma.
Þangað til ESB tæki við stjórninni.
Eftir það var ætlun þeirra að hafa það náðugt í stjórnarráðinu og Alþingishúsinu.
En því miður fyrir ráðherranna hefur íslenskur almenningur séð í gegnum þá.
Ekki það að ráðherrarnir megi ekki hafa það náðugt.
En bara á viðeigandi stofnunum.
Og nú biðja þau Jóhanna og Steingrímur um samstöðu og bjartsýni.
Guð minn almáttugur hvað fólkið er fullkomlega gengið af vitinu.
Og nú trúir Steingrímur Jóhann að sjálfur Bandaríkjaforseti fari að biðja þau um ráð.
Barak Obama sem er rúmlega fluggáfaður.
Að minnsta kosti í seinni tíð, er Steingrímur rétt ofan við treggreindarmörk og Jóhanna undir þeim.
Hvort skal hlægja eða gráta?
Steingrímur vill aðstoða Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Facebook
Athugasemdir
Það skortir ekki neitt á heimskuna þarna á bæ !
Erla Magna Alexandersdóttir, 2.10.2011 kl. 21:47
Það var það eina sem þau fengu fullan skammt af Erla Magna.
Svo fengu þau ábót af heimsku
í skaðabætur fyrir það sem vantaði á öðrum sviðum.
Þakka innlitið.
Viggó Jörgensson, 2.10.2011 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.