1.10.2011 | 13:54
Dorrit er PR snillingur.
Dorrit forsetafrú er manna snjöllust í markaðsfræði og samskiptum við almenning.
Það hefur hún sýnt okkur margsinnis.
Það allra flottasta var þegar hún bauð mótmælendum inn í heitt kakó á Bessastöðum.
Hvort hún er heil og sönn í þessu veit ég ekki.
Þekki ekki frúna.
Forsetafrúin kyssti mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Athugasemdir
Hún virkar mannleg og virðist vera í tengingu við hinn almenna borgara það sama er ekki hægt að segja um þau sem stjórna landinu!
Sigurður Haraldsson, 1.10.2011 kl. 14:09
Æfingin skapar meistarann Viggó. Og þetta atriðið var úthugsað og vel æft..trúðu mér.
hilmar jónsson, 1.10.2011 kl. 17:13
Hún VIRKAR það Siggi.
Kannski er hún svona, kannski ekki.
Viggó Jörgensson, 1.10.2011 kl. 18:02
Ég trúi þér svo sannanlega Hilmar.
Viggó Jörgensson, 1.10.2011 kl. 18:02
Hun Dorrit er yndisleg!!!!
Adam Wheeler (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 10:53
Algjörlega yndisleg miðað við eiginmanninn.
Sem nánast aldrei fer úr hlutverki hins heilaga manns.
Eins og hver annar uppskafningur.
Leitt með þennan annars ágæta mann.
Viggó Jörgensson, 2.10.2011 kl. 17:46
Ég horfði á svipin á Dorrit og það skein einlægnin úr hverjum andlistdrætti, láttu ekki fýlupoka eins og Hilmar villa þér sýn, hatur hans á Ólafi er hér færður yfir á frúna, og er raunar honum til skammar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 19:33
Í öðrum netheimum fyrir löngu.
Var ég stundum sá eini sem tók upp hanskann yfir Dorrit.
Ég hef alltaf kunnað vel við hennar framgöngu.
Við Hilmar látum það ekkert trufla okkur.
En hversu einlæg eða ekki.
Þá er hún, skartgripahönnuðurinn, snillingur í að auglýsa sig.
Frítt auðvitað.
Viggó Jörgensson, 2.10.2011 kl. 20:21
Það getur vel verið að hún sé snillingur í að auglýsa sig, hver er það ekki af fólki sem berst á. En það ber íslenskum smáborgaraskap glöggt vitni að tala svona eins og þú gerir hér í svari þínu til mín. Þetta er eiginlega mesti löstur okkar íslendinga, þ.e. smáborgaramennskan, minnimáttarkenndin og að dæma persónuna en ekki það sem hún er að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2011 kl. 20:38
Ásthildur nú ert þú ekki grúppía á unglingsaldri að fjalla um poppgoðið sitt.
Ég veit greinilega meira um þessa heiðruðu frá en þú.
Og hún er nú ekki alveg í tölu blessaðra sem verða svo heilagir dýrðlingar.
Viltu í alvörunni að ég reki þetta frekar?
Er ekki bara komið gott???
Viggó Jörgensson, 3.10.2011 kl. 00:38
Jú Viggó minn, er reyndar orðin 67 ára, og hef sæmilega þekkingu á fólki. En þetta mál skiptir mig frekar litlu, er bara að segja mína skoðun á þessu. Og er ánægð með Dorrit, en ég get alveg unnt öðrum að hafa annað álit á henni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.