Gylfi ætti að hætta strax.

Það er mesti ósiður að ASÍ geri háskólamenntaða sérfræðinga sína að forsetum sambandsins.

Ósiður sem byrjaði þegar Ásmundur Stefánsson varð forseti. 

Ósiður sem hélt áfram þegar Gylfi Arnbjörnssn varð forseti. 

Báðir höfðu verið hagfræðingar samtakanna.  Og allt var það gott og blessað. 

En að þeir geti samsamað sig með verkafólki og áttað sig á stöðu þess er firra. 

Forseti ASÍ á að vera venjulegur láglaunamaður.

Þar að auki er það óþolandi með öllu að flokkshestar séu ráðandi aðilar í slíkum samtökum.

Þá fer stefna þeirra ekki eftir hagsmunum félagsmanna heldur því hvaða ríkisstjórn er við völd. 

Á Gylfa Arnbjörnssyni eða Jóhönnu Sigurðardóttur en engin munur í þessu tilliti.

Gætu haft verkaskipti þess vegna. 

Fyrrum formaður flugfreyjufélagsins væri betur kominn sem forseti ASÍ.

Og hagfræðingurinn forsætisráðherra.

Allt að einu eru bæði í Samfylkingunni og öll störf og stefna Gylfa ræðst af því.

Ekki af hagsmunum félaga í ASÍ.   

Gylfi vill meira að segja ganga í ESB svo að hér verði viðvarandi 10 - 20% atvinnuleysi.

Nokkuð sem við Íslendingar vorum lausir við. 


mbl.is Óheiðarlegur og ósanngjarn rógburður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnfreð Ingi Ottesen

Alveg sammála, þessi Gylfi vinnur ekki fyrir fólkið í landinu heldur fyrir stjórnmálamennina JS. & SJS.

Magnfreð Ingi Ottesen, 30.9.2011 kl. 01:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála burt með þennan mann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 08:38

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það gleður mig að fleiri sjái þetta en ég.

Kærar þakkir fyrir innlitið Ásthildur Cesil og Magnfreð Ingi.

Viggó Jörgensson, 30.9.2011 kl. 12:32

4 identicon

Gylfi er jafn útbrunninn og Jóhanna þau ættu að sjá sóma sinn í að hætta áður en þeim verður steypt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 16:33

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Kristján.

Ég veit ekki hvort Gylfi er útbrunninn.

En hann hefur alveg misst sjónar á hlutverki sínum sem forseti ASÍ.

Gylfi er sanntrúaður Samfylkingarmaður og að sama skapi ónýtur forseti.

Viggó Jörgensson, 30.9.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband