Jóhanna sýnir framfarir en betur má ef duga skal.

Eftir 33 ár á Alþingi er þessi elska bara farin að sýna framfarir.

Hún var ekki grátandi eins og í útvarpinu í fyrradag.

Hún gargaði ekki á viðmælendur.

Og var jafnvel viðkunnugleg á köflum.

En ræður samt ekkert við verkefnið.

Og á að hætta þessu. 

Bara dómgreindarskorturinn að setja ESB aðild ofar hagsmunum almennings er nægilegt.

Og hún hefur ekkert séð að sér og ekkert lært um ESB. 

Og lætur afglapann Össur stjórna feigðarförinni til Brussel.

Auðvitað mætti alveg kjósa nú.

Það er rétt að núverandi stjórnarandstaða er ekki tilbúin að taka við.

Þar þarf að hreinsa helminginn út rétt eins og í stjórnarliðinu.

Og svo byrjaði vitleysan að flæða.

Frúin gefur í skyn að hún sé að fara að leggja niður verðtrygginguna. 

Það er óheiðarlegur málflutningur eða málflutningur byggður á vanþekkingu.

Væri verðtryggingin lögð niður myndu sparifjáreigendur taka út innistæður sínar.

Bankakerfið hryndi mögulega aftur

Aukin eyðsla myndi stuðla að aukinni verðbólgu. 

Jóhanna er greinilega búin að gleyma hugsunarhættinum þegar fólk hljóp og keypti bara eitthvað.

Þegar orðrómur kom upp um gengisfellingu og raunvextir af innlánum voru neikvæðir hvort sem er.

Svona talar ekki alvöru forsætisráðherra.

Nákvæmlega ástæðan fyrir því að frú Jóhanna hefur ekkert að gera í þessu embætti. 

Skilur bara ekkert í gangverki þjóðfélagsins. 

Og þá borin von að hún geti lagfært eitthvað.    


mbl.is Kosningar ekki heppilegar nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð samantekt hjá þér Viggó, Guð hvað ég er búin að fá upp í kok af Jóhönnu og Steingrími, ég er með eitthvert óþol sem ég losna ekki við furr en þau eru horfin inn í sín ríkulegu eftirlaun og bara horfin út úr mínu lífi. Segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2011 kl. 23:39

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Mæltu manna heilust og kærar þakkir fyrir innlitið, Ásthildur.

Viggó Jörgensson, 30.9.2011 kl. 01:11

3 identicon

Góð samantekt og akkúrat það sem allir þurfa að skilja en enginn vill sjá.  Sumpart vegna ofstjórnar VG-kommana sem eitra allt í kringum sig með sleni og væli.

Pétur Páll (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 01:30

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Ásthildur.

Sigurður Haraldsson, 30.9.2011 kl. 02:15

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Pétur Páll.

Ég var alinn upp við lestur á Þjóðviljanum, Tímanum og Mogganum.

Var hlynntari Þjóðviljanum fram að fermingu.

En fólk sem trúir á komúnistma og lausnir þeirra,

á fullorðinsárum, þarfnast aðstoðar.

Það sést vel og fullkomnum skilningsleysi t. d.

Svandísar Svavarsdóttur á hlutverki atvinnulífsins.

Hún heldur að peningarnir verði til í ríkiskassanum

og að atvinnufyrirtæki í einkaeigu séu óvinur þjóðfélagsins nr. 1.

Og þess vegna eigi að leggja steina í götu þeirra.

Viggó Jörgensson, 30.9.2011 kl. 12:46

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Siggi ertu búinn að útbúa nestið fyrir morgundaginn?

Viggó Jörgensson, 30.9.2011 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband