23.9.2011 | 17:35
Undirstaða ríkisvaldsins. Sömu laun og alþingismenn.
Í lýðræðisríki er góð lögregla gífurlega mikilvæg.
Skylda lögreglunnar er fyrst og fremst við þjóðina sjálfa.
Að halda uppi því þjóðskipulagi sem þjóðin hefur ákveðið að hafa.
Eftir þeim lagareglum sem þjóðin hefur látið fulltrúa sína setja.
Góð lögregla verndar þannig þjóðina fyrir valdhöfum sem vilja hrifsa til sín völdin.
Lengur en þeim ber.
Undir einhvers konar yfirskini sérstakra aðstæðna eða neyðar.
Góð lögregla verndar einnig valdhafanna fyrir múg sem vill taka völdin með ólögmætum hætti.
Góð lögregla er þannig undirstaða ríkisvaldsins og þeirra lagareglna sem þjóðin hefur sett í landi sínu.
En rétt eins og gera verður miklar kröfur til góðra lögreglumanna.
Verður einnig að greiða þeim góð laun.
Í samræmi við kröfur og ábyrgð.
Laun lögreglumann ættu að miðast við laun alþingismanna.
Önnur stéttin fer með vald í umboði þjóðarinnar.
Hin skal gæta þess að rétt sé með það farið.
Bæði af þeim sem þar sitja inni og standa utan þess.
13 þúsund króna hækkun á álagsgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er að mínu mati mjög áhugaverð og skynsamleg tillaga. Álag á lögreglu getur í ákveðnum aðstæðum verið mjög mikið og ábyrgð sömuleiðis. Punkturinn að lögregla verndi báðum megin veggjar er mjög góður.
Umrenningur, 23.9.2011 kl. 17:45
Alþingismenn hafa haft það á orði að þeir verða að vera vel launaðir til að freystast ekki til að láta múta sér... Hvað segir það um þeirra vilja til að löggan láti múta sér?
Hallur (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 20:14
Þakka þér sjálfum Umrenningur.
Við höfum einmitt nýleg dæmi.
Árið 2008 reyndu kommúnistar að yfirtaka Alþingi.
Lögreglan kom í veg fyrir það slys.
Svo urðu ríkisstjórnarskipti með löglegum hætti.
Enn eru á Alþingi fólk sem langar ekkert meira en að yfirtaka ríkisvaldið með ólögmætum hætti.
Bara fáeinir dagar og vikur frá því að ýmsir valdhafar kvörtuðu sáran yfir Alþingi og umræðum þar.
Kæmi valdhöfum til hugar að taka hér völdin, með ólögmætum hætti, t. d. fresta kosningum.
Þá mætti lögreglan með engum hætti styðja við slíkt.
Né taka við fyrirmælum frá valdhöfum sem færu út fyrir umboð sitt.
Í þeim tilgangi að taka til sín völd sem aðeins þjóðin fer með.
Það svo tilgangur lögfræðinga og lögmanna að mótmæla harðlega hvers konar tilraunum stjórnvalda.
Til að ganga á rétt borgaranna.
Viggó Jörgensson, 23.9.2011 kl. 20:31
Sæll Hallur.
Það voru líka rökin fyrir háum launum bankastjóra í ríkisbönkunum.
Og eru enn líka rökin fyrir hærri launum dómara.
Og það sama ætti að gilda um lögreglumenn.
Viggó Jörgensson, 23.9.2011 kl. 20:35
Góða kvöldið piltar
Sjáið þið fyrir ykkur að jóhanna eða steingrím eða einhverja þeirra sem taldir eiga að bera einhverja ábyrgð koma og hjálpa mönnum í neið hvar sem er á sjó eða landi NEI,
EN HRINGIÐ Í 112 OG HVERJIR ERU KOMNIR AÐ AÐSTOÐ ÞANN SEM ER Í VANDA HVORT ÞAÐ SÉ DAUÐSFALL EÐA BARA VENJULEGUR ÁGREININGUR MEÐAL NÁGRANNA, Nei það er skömm að þjónar Löggjæslunar skulu eki vera á mannsæmandi launum og stið ég lögreglumenn í launabaráttu sinni.
Jón Sveinsson, 23.9.2011 kl. 20:54
Þakka þér Jón.
Viggó Jörgensson, 24.9.2011 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.