17.9.2011 | 23:38
Skemmum ekki Alþingishúsið og ekkert ofbeldi.
Við sem förum að gefa brabra brauð á laugardögum ættum þá kannski að vara okkur.
Að lenda ekki innan um ráðherra og annan skríl á þessum degi.
Það verður ekki við öllu séð.
Að einmitt þennan dag séu lögreglumenn að funda um launamál sín.
Hvaða launaflokkur hæfi því að fá kannski gangstéttarhellu í höfuðið.
Við varnir verri skrílsins inni í Alþingishúsinu fyrir hinum úti.
Eða hlusta á fúkyrði fólks sem á ekkert sökótt við lögreglumenn.
Aldrei myndi ég samþykkja að óður skríll færi að eyðileggja Alþingishúsið.
Eða draga út ráðherra fyrir dómstól götunnar.
En mannkynssagan endurtekur sig í sífellu.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur að vísu svikið alla landsmenn margsinnis.
Bæði í fortíð, nútíð og framtíð.
En mest þó kjósendur sína, íslenska vinstri menn og jafnaðarmenn.
Sem væntu þess ekki að ríkisstjórnin gengi erinda alþjóðaauðvaldsins í bönkum heimsins.
Léti íslenskan almenning blæða til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um ríkisfjármál.
Og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn stjórna landinu til að þjónka Evrópusambandinu í sama skyni.
En ekkert yrði ég hissa með brauðið hjá brabra.
Að þeim Steingrími, Össuri og Jóhönnu yrði hent í Tjörnina.
Af eigin flokksmönnum.
Þrátt fyrir að það sé bannað.
Að henda rusli á almannafæri.
En brauði myndi ég henda til þeirra.
Alltaf verið góður við aumingja.
Íhuga að funda við setningu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Athugasemdir
...það stendur hvergi í lögunum að ekki megi henda notuðum þingmönnum í tjörninna? Er ekki allt leyfilegt á Íslandi sem er ekki alveg sérstaklega bannað?
Óskar Arnórsson, 18.9.2011 kl. 02:26
Ef við sleppum öllum galskap Óskar.
Þá er það rétt að það sem er bannað verður að vera útlistað í lögum.
Í rauninni er það oftar þannig að mælt er fyrir um refsingu gerir þú eitthvað eða látir það ógert.
Og samkvæmt hegningalögum er refsivert að ráðast á fólk með ofbeldi og henda t. d. í Tjörnina.
í lögum um lögreglusamþykktir eru heimildir til að sekta þá sem henda rusli. Nema í sorpílát auðvitað.
Ef Alþingi er að störfum er það mjög alvarlegt afbrot að ráðast að því, eða þingmönnum þess.
Þetta eru jú þeir fulltrúar sem við þjóðin kusum til að fara með okkar mál.
Og okkur sjálfum að kenna að kjósa þangað hvers kyns loddara og liðneskjur.
Viggó Jörgensson, 18.9.2011 kl. 03:49
Jú jú Viggó! Alveg rétt hjá þér. Það er sjálfsagt bannað að henda þingmönnum í tjörnina þó það standi ekki sérstaklega í lögum. Það er líklegast bannað að beita fólk ofbeldi í efnahagsmálum, taka af því lífsviðurværið hvaða aðferð sem er notuð.
Þingmenn henda venjulegu fólki í "skuldatjörnina" og þikjast vera í fullum rétti. Ég samþikki ekkert "óðan skríl" sem ráðast á lögreglu og þinghús. Málið er að allt sem skiptir máli er tekið í sundur í smáatriði og það er raunverulega engin stefna hjá neinum flokki.
Fólk sem á ekkert lengur, er orðið húsnæðislaust, allslaust og fær tvöföld skilaboð úr öllum áttum, getur orðið svo örvæntingafullt að það tekur lögin úr sambandi ef það fær nógu marga með sér í það. Það er bara mannlegt eðli og þingmenn leika sér að því að vera fastir í hlutverkaleik sem hæfir alls ekki aðstæðum.
Spegilmynd þjóðfélagsins kemur sterkast fram hjá þeim sem verst hafa það. Samfélagsuppbygging er eins og að skipuleggja að byggja hús upp á nýtt. Þá byrjar maður á grunninum. Og hvað sem hver segir, þá er grunnur hvers samfélags fólkið sem verið er að reka hægt og rólega út á götu.
Enn aftur að þingmönnum. Ég held að fólk myndi aldrei nokkurntíma brjóta lögin á þann hátt og jafn alvarlega sem þinmenn landsins hafa leyft sér. Og hvað við kjósum og hvers vegna er mjög einfalt. Stjórnsýsla hvers lands fyrir sig endurspeglar oftast hvernig fólk er raunverulega að innaverðu. Við fáum alltaf þá stjórn í lýðræðisríkjum sem við eigum skilið....
Við erum með stórhættulegt stjórnsýstem í landinu, hvað svo sem öllum lögum líður. Það væri mikið vit í að nota eingöngu Stjórnarskránna til að stýra landinu í nokkur ár og endurskoða öll lög í landinu. Til hvers þau eru og hvernig á að framfylgja þeim.
Íslendska Réttarríkið er úr sér gengið, grunnhugsuninn er röng og sýna fyrri ár að við getur ekki haldið áfram að gera sama hlutin á sama hátt og vonast eftir öðruvísi niðurstöðu en við höfum fengið hingað til. Lausnin liggur í að hver einstaklingur byrji að leggja sitt af mörkum og hjálpa náunga sínum í daglega lífinu...
Óskar Arnórsson, 18.9.2011 kl. 10:55
"Hjálpa náunga sínum í daglega lífinu" Óskar það ætla ég að gera þegar við komum saman við þinghúsið þann 1 október og aftur 3 október með hjálp góðra manna verður skítnum vonandi hent í tjörnina!
Sigurður Haraldsson, 18.9.2011 kl. 12:01
Sigurður! "Við verðum að vera góðir við fullorðnu börnin sem kalla sig alþingismenn" er það ekki?
Óskar Arnórsson, 18.9.2011 kl. 17:32
Niðurstaðan er þá Óskar.
Við verðum að svæla stjórnina frá völdum með löglegum aðferðum.
En höfum við eitthvað betra til að taka við?
Sjálfstæðisflokkurinn á algerlega eftir að skúra út hjá sér.
Fyrst og fremst þurfum við stjórn sem hættir þessu Evrópusambandsbulli.
Og fer að hugsa eingöngu um fólkið í landinu.
Ef stjórnin hefði gert það.
Væru ekki þúsundir ungir framtíðarskattgreiðendur farnir til Noregs.
Óbætanlegt tjón.
Af því að ríkisstjórninni fannst mikilvægara að þjóna hagsmunum
erlendra fjármagnseigenda og að uppfylla kröfur Evrópusambandsins í ríkisfjármálum.
Stærsta málið er að losna við ESB aulanna, úr öllum flokkum, af þingi.
Ekki endilega að Framsóknarflokkur og óskúraður Sjálfstæðisflokkur komist aftur til valda.
Viggó Jörgensson, 19.9.2011 kl. 00:08
Það þarf að kjósa fólk sem nennir þessu. Sem EKKI er pólitískt í þeim skilningi fólk skilur pólitík í dag. Heldur mannlegt, alvöru "human", því það er öll pólitík hætt að vera fyrir löngu síðan.
Það er ekkert tjón óbætanlegt. Sumt tjón er bara þannig að gerð, að leita verður lausna eftir öðrum leiðum en venjulega. Það sem er verst af öllu er að fólk sem eyðilagði mest í samfélaginu fyrir nokkrum árum, veit greinilega ekki af því sjálft og heldur þess vegna áfram að eyðileggja ...
Óskar Arnórsson, 19.9.2011 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.