16.9.2011 | 15:24
Þá er alveg eins hægt að hætta við allt saman.
Allt þetta mál var til að frú Jóhanna Sigurðardóttir gæti með einu pennastriki.
Sett Jón Bjarnason út úr ríkisstjórninni án þess að Alþingi hefði með það að gera.
Nú þegar sá kostur er úr sögunni. Getur hún bara hent frumvarpinu og farið að vinna eitthvað.
Með því var engin önnur meining. Aðeins ein leiksýningin í viðbót.
Þá gæti Alþingi snúið sér að brýnni verkefnum svo sem hagsmunum fólksins í landinu.
Ef frúin hefði einhvern áhuga á því.
En forgangsmál frúarinnar er að fá dagvistun, fyrir Össur, í Brussel.
Svo skulum við sjá til.
Ráðuneytaskipan háð samþykki Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Athugasemdir
Hægri menn á Íslandi eru svo uppteknir við að fylgja Jóhönnu eftir með augum og eyrum, að þeir steingleyma að líta í aftursæti sín, að ekki sé nú talað um skottið. Ástandið innan D og B (dánarbús) flokkanna er að verða nokkuð skrautlegt. Formennskan mun ganga Bjarna úr greipum, enda hann ekki með pungapróf í stjórnmálum. Hann reyndi við pungaprófið í viðskiptum, en féll í munnlegum vafningum. Við mun taka formaður án pungs. Eftir sem áður mun pungsveittur dritstjórinn í Hádegismóum ráða öllum spottum í flokknum. Slagurinn um varaformennskuna verður líka sögulegur, en enginn innvígður hefur enn leitt að því hugann, til þess skortir bæði framsýni og hugmyndaflug.
Framsókn er að molna innanfrá. Þar svamlar hver áhrifamaðurinn frá borði eftir annan og næsta víst að eftir standi fáeinir fjósamenn, með rekurnar á lofti, til að moka allan þann skítaflór sem sá flokkur hefur lagt drög að á löngum ferli, en virðist einhvern veginn vera að mestu horfinn, rétt eins og framsóknar gull Samvinnutrygginga og Sambandsins forðum. Flórinn sá verður aldrei mokaður.
Best væri að loka skottlokinu vandlega og taka stefnuna á Sorpu.
Björn Birgisson, 16.9.2011 kl. 15:57
Alltaf hressandi að heyra frá þér höfðingi.
Þið kommarnir hafið aldrei reynt að hreinsa aftursætin hvað þá blóðið úr skottinu.
Bara laumað skrjóðnum á hauganna og fengið ykkur nýjan.
Kommúnistaflokkur Íslands, sem var deild í Kominterm.
Sósialistaflokkurinn.
Alþýðubandalagið.
Vinstri hreyfingin - grænt framboð.
Hvað sá næsti mun heita, veit ég ekki.
En kannski laus við nályktina af Stalín úr aftursætinu.
Og þeirra sem hann drap, úr skottinu.
Viggó Jörgensson, 16.9.2011 kl. 18:19
Hehe ................. gott svar hjá þér!
Björn Birgisson, 16.9.2011 kl. 18:36
Gafst svo gott færi á þér, Bjössi.
Viggó Jörgensson, 16.9.2011 kl. 22:12
Enginn leikur er skemmtilegur ef engin eru færin! 4-4 eru miklu skemmtilegri úrslit en 0-0!
Björn Birgisson, 17.9.2011 kl. 10:41
Sammála Bjössi.
Það var gaman í gamla daga
þegar maður las Klippt og skorið í Þjóðviljanum
til skiptis við Staksteina í Mogganum.
Viggó Jörgensson, 17.9.2011 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.