Samræmist frumvarpið stjórnskipan og stjórnarskrá?

Lögfræði:

Starfsemi ríkisins í landinu skal skipað með lagareglum. 

Þær geta verið í stjórnarskrá, almennum lögum, reglugerðum o. s. frv. 

Nokkrar skorður eru við framsali valdheimilda. 

Alþingi má ekki framselja vald sitt til undirstofnanna án takmarkanna. 

Ætli Alþingi að setja lög um valdaframsal má það ekki vera óheft. 

Nægilegar takmarkanir og skorður verða að fylgja slíku framsali.

Í stjórnarráðsfrumvarpinu er nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir einræði forsætisráðherra um skipan stjórnarráðsins. 

Einu skorðurnar eru að ráðherrar séu eigi fleiri en 10.

Spyrja má hvort slíkt valdaframsal standist.   

Þó að skipan stjórnarráðsins með forsetaúrskurði sé samkvæmt svokallaðri lagaframkvæmdarreglugerð. 

Sem ekki beinist að stjórnarskrárvörðum réttindum einstakra manna. 

Þá eru því einnig takmörk sett hversu langt Alþingi getur gengið í að framselja starfsskyldur sínar.

Eða framselja valdheimildir sínar til að stjórna landinu sem Alþingi sjálfu ber að stjórna með lögum.  

Samkvæmt undirstöðureglum stjórnskipunarinnar.

Stjórnmál:  

Í lýðræðisríki með þingbundinni stjórn er hér lagt út á afar vafasama braut. 

Þjóðin kaus sér fulltrúa á löggjafarsamkomuna, Alþingi.

Svo að Alþingi skipaði mönnum til verka við æðstu stjórn landsins í ríkisstjórn. 

Í Frakklandi og Bandaríkjunum kjósa þær þjóðir forseta til að velja ríkisstjórn að eigin geðþótta.

Íslenska þjóðin hefur ekki afhent forsætisráðherra landsins einræðisvald til þess. 

En nú er forsætisráðherrann að þvinga löggjafarvaldið til að færa sér þetta vald. 

Hvað næst?

Verður kosið oftar? 


mbl.is „Þetta er algjörlega óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Viggó gott hjá þér, þetta frumvarp þarfnast nefnilega verulegrar lögfræðilegrar rýni og hrein fásinna að reyna að þvinga svona lagað í gegn fljótheitum með valdi, maður spyr sig brjóti það í bága við stjórnarskrá þá hlýtur þetta að vera hreint landráð. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 14:20

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Kristján.

Það sést í greinargerðinni með frumvarpinu. 

Að lögfræðingarnir sem þar halda á penna eru með mikla verki og áhyggjur.

Leggja mikið á sig til að reyna að sannfæra sjálfa sig um að þetta sé allt í lagi. 

Sorglegt að menn skuli selja sig í hvað sem er.  

Viggó Jörgensson, 16.9.2011 kl. 14:33

3 identicon

Já enda virðist Jóhanna vera að hrekjast af leið og búin að samþykkja breytingar á frumvarpinu í þá veru að forsætisráðherra ráði ekki einn heldur þurfi þingiða að samþykkja, sennilega hefur einhverjum sem vit hefur á tekist að tala um fyrir henni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 14:51

4 identicon

Eitt enn, Húrra fyirir stjórnarandstöðunni að ná að standa gegn þessari ósvinnu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 14:52

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Samt sorglegt Kristján að eyða öllum þessum tíma í þessa vitleysu.

Viggó Jörgensson, 16.9.2011 kl. 22:14

6 Smámynd: Björn Emilsson

Menn verða að hafa í huga og viðurkenna að þetta stjórnarlið með Steingrím kommunistaforingja í broddi fylkingar meðlima gamla kommunistaflokksins eru búnir að ná völdum á Islandi. Því skyldu þeir hætta í miðju kafi að uppfylla draum sinn ´Sovét Island´ með flugfreyju þeim til þjónustu.

Björn Emilsson, 17.9.2011 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband