Leggja þarf neitunarvaldið niður.

Það er úr öllum takti við samtímann að stórveldin hafi neitunarvald hjá Sameinuðu þjóðunum.

Þannig hafa stórveldin getað verndað helstu glæpamenn samtímans hverju sinni.

Þessa sem hafa setið á valdastólum hverju sinni og verið þóknanlegir viðkomandi stórveldi.

Neitunarvaldið hefur hindrað alþjóðasamfélagið.

Í að aðstoða kúgaðar þjóðir til að losa sig við einræðisherra og glæpaflokka af valdastólum.    


mbl.is Hóta neitunarvaldi á SÞ-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Durtur

Mæli með að skoða þessa síðu og listann yfir þær ályktanir SÞ gegn hverjum USA hefur beitt neitunarvaldinu í gegnum tíðina. Ég er nú óttalegur kanafíll sjálfur en það er frekar erfitt að fara yfir þennan lista án þess að sjá USA sem hið eina, sanna "Evil Empire". Svo er það besta við þetta að bandaríkjamenn eru almennt alltaf vælandi um að SÞ virki ekki (sjá t.d. John Bolton, fyrrv. sendiherra USA hjá SÞ) en líta alveg framhjá því að SÞ virka ekki afþví USA stoppar allt gott sem SÞ reyna að láta af sér leiða.

Svo mætti einhver minna Ísrael og USA á hvernig Ísraelsríki varð til á sínum tíma, ekki síst hryðjuverkaölduna sem Ísraelar settu af stað til að öðlast sjálfstæði. Ef það er einhver þjóð í heiminum sem ætti að skilja Palestínumenn og vilja þeirra til að vera frjálsir og sjálfstæðir (og, tja, kannski lifandi líka), þá er það Ísrael, en því miður er þvi landi stýrt af öfgafullum bókstafstrúarrasistum sem hafa engan áhuga á að lifa í sátt og samlyndi við neina goyim. Ég hef samt sjálfur fulla trú á að unga kynslóðin í Ísrael sé að fara að snúa þessari þróun við; það er, þrátt fyrir allt, margt að gerast þarna eystra sem gefur tilefni til bjartsýni.

Salaam,

Gísli 

Durtur, 16.9.2011 kl. 03:04

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kærar þakkir Gísli.

Verður fróðleg lesning.  

Viggó Jörgensson, 16.9.2011 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband