Veiða sjálfir hval í Alaska. Össur ginningarfífl Hillary Clinton.

Það er löngu tímabært að þjóðir heims taki sig saman um að kenna Bandaríkjunum betri siði.

Þeim væri nær að draga úr hernaðarútgjöldum sínum og yfirgangi um allar jarðir. 

Bandaríkjamenn veiða sjálfir einhver ósköp af hval við Alaska. 

Það var hins vegar í maí síðast liðnum að Össur Skarphéðinsson hitti Hillary Clinton utanríkisráðherra. 

Og sagði okkur að allt væri alveg dásamlegt í samskiptum okkar og Bandaríkjanna.

Það var á þeim tíma sem Bandaríkjamenn þurftu að hafa Ísland með í stríðsrekstri NATÓ í Líbýu. 

Össur var sem sagt fíflaður og plataður frá öllum hliðum þegar Hillary leyfði honum að spila stóran kall í maí. 

Gerði sig breiðan um forystu okkar í björgunarmálum á norðurslóðum. 

Og nú í september er Össur svo rassskelltur rækilega. 

Bandaríkjamenn vilja helst ekkert við Össur tala og alls ekki um norðurslóðir.  

Og svona hefur Össur verið fíflaður í Brussel, bæði fyrr og síðar.

En hvenær ætli hann átti sig á því?   


mbl.is Engar viðskiptaþvinganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Hverju orði sannara Viggó.

Jón Óskarsson, 16.9.2011 kl. 07:08

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Því miður Jón.

Þakka innlitið.

Viggó Jörgensson, 16.9.2011 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband