Ósanngjarnar ásakanir, sumir ná því ekki.

Að saka alþingimenn um að þeir nái meðalgreind er spark undir beltisstað. 

Hjá fáeinum munar nokkrum genum að þeir gangi lausir. 

Flestir alþingismenn eru sæmilega gerðir menn, það vantar nú ekki.

En fæstir þeirra hafa þann feril og bakgrunn sem þarf til þingsetu. 

Fæstir þeirra hafa nokkra yfirsýn eða heildarsýn yfir þjóðarbúið eða hvert skal stefna. 

Nema þeir aular sem vilja einfaldlega láta það í hendur ESB.  

Svo eru aðrir sem vilja bæta hér samfélagið en gætu aldrei útskýrt hvernig það skal framkvæmt.

Að sjálfsögðu eru svo bráðskarpir einstaklingar á Alþingi eins og öðrum stöðum í þjóðfélaginu. 

Alþingismenn eru ekki veikari á geði en þjóðin almennt.   

Það er líka ósanngjörn ásökun. 

Nema þetta að hafa yfirleitt boðið sig fram. 

Hver væri ekki orðinn geggaður, að hafa hlustað á Jóhönnu og Steingrím í 30 ár?  

Og hafa þau þolað það sjálf?  

Á Alþingi á engin að sitja nema 12 ár samfleytt. 

Og engin á að vera ráðherra nema í 8 ár. 

Á þeim tíma ættu menn að hafa komið erindi sínu  á framfæri. 

Flestir eru dragbítar eftir það. 

Og misskilja persónulegt mikilvægi sitt. 

Þegar menn trúa því að heil þjóð standi, og falli, með þeirra eigin setu á valdastól.

Það er þá sem þeir eru vissulega orðnir brjálaðir. 

 


mbl.is Ekki samboðið Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærlega stutt og skorinort, Viggó! Beint í mark :) !

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 15:58

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir Egill sömuleiðis.

Viggó Jörgensson, 15.9.2011 kl. 16:03

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óvenju skörp greining í knöppum texta.

Sem auðvitað skerpir á athygli lesandans.

Árni Gunnarsson, 15.9.2011 kl. 16:58

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessi þig líka Árni

og þakka innlitið.

Viggó Jörgensson, 15.9.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband