15.9.2011 | 13:32
Einræðisfrumvarpið skal í gegn. Þá er nægur tími á Alþingi.
Nú upplýsir þingforseti að nægur tími sé til að ræða helsta áhugamál forsætisráðherra.
Frumvarp til laga um að hún verði einræðisherra í stjórnsýslunni.
Á stjórnarheimilinu telst einnig til þjóðþrifamála að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra.
Charles Bretaprins hefur t. d. þrjá þjóna til að sjá um fötin sín.
Og eftir að við fengum myndirnar af utanríkisráðherra í Póllandi.
Þar sem bindislaus ráðherrann var ekki kominn almennilega á fætur.
Þá skilur maður þetta allt betur.
En Alþingi hefur ekki tíma til að ræða tittlingaskít.
Eins og hag almennings.
Þingfundur verður lengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Athugasemdir
Hefur þú lesið meint "einræðisfrumvarp" Viggó?
Hvað í þessu frumvarpi færir forsætisráðherra einræði?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2011 kl. 14:15
Horfði á útsendingar frá umræðum á alþingi í fyrradag til klukkan að verða tvö um nóttina og til klukkan þrjú í nótt. Þingforseti svaraði ekki ítrekuðum fyrirspurnum og óskum þingmanna um að nokkrir af öllum fjarverandi ráðherrum mættu í þingsal til að hlusta á umræður og svara spurningum um frumvarpið. Um miðja nótt fékkst það svar að forsætis og fleiri ráðherrar væru staddir í húsinu og fylgdust með umræðunum.
Engin í þingsal fékk svar hve lengi umræðurnar ættu að standa inn í nóttina, en að lokum um tvöleytið kom óljóst svar - að umræðurnar myndu "hugsanlega standa eitthvað inn í nóttina" og síðan aftur "líklegast fram undir morgun".
Þessi skipulagða aðför að þingmönnum er klárt andlegt ofbeldi stjórnað af því fólki sem lágu í skúmaskotum alþingishúsins eins og illar vættir í leynum og fylgdustu með umræðunum.
Er innilega þakklát að það er fólk í stjórnarandstöðu sem gefast ekki upp, rátt fyrir að þeim er skipulega sýnd vægðarlaus mannfyrirliting og grimmilegt ofbeldi.
Trúi því að þessi ríkistjórn verði farin frá völdum fyrir 2 okt n.k., sá dagur er bæði fæðingardagur Gandhi og aþjóðlegur dagur friðar og mannréttinda - "Dagur án ofbeldis".
Sólbjörg, 15.9.2011 kl. 14:41
Þakka þér innlitið Axel.
Ef við lítum nú á greinargerðina með lagafrumvarpinu þar sem fjallað er um 2. grein laganna:
"...sem felur forsætisráðherra...ákvörðunarvald um fjölda ráðherra og með hvaða hætti störfum er skipt á milli þeirra.
Breytingin er jafnframt til þess fallin... ...að það þjóni sem best þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa á hverjum tíma..."
Þetta getur ekkert verið skýrara. Alþingi framselur vald sitt og gerir forsætisráðherra að einræðisherra yfir ríkisstjórninni.
Markmið laganna er breyting til að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni.
Og það er beinlínis tekið fram að lögin séu til þess.
Hvað er svona óskýrt Axel?
Viggó Jörgensson, 15.9.2011 kl. 14:47
Sólbjört.
Þetta er svokallað ógæfufólk.
En mest er ógæfan hjá íslenskum vinstri mönnum.
Að þeirra mestu aular skuli hafa olbogað sig til valda.
Viggó Jörgensson, 15.9.2011 kl. 14:50
Ógæfa vinstri manna er að þeir hafa ótölulaust leyft og samþykkt yfirganginn og þannig leitt fyrir þjóðina alla þessa ógæfu.
Kofi Annan sem er á leið til Íslands bráðlega segir að fólk megi ekki láta óhæfu fyrri tíma endurtaka sig, því segir hann; "Göngum ekki sofandi í átt að hörmungum".
Skýr framsetning á 2 greininni. Samantekt á fínu orðunum í annari nálgun er þessi: Ég ræð öllu!!! - og má vera eins sinnisveik og óhæf og mér sýnist, engin skal geta stöðvað mig.
Þetta fer að minna á bíómyndir með brjáluðum valdasjúklingi. Á meðan mögulegt er verður að koma þessari stjórn frá.
Sólbjörg, 15.9.2011 kl. 15:19
Vá Viggó, kanntu annan!
Heldur þú að í ljósi laganna verði ekki frá því gengið milli viðkomandi stjórnarflokkana hvernig þessum málum skuli háttað í þeirra samstarfi. Rétt eins og samkomulag núverandi stjórnarflokka kveður á um eitt atvinnuvegaráðuneyti. Að kalla framkvæmd þess samkomulags aðför að Jóni Bjarnasyni er í bestafalli brosleg. Jón vissi manna best um sína stöðu við stjórnarmyndunina.
En það er athyglisvert og lærdómsríkt að stjórnarandstaðan skuli telja það til dyggða að menn hundsi gerða samninga. Og afstaða sjálfstæðismanna núna er virkilega hjartnæm, en brosleg, í ljósi þess að ónefndur forsætisráðherra á árum áður, réði því sem hann vildi ráða og fór sínu fram, jafnvel án stuðnings laga og vilja þingsins.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2011 kl. 15:25
.....verði ekki frá því gengið í framtíðinni milli viðkomandi stjórnarflokkana.... Átti þetta að vera.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2011 kl. 15:27
Já Axel ég kann annan.
"...Jón vissi manna best um sína stöðu við stjórnarmyndunina..."
Segir þú sjálfur.
Sé því ekki að við séum ósammála um þetta atriði.
Viggó Jörgensson, 15.9.2011 kl. 15:42
Sólbjört.
Þegar menn eru orðnir brjálaðir verður hugsunarhátturinn alltaf eins.
"...Þegar við höfum einu sinni náð völdunum, skal enginn taka þau frá okkur..."
(Þýskur stjórnmálamaður á síðustu öld.)
Viggó Jörgensson, 15.9.2011 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.