14.9.2011 | 17:04
Óstöðugleiki veiðimannaþjóðfélagsins er eitt okkar mesta mein.
Íslendingar eru vertíðarþjóð.
Vanir því í árhundruð að hafa stundum lítið og stundum meira.
Allt eftir því hvernig vertíðin tókst til.
Bæði til sjávar, og sveita, vorum við upp á náttúruöflin komin.
Og sá hugsunarháttur hefur mótað okkur til tjóns.
Að njóta vel og vandlega þegar betur árar. Og taka svo skellinn á milli.
Ókostirnir við þessar aðstæður og hugsunarhátt eru verri en kostirnir.
Engar langtíma fjárhagsáætlanir standast í okkar ágæta landi.
Hvorki til að reka heimili né atvinnufyrirtæki.
Og slíkar ytri aðstæður stuðla ekki að bættum eða breyttum hugsunarhætti.
En þeir sem hafa boðið sig fram til að stjórna fyrir okkur landinu.
Hafa ekki ofreynt höfuðið til að átta sig á þessari sérstöðu lands og þjóðar.
Í svo litlu og óstöðugu hagkerfi var auðvitað fásinna að gera alla hluti frjálsa í hagkerfinu.
Eins og þetta örríki væri heil heimsálfa.
Stjórnmálamenn okkar kokgleyptu regluverk frá Evrópu sem hentar miklu stærri iðnvæddum þjóðum.
Ef það hentar þá einhverjum nema helst kannski Þjóðverjum.
En það mega núverandi stjórnendur landsins eiga.
Að þeir viðurkenna fúslega þeir vilji fá Evrópusambandið til að stjórna hérlendis.
Af því að þeir geta það ekki sjálfir.
En hefur það gefist vel?
Tapar eignum sínum í þriðja sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.