Þetta fólk hefur ekki haft tíma til að hugsa málið.

Ég þekki nokkra af þessum sem sögðust styðja söluna.

Af því að þeir höfðu ekkert hugleitt þessi mál.

En voru flestir fljótir að skipta um skoðun þegar mögulegar afleiðingar voru hugleiddar nánar. 

Hér er sama staðan og fyrir hrun. 

Stjórnmálamenn sleikja upp auðkýfinga og fjölmiðlamenn hlaupa með dinglandi skottið á eftir. 

Vinnandi fólk hefur almennt ekki tíma til að kynna sér flókin mál á stjórnmálasviðinu.

Og þegar stjórnmálamenn, og fjölmiðlar, sameinast um einhliða upplýsingagjöf er ekki von.

Nema að almenningur hlaupi, fyrst í stað, á eftir þeim viðhorfum.

En þegar mönnum gefst tími til að kynna sér málið betur, breytist staðan.

Það höfum við séð bæði í icesave og ESB málunum.  


mbl.is Meirihluti hlynntur sölu til Huang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekkert á móti að útlendingar geti keypt landspildu á Íslandi og eða sumarbústað og þess vegna bændabýli, en ekki hvaða landspildu sem er. Ég er ekki lögfróður, en það sem ég hef fylgst með, þá virðast íslensk lög vera á svipuðu plani og í Sómalíu. Óklár og illa unnin af fáfróðum oflátungum. Magma dæmið er klárt dæmi um oflátungshátt heimskingja. Það hljóta allir gáfaðir Íslendingar að sjá, að Kínverska ríkið er að kaupa Grímstaði, til að selja aðgang að krækiberjatínslu fyrir frostnætur og ekkert annað. En ein spurning.Er ekki í lögum að kaupandi sé með lögheimili á bújörðinni? Getur Huang eða Kínverska ríkið verið með lögheimili á Grímstöðum á Fjöllum?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi hryllilega neikvæðni í fólki á móti þessum kínverja minnir á gáfnaljósin sem ofsóttu manninn sem kom með fyrsta vatnsklóssettið til Reykjavíkur í gamla daga. Það vantaði ekki skoðanir á því tiltæki. "Hvað er að útikömrum"? var spurt. "Ætlast maðurinn til að fólk fari á klósettið inni hjá sér"??? ... og svo komu allar skoðanir í samræmi við hugsanaganginn. "Uppfinning fjandans" sagði einn ...

Þessi kínverji vekur upp alla neikvæðni og hræðslu sem til er í fólki gagnvart útlendingum og svo á að gera hann ábyrgan fyrir pólitík í Kína líka. Hryllilega getur maður skammast sín fyrir íslendinga sem sjá ekki út úr augunum í vesælli neikvæðni og þunglyndishugsunum sínum...

Ég styð sölunna og reyni að útskýra fyrir fólki sem nennir að hugsa sjálft, af hverju ég geri það ... annars er ég frekar með því að hingað kæmu milljón kínverjar enn að ganga með í efnahagsbandalagið. Það myndi gera þjóðinni gott.

Alla vega er útséð að íslendingar geti kunnað fótum sínum forráð í nánustu framtíð. Þeir hafa aldrei klárað sig án aðstoðar og voru á alþjóðlegri félgagsmálahjálp til ca. 1970 eftir því sem ég man best... þvílíkur aulagangur og úrkynjun það er í hugsanagangi á þessu landi.

Óskar Arnórsson, 9.9.2011 kl. 13:46

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér V. Jóhannsson.

Viggó Jörgensson, 9.9.2011 kl. 14:21

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Óskar

Þú hefur skoðanafrelsi og málfrelsi eins og aðrir landsmenn. 

Og ég virði þessa skoðun þína um vilja selja. 

En það sé ég að þú mættir lesa mannkynssöguna aftur.

Og kynna þér kaup Kínverja á auðlindum Afríku og annars staðar í þriðja heiminum. 

Og rifja upp sögu kínverska kommúnistaflokksins og stjórn hans og áform. 

Vertu svo í sambandi. 

Viggó Jörgensson, 9.9.2011 kl. 14:23

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Óskar

Ein spurning:  Ertu sammála því að stjórnvöld hafi með lögum fært örfáum útgerðarmönnum 

til einkaeignar; fiskinn við landið?

Sem við þjóðin eigum í sameign frá því að við komum hingað.

Viggó Jörgensson, 9.9.2011 kl. 14:46

6 identicon

Áður en íslendingar hleypa kínverjum inn í landakaup o.fl.

Ættu þþeir að kynna sér hvernig þeir komu fram í Svíþjóð. Nánar tiltekið ´Kalmar. Lugu og prettuðu sveitafélagið upp úr skónum.

Allt í lagi að kíkja á það, svona áður en skrifað er undir....

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 15:50

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta var einmitt í RÚV um daginn Jóhanna. 

Þeir mega þó eiga það.

En sjáðu samt hvað þetta hefur farið fram hjá mörgum.

Viggó Jörgensson, 9.9.2011 kl. 17:21

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Stjórnvöld á Íslandi haga seglum eftir vindi og hugsa um sína. Verðtryggingarsvikin eru einn brandarinn og sýnir að það er nákvæmlega sama hvaða flokkur er í stjórn, samtrygginginn nær yfir öll flokkalandamæri. Bankarnir ráða og þingmenn eru til þess eins að setja upp leikrit fyrir almúgan sem er með sömu stöðu og kýrnar og kindurnar eru fyrir bændum.

Kvótasvikin eru með þannig eindæmum að ég nenni ekki einu sinni að hugsa það. Þessi skefjalausa vitleysa hjá öllum stjórnum á Íslandi síðustu 50 ár fær mann að sjálfsögðu að vilja vera með í ESB til að losna við verstu glæpina og spillingunna.

Og það er munur á kínversku stjórninni og kínverskum kaupsýslumanni og fjárfesti sem vill eiga viðskipti við Ísland. Það er ekkert sjálfsagt mál í dag að fólk vilji eiga viðskipti við Íslendinga. Ég kann nógu mikið í sögu til að vita að glæpir og yfirgangur einkennir ALLR ríkisstjórnir stórra landa. Við verslum við mestu ídíótaríkisstjórn á jarðkringlunni, England, á hverjum einasta degi. Það er samt ekkert að enskum kaupsýslumönnum fyrir það frekar enn kínverskum.

Rússneska ríkisstjórnin er ekkert að hrópa húrra fyrir og samt er verslað við þá. Þó það sé undarlegt að selja bankahluti í eigu íslenska ríkissins til rússnesks heróínsala. Enda ísland notað sem þvottastöð fyrir illa fengið fé áratugum saman. Og það segir mér engin að öllum sem eru eitthvað inn í málum sé ekki fullkunnugt um það. Bara þegja, láta sem ekkert sé og þá eru allir orðnir eins og áhöfn á Íslendsku togara sem er að koma úr siglingu, og það upplýsist að blankasti maðurinn um borð á aleinn fleyri tonn af bjór, sígarettum og brennivíni og játar allt á sig. Tollurinn veit það, lögregla veit allt og dómarinn veit allt, enn allir taka þátt í leikritinu sem er orðið svo vel leikið að menn trúa því næstum sjálfir að svona sé raunveruleikinn.

Ef Jóhanna er að meina Fanerdun Group i Kalmar, þá platar engin neinn í Svíþjóð. Frekar öfugt ef nokkuð er. Aftur á móti tókst Íslendingum að plata milljónir út úr sveitafélagi í Falun og stungu af til Íslands. Það er ekkert létt að vera kínverji í Skandinavíu þó þeir eigi nóg af peningum. Dragon Gate i Gävle er enn eitt prójektið í Svíþjóð og þar var eiginlega reist lítil kínversk borg á mettíma. Besta mannvirki sem ég hef nokkurtíma séð. Svíarnir trömpuðu á þeim, verkalýðsfélagið stoppaði þá, laug um þá og var bent á að kúltúr þeirra væri brot á sænskum lögum.

Allt var gert í sænskum blöðum til að ófrægja þá á alla enda og kanta. Þolinmæði þeirra gagnvart barnaskap og rembingi norðulandaþjóða vann samt. ótrúlegur staður sem er bara hægt að hvetja alla til að skoða nánar. Kínverjar eri 1,3 milljarðar. Og íslendingar tala um þá eins og þeir séu eins maður næstum því.

Ég er alveg sammála þer Viggó að kvótamálið er svo alvarlegt að ég skil ekkert að fólk sé ekki búið að rota hvern einasta .ingmann, ráðherra og alla sem bara voga að styðja þetta stórkostlegasta rán Íslandssögunar. Þegar þetta lagast, sem ég trúi, þá verður talað um núverandi Ríkisstjórnir Íslands og þrælka þeirra, sem eru við, sem dæmi hvernig menn höguðu sér í fornöld árið 2011.

Enda hefur hugsunarháttur Íslendinga eiginlega ekkert breyst síðan á Sturlungaöld. Þeir eru farnir að baða sig og eru ekki lúsugir lengur, þeir hita húsin sín og berja konurnar sínar ekki eins mikið og þá. Úrkynjun hefur minnkað enn venjuleg mannréttindi eru búin að breyta um andlit. Það sem menn gerðu með hnífum, spjótum og húsabrennum fyrir nokkuð hundruð árum, gera menn á sama hátt með penna, "lögum og reglum" sem eru sniðin fyrir örfáa aðalsmenn á Íslandi. Og þannig er staðan í dag.

Einungis með að flytja inn fólk frá fjarlægum löndum frá eldri menningaheimum kemur til með að breyta þessum handóníta hugsunarhætti Íslendinga.

Óskar Arnórsson, 9.9.2011 kl. 17:25

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

... ég gleymdi að sjálfsögðu að minnast á sorglegasta daginn í Svíþjóð um þessar mundir, (ekki flugslysið reyndar), heldur að SAAB sem er gjaldþrota þar sem sænsk lög leyfa ekki að beðið sé eftir kínverskum peningum til að redda málunum. Þeim var boðið það enn þá þurfti að sjálfsögðu Biblían í Svíþjóð (lög verkalýðfélaga) að sjá til þess að þúsundir yrðu atvinnulausir í Trollhättan...og eftir þessum hugsanahætti Svía apa Íslendingar eftir þegar þeir finna ekki upp á einhverju sjálfir til að níðast á almúganum í landinu ....

Óskar Arnórsson, 9.9.2011 kl. 17:34

10 identicon

Óskar !!

Hefur þú kynnt þér málið Fanerdun í Kalmar? Ef þú hefur gert það , þá skaltu kynna þér málið einu sinni enn. Svíar eru ekki ennþá búnir að bíta úr nálinni með það dæmi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 17:48

11 identicon

Ekki þekki ég sænsk lög þegar um erlent fjármagn er að ræða, en gagnvart Fanerdun Group í Kalmar, þá komu peningar frá Kína aldrei og eru ekki komnir enn og þeir sviku öll loforð í þessu frábæra verkefni, að mati Kalmarstjórnar, sem eyddi milljónum á milljónir ofan í þetta verkefni, enda trúðu þeir öllu hinu besta upp á Kínverjana.

Óskar A. - Þú talar um að engin plati Svía, en í sama orði segir þú að Íslenskir glæpamenn hafi haft milljónir af sveitafélaginu Falun!!!!!

SAAB bílaverkssmiðjurnar hafa verið reknar með bullandi tapi frá stofnun fyrirtækisins og skattþegar borgað brúsann alla tíð. Ég hef ekki trú á að Kínverjar hafi áhuga á að leggja peninga í SAAB frekar en í Fanerdun.

Það er rétt sem þú segir, að Íslendingar taka upp alla vitleysu frá Svíum og því vitlausara , því sneggri er þeir.

Það vita allir sem fylgjast með, að milljónamæringar í kommunistaríkjum eru félagsmenn í flokknum og leppar - nema þeir ræni fyrirtækjum eins og í Rússlandi á sínum tíma( enda útlægir og eftirlýstir). Áhugi kínverjans á þessari eyðimörk á Íslandi gerir mann skeptískan, því þarna er ekki nokkurn skapaðan hlut að hafa, sem gæti skilað hagnaði. Ég hef ekkert á móti því að útlendingar fjárfesti á Íslandi, en ekki í hverju sem er t.d. Geysi og Gullfossi, svo eitthvað sé nefnt.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 21:02

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég þekki alveg nóg til þessa máls Jóhanna til þess að leyfa mé að hafa skoðun á því. Það snérist um þetta vanalega þegar útlendingar eiga í hlut sem koma til Svíþjóðar og fjárfesta og sérstaklega þegar þeir ætla að byggja. Kínverjararnir gerðu samstarfssamning við Kalmar kommún og þ.á.m. leigðu af þeim mikið af húsnæði. Enn þeir voru samtímis í basli við byggingarnefnd, og nágrannar kvörtuðu yfir haugum af tígulsteinum á byggingarsvæðum í kringum hótellið þarna. Þeir neituðu að greiða leiguna það sem þeir töldu sig hafa samning við yfirvöld á staðnum. Yfirvöld í Svíþjóð keppa innbyrðis um hver hefur mestu völdin sem er alþekkt. Kínverjarnir neituðu að greiða leigu til Kalmar kommún vegna vanefnda samninga við sig og þegar leigan sem kínverjarnir skulduðu var komin upp í 6 eða 7 milljónir og stefnur frá Kalmar voru byrjaði að rigna inn i Tingsrätten greiddu kínverjarnir skuldina með skuldlausri lóð um á sömu upphæð. Þetta var í blöðum 2008 og var bara sýning á hvernig kerfiskarlar og þeirra stuðningsmenn nota sjálft kerfið sér til afsökunar. Alla vega tapaði Kalmar ekki krónu, sumir vildu meina að Kalmar skuldaði kínverjum og ekki öfugt. Alla vega var neikvæðni og bullskrif sem einkenndu málið eins og svo mörg mál þegar um stórar fjárfestingar er að ræða. Annars veit ég ekkert hvað Svíar eru ekkiu búnir að bíta úr nálinni með. Allt var upp á borðum og hef ég ekkert heyrt um þetta mál árum saman. Þess meira var talað um Dragon Gate og voru þar eingöngu verkalýðsfélög að verki, stoppuðu framkvæmdir, nágrannar kvörtuðu og allt annað sem er klassískt sænkst.... ég hef lesið blöð í Svíþjóð nánast á hverjum degi síðustu 28 ár og er sæmilega inn í því sem gerist þar.

Óskar Arnórsson, 9.9.2011 kl. 21:20

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Íslendingar sem keyptu allt sem að kjafti kom í London, Danmörku og út um allan heim, voru fjármagnaðir af Íslenska Ríkinu sem gaf banka til frægra gangstera og stal síðan peningum frá venjulegu fólki til að halda þeim lifandi. Og hver er munurinn á Íslenskri Ríkisstjórn oh Kínverskri? Ég sé engan Mr. Johannson. Alls engan. Í Kína er ríkisstjórnin með dauðarefsingar fyrir auðgunarbrot fyrir ríka og fátækir eru sendir í vinnubúðir. Á Íslandi er landinu stjórnað af hagsmunaklíku sem gengur um með skilti sem stendur á "Lýðræði", og er nafn á íslensku stjórnmálaleikriti. Þar fremja menn sjálfir sjálfsmorð eftir að hafa tapað öllu í gin Ríkisvaldsins. Ég veit ekki munin á því að vera hengdur af böðlum Ríkissins, eða vera sá sem sér enga aðra leið út úr þeim ógöngum sem Íslensk yfirvöld eru búnir að þvinga fólk í, enn að hengja sig sjálfur. þetta er stigsmunur og ég er engin pólitíkus reyndar. Trúi ekki á neitt ríkjandi skipulag neinsstaðar í heiminum, enn vill trúa að það skipulag sem sé til sem setur frelsi fólks ofar öllu.

Það sem er frjálst á Íslandi og ekki í Kína, að það má segja að ríkið sé glæpastjórn enn það má ekki í Kína. Eiginlega eru Kínverjar betri að því leyti því þeir játa á sig skömmina a stjórnkerfi sínu, einmitt með þessu. Íslenska Ríkinu og yfirvöldum er alveg sama hvað fólki finnst og um hvað almúgin bullar um og kvartar yfir. Bankar eru samt gefnir vel völdum vinum, peningum stolið í tugmilljarðavís, spilling er sjálfsagður hluti af daglegu lífi fyrirfólksins á Íslandi, og þeim eingöngu fórnað sem ekki passa í klíkuna. Sem dæmi um það er þegar minna gefnir og illa gefnir sem eru steiktir í fórnarskyni fyrir lýðin, eins og þessi Vestmannaeyjingur sem stal einhverju sem búið var að leyfa honum að gera, og svo forsætisráðherrann okkar sem er kærður. Svo þarf bara að breyta þessum lögum svo hægt sé hafa fórnarveislunna nógu hátíðlega og láta sauðheimskan lýðin halda að verið sé að framfylgja lögum landsins og réttlæti. Hvað varðar Íslendinga í Falun Svíþjóð, þá er það fyrir ca. 20 árum og ekkert hægt að líkja því við Kínverja hvorki i Kalmar eða Gefle.

Óskar Arnórsson, 9.9.2011 kl. 21:54

14 identicon

Óskar - samlíkingin er góð en stærsti munurinn á þessum kommúnistaríkisstjórnum er IQ-ið.Íslendingar eru svo heimskir að það er grátlegt, því miður. Íslenkir fjárglæpamenn keyptu, með stolnum peningum út um allar jarðir með hörmulegum afleiðingum fyrir ALLA þjóðina. Útlendingar fá ekki að kaupa neitt í Kína, hef ég heyrt, hvorki jarðir né fasteignir, en þeir geta rekið fyrirtæki þar með kínverkum starfskrafti og ég hef séð ljóta hluti um það. Ef Huang hefði óskað eftir kaupum á t.d. Hótel Örk í Hveragerði eða einhverju öðru fyrirtæki, þá væri ég mjög sáttur við þau kaup. Af hveju ekki þessi þrjú háhýsi á Egilsstöðum, sem standa auð og eru upplögð sem íbúðarhótel,stutt á flugvöll og golf, bara svona sem dæmi. En þetta með Grímsstaði stenst engan veginn og er spúkí.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband