8.9.2011 | 12:40
Til að kaupa vopn af Kínverjum?
Hinir nýju vinir okkar Kínverjar ætluðu nú í sumar að selja Gaddafi vopn.
Fyrir litlar 200 miljónir dollara.
Vopnin áttu að koma frá Suður Afríku og gegnum Nígeríu.
Þetta eru sömu Kínverjar og samþykktu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Gaddafi.
Allar mögulegar aðferðir til að hann hætti að slátra fólkinu sínu.
Kínverjum er ekki treystandi fyrir neinu.
Segir Gaddafi hafa selt gullforða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki sami leikur og lýðræðisríkin leika, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð o.s.f.v.? Hafa Bandaríkin ekki mætt sínum eigin vopnum í innrásum sínum vítt og breitt? Það er ekkert heilagt í vopnabransanum hvað sem landið heitir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2011 kl. 13:01
Jú nákvæmlega Axel.
Bara ekki alltaf svona áberandi.
Viggó Jörgensson, 8.9.2011 kl. 13:37
Að undanförnu hafa fundist í auknum mæli bandarísk vopn í höndum uppreisnarmanna í Írak. Vopnin bera þau sérkenni að vera sömu tegundar og gjarnan er úthlutað til leyniþjónustustofnana, og það merkilegasta er að þau hafa engin framleiðslunúmer, eru semsagt órekjanleg. Númerin hafa ekki verið afmáð því um það eru engin ummerki, heldur er augljóst að í málmsteypunni voru til að byrja með aldrei settar neinar merkingar á þau eins og er venjulega gert.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2011 kl. 13:41
Já Guðmundur.
Stórveldin eru söm við sig.
Þau sem virða frelsi og mannréttindi eru samt skrárri en hin.
Viggó Jörgensson, 8.9.2011 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.