7.9.2011 | 00:39
Þetta er ekki trúleg frásögn hjá þessum breska Samfylkingarmanni.
Ef staðan var svona grafalvarleg.
Og Bretar vissu það.
Þá er það ekki trúlegt að sjálfur fjármálaráðherrann breski.
Hafi loks frétt af þessum áhyggjum breskra stjórnvalda í september 2008.
Eða fáeinum vikum fyrir hrun.
Hér er eitthvað sem ekki kemur heim og saman.
Annað hvort var staðan ekki svona grafalvarleg fyrr en fáeinum dögum fyrir hrun
Eða Bretar sjálfir gerðu sér ekki grein fyrir alvarleika málsins í raun og veru.
Ef Bretar sú þjóð sem lengst allra þjóða hefur fengist við bankastarfssemi.
Bretar sem fundu upp svarta bankakerfið í heiminum.
Bretar sem fundu upp skattaskjólin.
Meira en helmingur þeirra í Breska samveldinu eða fyrrum nýlendum.
Bretar sem hafa eitt elsta og öflugasta leyniþjónustukerfið í heiminum.
Ef Bretar töldu þrátt fyrir allt að ástandið væri ekki það grafalvarlegt.
Að ástæða væri til að láta sjálfan fjármálaráðherrann vita.
Hvernig áttu Íslendingar þá að gera sér grein fyrir því að kerfishrun væri hreinlega að bresta á?
Hvort sem Darling er ljúga þessu eða ekki.
Þá er ljóst að hann reynir mjög að friðþægja sig.
Hann viðurkennir raunverulega að hann, og Brown, hafi farið stórkostlega offari gagnvart Íslendingum.
Og valdið okkur miklu meira tjóni en orðið hefði án beitingu hryðjuverkalaga gegn íslensku þjóðinni.
Í október árið 2008 ræddi ég hér, að Íslenska ríkið færi í mál við það breska út af þessum aðgerðum.
Sem voru lögleysa samkvæmt breskum lögum.Síðar kom þetta til tals í opinberri umræðu á Íslandi.
Íslensk stjórnvöld létu þennan möguleika ganga sér úr greipum.
Samfylkingin á eftir að útskýra ástæður þess.
Eins og margt fleira sem ekki þolir skoðun á þeim bænum.
Víst voru erfiðleikar í bankaheiminum öllum og Íslendingar vissu það eins og aðrir.
Og víst hafði hluti íslenskra yfirvalda áhyggjur en varð að halda því leyndu.
Opinber umræða um áhyggjur eða aðgerðir hefðu vissulega gert illt verra.
Íslensk stjórnvöld voru allan tímann föst í regluverki sem Evrópusambandið hafði samið og sent okkur.
Og Alþingi gleypt og lögleitt algerlega dómgreindarlaust undir lofsöng Samfylkingarfólks.
Út af blindu trúnaðartrausti á reglur Evrópusambandsins hrundi hér allt í rúst.
Og enn er hér sama ofsatrúarfólkið við völd er liggur á bæn í átt að Brussel.
Og um rústirnar ráfa um eins og vofur í sprengjulosti, þau Jóhanna, Össur og Steingrímur.
Og grátbiðja okkur um að Evrópusambandið stjórni hér áfram.
Rétt upp hönd þeir sem telja.
Að þetta fólk sé í lagi.
Vildi ekki fljúga gegnum íslenska lofthelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Facebook
Athugasemdir
Dear You,
Maybe its simply because Iceland is a non-country, that does not matter, that they only heard about the festering prison-island going down 15min before the crash, -as Iceland is a non-country.
Richard Johannsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 01:04
Iceland is a non-country, that does not matter
And what does that tell you about a government that decides to use something "that does not matter" as a patsy do divert attention from the shit in their own pants?
Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2011 kl. 01:54
Hér eru stórfréttir á ferð sem ríma afskaplega vel við grun meirihluta þjóðarinnar og auðvitað stingið þið náhirðaplebbar hausnum í sandinn.
hilmar jónsson, 7.9.2011 kl. 10:26
Góður Guðmundur.
Viggó Jörgensson, 7.9.2011 kl. 13:06
Gaman Hilmar
að þú skildir kíkja við.
Viggó Jörgensson, 7.9.2011 kl. 13:08
Viggó,
Þú ferð soldið í hringi.
Hann er að segja þarna að þessi sendinefnd leit þannig á málin að allt væri í himnalagi. Kannski vissu þeir betur, kannski ekki.
Af hverju blandar þú alltaf samfylkingunni inn í allt saman. Það eru núna á Íslandi hundruð manns, sem hafa ekki svarað fyrir sinn þátt í hruninunu, bæði litlir og stórir. Það verður að fara taka á þeim málum, og þá á ég ekki við þá sem hafa gerst brotlegir, eða mögulega brotlegir. T.d. er fyrrv. ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis, núna yfirmaður í Arionbanka ;-), s.s. vann fyrir bankana fyrir hrun og líka eftir hrun.
Það er svona fólk sem hefur unnið vinnuna sína eins og fáráðlingar, en sloppið algjörlega, og síðan hafa margir hverjir haldið áfram að vinna í fjármálakerfinu, og í skilanefndum.
Þetta er hinir nýju "freerider" eða sníkjudýr samfélagsins...., þ.e. high class sníkjudýr, jú og svo eru hin lægri náttúrulega líka til ;-)
Jóakim J. (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 18:16
Sæll Jókim og þakka þér álit þitt.
Ég var hér að ofan að fjalla fyrst og fremst um augljós ósannindi Darling fjármálaráðherra Breta um bankahrunið.
Og fór því, eins og þú segir, hringtorgið framhjá frammistöðu íslensku sendinefndarinnar sem ég hef oft skrifað um áður.
Þessi umræddi fundur var 2. september 2008.
Björgvin G. Sigurðsson sagði, rannsóknarnefnd Alþingis, að sér hefði fundist að Darling væri augljóslega vel upplýstur um stöðu mála.
Darling heldur því fram að hann hafi vitað meira en íslenska sendinefndin um stöðu Landsbankans þann 2. september árið 2008.En segir síðar að hann hafi ekki frétt af alvarleika málsins fyrr en í september.
Hvernær í september ? Miðjan september eða lok september árið 2008
Þessu trúir nú enginn held ég.
Hann hefur fylgst náið með bankamálunum allar götur frá því að lausafjárkreppan byrjaði árið 2006 og 2007.
Hvað gerist ef venjulegur viðskiptabanki fær á sig áhlaup (run )?
Hann fer á hausinn nema hann hafi því öflugri bakhjarl. Og það þarf þá ekki lausafjárkreppu til.
En sé hún til staðar og óvíst um lánveitendur til þrautavara, þá mega engir hnökrar koma á rekstur bankans.
Smáfréttir eða tilkynning frá yfirvöldum geta riðið banka að fullu undir slíkum aðstæðum.
Þarna var viðskiptabanki sem hafði breyst á of miklum hraða í fjárfestingabanka.
Og greiðsluáætlanir ekki í samræmi við hið nýja rekstrarform og þá lausafjárkreppu (í gjaldeyri) sem þá var skollin á.
Um of þurfti að treysta á innlán (erlendis) og opnar lánalínur sem voru í hendi á hverjum tíma.
Þegar svo er komið má engu muna. Bankinn á nægt laust fé en það er í íslenskri krónu.
Bankinn skuldar mikið laust fé í erlendum gjaldeyri og þar liggur vandinn. (Opnir erlendir innlánsreikningar.)
Þessi innlán eru föst í löngum útlánum.
Og því þarf að treysta á að innlánin haldist stöðug og að Seðlabankinn geti lánað bankanum ef út af bregður.
Og það var nú erindi íslensku nefndarinnar til Darling að útskýra fyrir honum að ef Bretar væru ekki með óbilgirni þá kæmumst við í gegnum þetta.
Ég hef áður skrifað um að Íslendingarnir hafi í ákafa sínum sýnst vera í ákveðinni afneitun en samt trúað að þetta gæti gengið ef Bretar leyfðu.
En Darling kaus að líta svo á að þessir flokksbræður hans væru með óheiðarlegum hætti að reyna að blinda honum sýn.
Á svipuðum tíma fer svo Kaupþing í London að færa verulegar fjárhæðir heim til Íslands.
Augljóslega vissi Darling allt um það líka.
Og út þessum færslum Kaupþings London fer karlinn bara í takkaskóna og hleypur yfir til Brown.
Þeir þóttust telja að við værum að ljúga að þeim og værum að reyna að komu öllu heim.
Og sögðu augljóst að óafgerandi svör frá Árna Matthísen væri kornið sem fyllti mælinn.
Þeir Brown og Darling ákváðu að hafa þetta svona því að þeir voru að leggja inn í kosningar og stóðu höllum fæti.
Til að kaupa sér atkvæði sem hinir traustu landsferður æptu þeir upp í fjölmiðlum að Íslendingar ætluðu ekki að borga.
Með hryðjuverkalögum frystu þeir alla íslenska banka, ríkissjóð Íslands bæði gullforða og gjaldeyri sem tilheyrðu auðvitað Seðlabankanum.
Með þessum aðgerðum skelltu þeir Landsbankanum um koll á augabragði.
Og svo Kaupþingi sem vel hefði komist í gegnum þessa lausafjárkreppu hefði ekki komið til þessa fautaskaps Breta.
Íslandsbanka hefði hugsanlega verið hægt að bjarga fram yfir nýárið. Kannski ekki lengur en alls ekki ef hinir voru farnir á hliðina.
Samfylkingunni nugga ég upp úr flestu sem hægt er, af því að ég er á móti inngöngu í Evrópusambandið.
Allt þetta bankaregluverk var 1000% í boði Samfylkingarinnar og ESB.
En reglurnar gerðu ekki ráð fyrir íslenskum útrásarvíkingum.
Hvernig borðleggjandi var að þeir myndu haga sér.
Og það eru ekki við Jóakim sem eigum að fjalla meira um það.
Sérstakur saksóknari er að því og þau mál eru lengi í rannsókn og þarf að undirbyggja vandlega.
Og nú bíðum við og sjáum hvað gerist. En við treystum Evrópusambandinu aldrei aftur fyrir okkar málum.
Og ekki Samfylkingunni fyrr en Lúðvík Geirsson er búinn að skúra þar út úr öllum hornum.
Viggó Jörgensson, 8.9.2011 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.