Það er óþarfi, Ólafur er yfirráðherra þessarar ríkisstjórnar.

Formaður Framsóknarflokksins upplýsti alþjóð um að forsetinn hefði myndað ríkisstjórnina á sínum tíma.

Það gátu stjórnarliðar ekki komið sér saman um sjálfir, frekar en annað.  

Og oft hefur það gerst að forsetinn hefur tjáð sig um þetta vandræðabarn sitt ríkisstjórnina. 

Og endar kannski loks sem erkiíhald eftir að hafa fylgst með þessari fyrstu vinstri stjórn við "störf".

Og hvernig á hún að geta virkað með gamla harðlínu kommúnista innanborðs?

Fólk sem aldrei hefur afrekað annað en að setja Þjóðviljann á hausinn.

Fólkið sem lét bláfátæka íslenska alþýðu safna fyrir dráttarvél og senda Stalín að gjöf.    

Til að styrkja byltinguna auðvitað. 

Hvernig spyrjiði eiginlega? 

Þetta eru ekki pólitískir afglapar nema það sjáist á einhverju. 


mbl.is Vill forsetann í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er rétt. Það verður einhver að veita þessari vonlausu ríkisstjórn aðhald, því að ekki gerir stjórnarandstaðan það. Þvert á móti studdi meintur formaður Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórnina í IceSave-málinu út frá ísköldu eiginhagsmunamati. Í öllum öðrum málum sem ríkisstjórnin hefur klúðrað, þá hefur stjórnarandstaðan í samskiptum sínum við stjórnina virzt sem feimið barn sem er skíthrætt við að lenda í vandræðum ef það andmælir foreldrum sínum.

Vendetta, 5.9.2011 kl. 11:24

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já stjórnarandstaðan er ónýt. 

Og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að skúra út úr hornunum. 

Formanninn sjálfan og a. m. k. helminginn af þingflokknum. 

Væri það búið væri flokkurinn nú með yfir 50% kjörfylgi.  

Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband