5.9.2011 | 09:19
Þetta eru vélknúin ökutæki. Ný hætta í umferðinni.
Frá því á síðasta ári hefur maður furðað sig á þessari breytingu í umferðinni.
Krakkar langt undir fermingu á töluverðum hraða á ljóslausum vespum, á götunum, gangstéttum og göngustígum.
Oftast hjálmlaus og á nægilegum hraða til að geta slasað bæði sig og vegfarendur.
Nýlega var viðtal við konu í Morgunblaðinu sem á enn í slæmum meiðslum eftir reiðhjólaslys.
En þessir nýju litlu ökumenn eru á þeysireið á gangstéttum og hafa enn minna útsýn en stærri ökumenn.
Smábörn eru orðin í töluverðri hættu á svæðum þar sem þau voru áður óhult fyrir vélknúnum ökutækjum.
Og þau eru nægilega lítil til að geta slasast alvarlega, eða láta lífið, lendi þau fyrir svona ökutæki sem öðrum.
Fjölmiðlamenn hafa verið ósparir á að dásama þessa nýju tækni sem er auðvitað skemmtileg.
Og hamrað á að þetta séu reiðhjól og um þau gildi jafnvel engar reglur.
Og það hefur mér einmitt sýnst að ökumennirnir telji líka, þegar þeir æða út á göturnar.
Án þess að skeyta sjáanlega hið minnstra um aðra umferð eða hvort þeir sjálfir eru að lenda undir bíl.
Þetta er einnig barnaverndarmál. Þarna hafa einhverjir foreldrar brugðist í leiðsögninni.
Og nú er rétt að Ögmundur fari að taka á þessu áður en skólagagnan og myrkrið bresta á.
Brjóta reglur á rafmagnsvespum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Facebook
Athugasemdir
Ætlar kaupæðinu aldrei að ljúka. Það eru ekki börnin sem kaupa þessi farartæki og þvi ekki við þau að sakast, heldur kaupóða foreldra þeirra. Mál að linni.
Tómas H Sveinsson, 5.9.2011 kl. 09:31
Ekki góð birtingarmynd af grænni orku, hef sjálfur lent í því að verða næstum fyrir svona fyrirbæri á gangstíg. Það sem er nefnilega hættulegt við þessi farartæki og vantar oft í umferðaröryggis umræðu hér á landi er að þessi farartæki eru algjörlega hljóðlaus, það eitt og sér gerir þau varasöm fyrir aðra vegfarendur og sérstaklega þá gangandi. Meðvitund í umferð greinist ekki bara með augum. Sá skilti eitt sinn á Florida sem segir allt um þetta, loud pipes save lives!
Guðm O Sig (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 09:59
Já það var góður punktur Tómas.
Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 10:03
Þakkir fyrir að hnykkja á þessu Guðmundur.
Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 10:05
Það sem þarf að hnykkja á hérna er að þetta eru farartæki, ekki leiktæki. Og þar koma foreldrarnir inn.
Steini Thorst, 5.9.2011 kl. 11:40
Og það vélknúin farartæki, þakka þér Steini.
Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 13:31
Vélhjól á að flokkast sem vélhjól óháð því hvort það er með rafmagns eða bensín (eða diesel) mótor. Vélhjól eru venjulega flokkuð eftir vélarstærð og það ætti ekki að vera stórt vandamál að koma rafmagnsmótor inn í þá flokkun.
Einar Steinsson, 5.9.2011 kl. 16:44
Þú hlýtur þá að vilja banna reiðhjól líka, krakkar langt undir fermingu hafa jú í gegnum tíðina verið að þeysa um götur og gangstéttir, ljóslaus og oft á töluvert meiri hraða en þessi tæki komast á. Ég sé ekki hvaða máli það skiptir hvort ökutækið er vélknúið eða ekki, reiðhjól eru jafnhættuleg vegfarendum.
Ari (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 16:59
Ari, venjulegt reiðhjól á bilinu 10-15 kg en rafmagnsvespa vegur 60 kg. Þetta hlýtur að skipta máli varðandi öryggi á göngustígum. Þar að auki er þyngdarpunktur reiðhjóls ásamt manneskju ofarlega en í tilfelli rafmagnsvespu ásamt ökumanns er hann neðarlega. Þetta getur skipt máli ef keyrt er á vegfarenda þar sem reiðhjólið sjálft er tiltölulega hættulítið fyrir vegfaranda. Hjólreiðamaður steypist fram af hjólinu og getur svo sem lent á vegfaranda en það er þó ekki sjálfsagt. Rafmagnsvespan mun alltaf vera hættumikil fyrir vegfaranda, til viðbótar við ökumanninn. Ég er reyndar ekkert sérstaklega á móti þessum rafmagnsvespum, svo lengi sem maður heyrir í þeim koma og þær fari ekki of hratt. Það getur varla verið erfitt að sjá til þess að þetta tvennt sé í lagi.
Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 20:00
Sæll Ari.
Ég er almennt ekki hrifinn af lagalegum boðum og bönnum til að leysa alla hluti.
En ekki verður alltaf hjá því komist.
Helgi Heiðar er búinn að útskýra þennan afgerandi þyngdarmun og áhrif hæðar og þyngdarpunkts.
Ég leyfi mér einnig að fullyrða að krakkarnir á rafmagnsvespunum ná mun meiri hraða
á stöðum sem þau náðu ekki þessum sama hraða á reiðhjóli.
Auk þessu eru þau oft tvö á vespunum og athygli ökumannsins oft meiri á farþeganum en umferðinni.
Og vissulega skemmta þau sér augljóslega vel.
En þá komum við að réttindum óvitanna og skyldu þjóðfélagsins til þess að gæta þeirra.
Fyrir utan garðinn minn er leiksvæði barna sem hef verið kunnugur frá því ég var þar í fótbolta sjálfur.
Þar eru smábörn hverfisins að leika sér í sandkassaleik og taka sín fyrstu spor utan eigin garðs.
Þarna hefur aldrei verið hjólað eins hratt í gegn eins og eftir að rafmagnsvespurnar komu til.
Og nú tökum við Helga Heiðar aftur á málið.
Áður var 40 kílóa krakki á 15 kílóa reiðhjóli á 5 - 10 km hraða á klukkustund
að hjóla þarna eftir göngustígunum.
Núna þeysa tveir krakkar á rafknúinni vespu á ef til vill 10- 15 kílómetra hraða á klukkustund.
Áður 55 kíló á 15 kílóa smábarn þar sem mestar líkur eru á að mestur þunginn fljúgi framhjá barninu.
Nú 140 kíló á 15 kílóa smábarn þar sem meiri líkur eru á að allur höggþunginn lendi á barninu.
Hvaðinn í svona útreikningi er reiknaður í öðru veldi ef ég er ekki orðinn of syfjaður.
Allt að einu þá er munurinn orðinn miklu meiri en gífurlegur.
Miklu meiri en þarf til að skilja á milli lífs og dauða.
Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 22:44
Sammála þér Einar.
Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 22:45
Kærar þakkir Helgi Heiðar fyrir frábært innlegg.
Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 22:45
Nú skilst mér að reiðhjól séu flokkuð sem ökutæki og því er hægt að sekta fyrir ölvun og of hraða ferð á reiðhjóli, sem er víst ekki hægt ef viðkomandi er t.d. á línuskautum.
Einar, munurinn á þessum "vespum" og öðrum hefur ekkert að gera með að þessi er rafknúin. Þú þarft bílpróf á rafmagnsbíl eins og á besín / dísel / vetnis / metan bíl. Þetta liggur í hraðanum sem ökutækið er gert fyrir. Hámarkshraði innan einhverra marka og þá er þetta ekki vélknúið ökutæki skilst mér. Ekki frekar en rafknúinn hjólastóll.
Frá mínum bæjardyrum séð er þarna gat í lögunum sem þarf að stoppa í. Bara það að þetta er hljóðlsust eykur hættuna um helming hið minnsta að mínu mati. Spurning að hafa bípara á þessu, svipað og er á vörbílum sem eru að bakka. Svo myndi bípa hraðar eftir því sem hraðinn er meiri.
Landfari, 6.9.2011 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.